Vitlaust viðhengi kostaði FB 1,3 milljónir Eiður Þór Árnason skrifar 10. mars 2020 23:07 Í viðhenginu voru ekki full nöfn eða kennitölur nemenda en þar mátti finna upplýsingar sem hægt var að rekja til einstakra nemenda. Mynd/FB Persónuvernd hefur sektað Fjölbrautaskólann í Breiðholti (FB) um 1,3 milljónir króna vegna öryggisbrests. Atvikið átti sér stað í ágúst síðastliðnum þegar kennari við skólann sendi fyrir mistök persónuupplýsingar um nemendur í tölvupósti til nýnema og forráðamanna þeirra, alls 57 manns. Pósturinn sem átti að innihalda yfirlit yfir viðtalstíma innihélt þess í stað skjal með upplýsingum um viðtöl sem höfðu verið tekin við aðra nemendur. Í skjalinu voru meðal annars viðkvæmar persónuupplýsingar sem vörðuðu umsjónarnemendur kennarans frá fyrra ári. Sjá einnig: Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Stjórnendur skólans tilkynntu málið strax til Persónuverndar og harmaði skólameistari atvikið þegar fréttastofa ræddi við hann fljótlega eftir að upp komst um málið í ágúst. Fram kemur í úrskurði Persónuverndar að það sé mat stofnunarinnar að öryggisbresturinn hafi verið afleiðing af skorti á tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum af hálfu FB til að tryggja öryggi persónuupplýsinga. Við ákvörðun sektarinnar var meðal annars litið til þess að umræddur öryggisbrestur fól í sér verulega skerðingu á einkalífsrétti viðkomandi nemenda, í ljósi eðlis þeirra persónuupplýsinga sem um ræddi. Elvar Jónsson, skólameistari FB sagði í ágúst að um mannleg mistök hafi verið að ræða og að strax hafi verið haft samband við þá sem fjallað var um í viðhenginu. Voru viðtakendur þá einnig beðnir um að eyða gögnunum tafarlaust. Persónuvernd tekur undir með Elvari í úrskurði sínum og segir það ljóst að ekki hafi verið að ræða „vinnslu í ólögmætum tilgangi heldur mannleg mistök.“ Persónuvernd Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Persónuvernd hefur sektað Fjölbrautaskólann í Breiðholti (FB) um 1,3 milljónir króna vegna öryggisbrests. Atvikið átti sér stað í ágúst síðastliðnum þegar kennari við skólann sendi fyrir mistök persónuupplýsingar um nemendur í tölvupósti til nýnema og forráðamanna þeirra, alls 57 manns. Pósturinn sem átti að innihalda yfirlit yfir viðtalstíma innihélt þess í stað skjal með upplýsingum um viðtöl sem höfðu verið tekin við aðra nemendur. Í skjalinu voru meðal annars viðkvæmar persónuupplýsingar sem vörðuðu umsjónarnemendur kennarans frá fyrra ári. Sjá einnig: Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Stjórnendur skólans tilkynntu málið strax til Persónuverndar og harmaði skólameistari atvikið þegar fréttastofa ræddi við hann fljótlega eftir að upp komst um málið í ágúst. Fram kemur í úrskurði Persónuverndar að það sé mat stofnunarinnar að öryggisbresturinn hafi verið afleiðing af skorti á tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum af hálfu FB til að tryggja öryggi persónuupplýsinga. Við ákvörðun sektarinnar var meðal annars litið til þess að umræddur öryggisbrestur fól í sér verulega skerðingu á einkalífsrétti viðkomandi nemenda, í ljósi eðlis þeirra persónuupplýsinga sem um ræddi. Elvar Jónsson, skólameistari FB sagði í ágúst að um mannleg mistök hafi verið að ræða og að strax hafi verið haft samband við þá sem fjallað var um í viðhenginu. Voru viðtakendur þá einnig beðnir um að eyða gögnunum tafarlaust. Persónuvernd tekur undir með Elvari í úrskurði sínum og segir það ljóst að ekki hafi verið að ræða „vinnslu í ólögmætum tilgangi heldur mannleg mistök.“
Persónuvernd Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira