23 dagar í Pepsi Max: Hvaða félag verður fljótast að ná í næstu stjörnu á búninginn sinn? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2020 12:00 Pálmi Rafn Pálmason fagnar Íslandsmeistaratitlinum í fyrrasumar. Þarna má sjá fimm stjörnu á búningi KR en þeir fengu þá fimmtu fyrir níu árum síðan. Vísir/Bára Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 22 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Í fótboltaheiminum er venjan hjá félögum að vera með stjörnur á búningi sínum sem tákn um glæsta sögu og táknar þá hver stjarna fimm landstitla. En hver er staðan hjá íslensku liðunum samkvæmt slíkri stjörnugjöf? Það eru ekki öll félög sem nota stjörnukerfið til að merkja búninga sína en núverandi Íslandsmeistarar úr Vesturbænum eru eitt þeirra enda sigursælasta félag efstu deildar karla. KR er eina íslenska félagið með fimm stjörnur enda vann KR sinn 27. Íslandsmeistaratitil. Það þýðir að nú vantar KR-ingum þrjá titla í sjöttu stjörnuna og þeir væru þá komnir með tveggja stjörnu forskot á næsta lið. Valsmenn voru búnir að finna tvö ár í röð fyrir síðasta tímabil og voru líklegir til að vinna í fyrra en það fór lítið fyrir meistaratöktum þó. Valsmenn eru komnir með 22 titla og vantar, eins og hjá KR, þrjá titla í næstu stjörnu. Þeir gætu þá jafnað KR með því að næla í fimmtu stjörnuna. Framarar og Skagamenn eru bæði með þrjár stjörnur og bæði félög vantar tvo titla upp á næstu stjörnu. Framarar eru ekki beint líklegir enda í B-deildinni, hafa ekki unnið í þrjátíu ár og fengu síðustu stjörnu sína árið 1972. Skagamenn eru þó í efstu deild en þeir unnu síðast Íslandsmeistaratitilinn árið 2001 eða fyrir nítján árum síðan. Það er eini Íslandsmeistaratitill síðan að ÍA liðið vann fimm ár í röð frá 1992 til 1996. Síðustu tvö liðin með stjörnu eru síðan Víkingar og FH-ingar. Víkinga vantar fimm titla í næstu stjörnu en þessa einu fengu þeir eftir síðasta Íslandsmeistaratitil félagsins árið 1991. Það er allt aðra sögu að segja af FH-ingum sem hafa unnið átta Íslandsmeistaratitla frá árinu 2004 og vantar nú aðeins tvo titla í aðra stjörnu á búninginn sinn. Keflvíkingar eru samt næstir því að fá næstu stjörnu því þá vantar aðeins einn titil í hana. Keflavíkurliðið er hins vegar í B-deildinni og varð síðast Íslandsmeistari árið 1973 eða fyrir 47 árum síðan. Eyjamenn, sem eru líka í B-deildinni, unnu sinn þriðja og síðasta Íslandsmeistaratitil árið 1998 og vantar því tvo titla í sína fyrstu stjörnu. Íslensk karlalið með stjörnu á búningnum sínum Fimm stjörnur - KR Fyrsta stjarnan 1928 Önnur stjarnan 1941 Þriðja stjarnan 1955 Fjórða stjarnan 1968 Fimmta stjarnan 2011 - vantar þrjá titla í sjöttu stjörnuna Fjórar stjörnur - Valur Fyrsta stjarnan 1937 Önnur stjarnan 1944 Þriðja stjarnan 1976 Fjórða stjarnan 2007 - vantar þrjá titla í sjöttu stjörnuna Þrjár stjörnur - Fram Fyrsta stjarnan 1917 Önnur stjarnan 1925 Þriðja stjarnan 1972 - vantar tvo titla í sjöttu stjörnuna Þrjár stjörnur - ÍA Fyrsta stjarnan 1958 Önnur stjarnan 1977 Þriðja stjarnan 1994 - vantar tvo titla í sjöttu stjörnuna Ein stjarna - Víkingur Fyrsta stjarnan 1991 - vantar fimm titla í sjöttu stjörnuna Ein stjarna - FH Fyrsta stjarnan 2009 - vantar tvo titla í sjöttu stjörnuna Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 22 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Í fótboltaheiminum er venjan hjá félögum að vera með stjörnur á búningi sínum sem tákn um glæsta sögu og táknar þá hver stjarna fimm