Fjöldi áhorfenda truflaði baráttuna við eldinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. maí 2020 12:54 Slökkviliðið á Akureyri afhenti lögreglu brunavettvang til rannsóknar í morgun eftir að hafa vaktað íbúðarhús í alla nótt en það stóð í ljósum logum í gærkvöldi. Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði en von er á rannsakendum frá Reykjavík nú síðdegis. Vegfarendur sem áttu leið hjá Hafnarstræti á Akureyri laust eftir klukkan sjö í gærkvöldi hringdu strax í slökkviliðið þegar þeir komu auga á reyk sem lagði frá íbúðarhúsi í götunni. Voru fljótir að finna mann sem lá meðvitundarlaus á miðhæðinni Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri, segir að strax í upphafi hafi honum verið ljóst að um alvarlegt útkall væri að ræða en hann ákvað að kalla út allt tiltækt lið auk frívakta. Grunur vaknaði í upphafi að maður væri í húsinu á miðhæðinni. „Reykkafarar fóru inn með slöngu og froðu og leituðu eftir okkar aðferðum. Þeir voru með hitamyndavélar sem notaðar eru til að leita að fólki en hann [maðurinn sem lá meðvitundarlaus á miðhæð hússins] var rétt innan við hurðina þannig að við vorum mjög fljótir að finna hann.“ Í hvernig ástandi var maðurinn þegar þið komuð að honum? „Hann var alveg meðvitundarlaus og ekki mikið lífsmark með honum.“ Maðurinn var þegar í stað fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hlúð var að honum í tvær klukkustundir. Þaðan var hann fluttur með sjúkraflugi suður. Á þessari stundu er ekki vitað um líðan mannsins. Líklegt að rífa þurfi húsið Það tók slökkviliðið tæpar fimm klukkustundir að ná tökum á aðstæðum. Húsið er á meðal elstu húsa bæjarins en það er afar illa farið eftir brunann og líklegt að það sé ónýtt. „Við hættum í raun og veru ekki slökkvistarfi fyrr en rétt um miðnætti þegar hætti að rjúka úr rústunum og við gátum hætt að sprauta vatni. Það var þó ekki fyrr en við vorum búin að hreinsa allt þak af húsinu og nánast alla efstu hæðina af sem við náðum að slökkva þannig í húsinu að hætti að rjúka úr því.“ Húsið, sem er eitt af elstu húsum bæjarins, var mjög illa farið eftir brunann og þykir líklegt að þurfi að rífa það.Vísir/Tryggvi Páll Fólkið sem fylgdist með brunanum torveldaði slökkvistarfi Mikill hópur fólks kom saman í grennd við vettvanginn til að fylgjast með störfum slökkviliðsins en það torveldaði slökkvistarfi. „Sem olli því að við áttum orðið erfitt með að komast að vettvangi með birgðir, loftkúta og aðföng fyrir reykkafara og slökkviliðsmenn sem voru að störfum. Þetta var farið að valda okkur töluverðum vandræðum. Við búum ekki yfir óþrjótandi mannskap, hvorki í lögreglunni né slökkviliðinu. Það er nóg að gera og það hjálpar ekki að við þurfum að vera með marga til að halda fólki í skefjum.“ Ólafur vill minna alla á mikilvægi brunavarna eins og reykskynjara og slökkvitæki. „Sérstaklega reykskynjarana því þeir veita fólki tækifæri til að komast út í tæka tíð. Það á ekki að leggja sig í hættu við að bjarga húsum. Það má alltaf byggja nýtt hús en fólk verður ekki bætt.“ Slökkvilið Akureyri Tengdar fréttir Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur Lögregla og slökkvilið á Akureyri vakta enn vettvang brunans við Hafnarstræti 37 á Akureyri. 20. maí 2020 07:21 Einn í alvarlegu ástandi eftir bruna á Akureyri Allt tiltækt slökkvilið Akureyrar var kallað út á áttunda tímanum í kvöld þegar eldur kom upp í þriggja hæða íbúðarhúsi. 19. maí 2020 20:35 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Slökkviliðið á Akureyri afhenti lögreglu brunavettvang til rannsóknar í morgun eftir að hafa vaktað íbúðarhús í alla nótt en það stóð í ljósum logum í gærkvöldi. Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði en von er á rannsakendum frá Reykjavík nú síðdegis. Vegfarendur sem áttu leið hjá Hafnarstræti á Akureyri laust eftir klukkan sjö í gærkvöldi hringdu strax í slökkviliðið þegar þeir komu auga á reyk sem lagði frá íbúðarhúsi í götunni. Voru fljótir að finna mann sem lá meðvitundarlaus á miðhæðinni Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri, segir að strax í upphafi hafi honum verið ljóst að um alvarlegt útkall væri að ræða en hann ákvað að kalla út allt tiltækt lið auk frívakta. Grunur vaknaði í upphafi að maður væri í húsinu á miðhæðinni. „Reykkafarar fóru inn með slöngu og froðu og leituðu eftir okkar aðferðum. Þeir voru með hitamyndavélar sem notaðar eru til að leita að fólki en hann [maðurinn sem lá meðvitundarlaus á miðhæð hússins] var rétt innan við hurðina þannig að við vorum mjög fljótir að finna hann.“ Í hvernig ástandi var maðurinn þegar þið komuð að honum? „Hann var alveg meðvitundarlaus og ekki mikið lífsmark með honum.“ Maðurinn var þegar í stað fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hlúð var að honum í tvær klukkustundir. Þaðan var hann fluttur með sjúkraflugi suður. Á þessari stundu er ekki vitað um líðan mannsins. Líklegt að rífa þurfi húsið Það tók slökkviliðið tæpar fimm klukkustundir að ná tökum á aðstæðum. Húsið er á meðal elstu húsa bæjarins en það er afar illa farið eftir brunann og líklegt að það sé ónýtt. „Við hættum í raun og veru ekki slökkvistarfi fyrr en rétt um miðnætti þegar hætti að rjúka úr rústunum og við gátum hætt að sprauta vatni. Það var þó ekki fyrr en við vorum búin að hreinsa allt þak af húsinu og nánast alla efstu hæðina af sem við náðum að slökkva þannig í húsinu að hætti að rjúka úr því.“ Húsið, sem er eitt af elstu húsum bæjarins, var mjög illa farið eftir brunann og þykir líklegt að þurfi að rífa það.Vísir/Tryggvi Páll Fólkið sem fylgdist með brunanum torveldaði slökkvistarfi Mikill hópur fólks kom saman í grennd við vettvanginn til að fylgjast með störfum slökkviliðsins en það torveldaði slökkvistarfi. „Sem olli því að við áttum orðið erfitt með að komast að vettvangi með birgðir, loftkúta og aðföng fyrir reykkafara og slökkviliðsmenn sem voru að störfum. Þetta var farið að valda okkur töluverðum vandræðum. Við búum ekki yfir óþrjótandi mannskap, hvorki í lögreglunni né slökkviliðinu. Það er nóg að gera og það hjálpar ekki að við þurfum að vera með marga til að halda fólki í skefjum.“ Ólafur vill minna alla á mikilvægi brunavarna eins og reykskynjara og slökkvitæki. „Sérstaklega reykskynjarana því þeir veita fólki tækifæri til að komast út í tæka tíð. Það á ekki að leggja sig í hættu við að bjarga húsum. Það má alltaf byggja nýtt hús en fólk verður ekki bætt.“
Slökkvilið Akureyri Tengdar fréttir Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur Lögregla og slökkvilið á Akureyri vakta enn vettvang brunans við Hafnarstræti 37 á Akureyri. 20. maí 2020 07:21 Einn í alvarlegu ástandi eftir bruna á Akureyri Allt tiltækt slökkvilið Akureyrar var kallað út á áttunda tímanum í kvöld þegar eldur kom upp í þriggja hæða íbúðarhúsi. 19. maí 2020 20:35 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur Lögregla og slökkvilið á Akureyri vakta enn vettvang brunans við Hafnarstræti 37 á Akureyri. 20. maí 2020 07:21
Einn í alvarlegu ástandi eftir bruna á Akureyri Allt tiltækt slökkvilið Akureyrar var kallað út á áttunda tímanum í kvöld þegar eldur kom upp í þriggja hæða íbúðarhúsi. 19. maí 2020 20:35