landstitla. En hver er staðan hjá íslensku liðunum samkvæmt slíkri stjörnugjöf? Það eru ekki öll félög sem nota stjörnukerfið til að merkja búninga sína en núverandi Íslandsmeistarar úr Vesturbænum eru eitt þeirra enda sigursælasta félag efstu deildar karla. KR er eina íslenska félagið með fimm stjörnur enda vann KR sinn 27. Íslandsmeistaratitil. Það þýðir að nú vantar KR-ingum þrjá titla í sjöttu stjörnuna og þeir væru þá komnir með tveggja stjörnu forskot á næsta lið. Valsmenn voru búnir að finna tvö ár í röð fyrir síðasta tímabil og voru líklegir til að vinna í fyrra en það fór lítið fyrir meistaratöktum þó. Valsmenn eru komnir með 22 titla og vantar, eins og hjá KR, þrjá titla í næstu stjörnu. Þeir gætu þá jafnað KR með því að næla í fimmtu stjörnuna. Framarar og Skagamenn eru bæði með þrjár stjörnur og bæði félög vantar tvo titla upp á næstu stjörnu. Framarar eru ekki beint líklegir enda í B-deildinni, hafa ekki unnið í þrjátíu ár og fengu síðustu stjörnu sína árið 1972. Skagamenn eru þó í efstu deild en þeir unnu síðast Íslandsmeistaratitilinn árið 2001 eða fyrir nítján árum síðan. Það er eini Íslandsmeistaratitill síðan að ÍA liðið vann fimm ár í röð frá 1992 til 1996. Síðustu tvö liðin með stjörnu eru síðan Víkingar og FH-ingar. Víkinga vantar fimm titla í næstu stjörnu en þessa einu fengu þeir eftir síðasta Íslandsmeistaratitil félagsins árið 1991. Það er allt aðra sögu að segja af FH-ingum sem hafa unnið átta Íslandsmeistaratitla frá árinu 2004 og vantar nú aðeins tvo titla í aðra stjörnu á búninginn sinn. Keflvíkingar eru samt næstir því að fá næstu stjörnu því þá vantar aðeins einn titil í hana. Keflavíkurliðið er hins vegar í B-deildinni og varð síðast Íslandsmeistari árið 1973 eða fyrir 47 árum síðan. Eyjamenn, sem eru líka í B-deildinni, unnu sinn þriðja og síðasta Íslandsmeistaratitil árið 1998 og vantar því tvo titla í sína fyrstu stjörnu. Íslensk karlalið með stjörnu á búningnum sínum Fimm stjörnur - KR Fyrsta stjarnan 1928 Önnur stjarnan 1941 Þriðja stjarnan 1955 Fjórða stjarnan 1968 Fimmta stjarnan 2011 - vantar þrjá titla í sjöttu stjörnuna Fjórar stjörnur - Valur Fyrsta stjarnan 1937 Önnur stjarnan 1944 Þriðja stjarnan 1976 Fjórða stjarnan 2007 - vantar þrjá titla í sjöttu stjörnuna Þrjár stjörnur - Fram Fyrsta stjarnan 1917 Önnur stjarnan 1925 Þriðja stjarnan 1972 - vantar tvo titla í sjöttu stjörnuna Þrjár stjörnur - ÍA Fyrsta stjarnan 1958 Önnur stjarnan 1977 Þriðja stjarnan 1994 - vantar tvo titla í sjöttu stjörnuna Ein stjarna - Víkingur Fyrsta stjarnan 1991 - vantar fimm titla í sjöttu stjörnuna Ein stjarna - FH Fyrsta stjarnan 2009 - vantar tvo titla í sjöttu stjörnuna
Íslensk karlalið með stjörnu á búningnum sínum Fimm stjörnur - KR Fyrsta stjarnan 1928 Önnur stjarnan 1941 Þriðja stjarnan 1955 Fjórða stjarnan 1968 Fimmta stjarnan 2011 - vantar þrjá titla í sjöttu stjörnuna Fjórar stjörnur - Valur Fyrsta stjarnan 1937 Önnur stjarnan 1944 Þriðja stjarnan 1976 Fjórða stjarnan 2007 - vantar þrjá titla í sjöttu stjörnuna Þrjár stjörnur - Fram Fyrsta stjarnan 1917 Önnur stjarnan 1925 Þriðja stjarnan 1972 - vantar tvo titla í sjöttu stjörnuna Þrjár stjörnur - ÍA Fyrsta stjarnan 1958 Önnur stjarnan 1977 Þriðja stjarnan 1994 - vantar tvo titla í sjöttu stjörnuna Ein stjarna - Víkingur Fyrsta stjarnan 1991 - vantar fimm titla í sjöttu stjörnuna Ein stjarna - FH Fyrsta stjarnan 2009 - vantar tvo titla í sjöttu stjörnuna
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira