Leiðrétta Semu og segja brottvísun á áætlun þrátt fyrir frestun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2020 15:42 Útlendingastofnun segir að þrátt fyrir frestun sé brottvísun á áætlun. Vísir/Vilhelm Upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar segir ekki rétt að frestun brottvísunar írakskrar barnafjölskyldu til Grikklands sé tilkomin vegna þess að grísk stjórnvöld geti ekki tekið á móti þeim vegna aðstæðna. Ástæðan sé sú að boðleiðum fyrir endursendingarbeiðnir í grísku stjórnsýslunni hafi verið breytt. Því liggi ekki fyrir samþykki frá réttu stjórnvaldi. Endursendingarbeiðni hafi nú þegar verið send á réttan aðila í Grikklandi til afgreiðslu. Fjölskyldan samanstendur af foreldrunum og fjórum börnum. Þau eru Ali, sem er níu ára, Kayan, sem er fimm ára, Saja sem er fjögurra ára og Jadin sem er eins árs. Fjölskyldan kom til landsins fyrir rúmum níu mánuðum síðan. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017. Í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Fjölskyldan er ein fimm fjölskyldna hafa fengið lokasynjun hjá kærunefnd útlendingamála og bíða þess að verða endursendar til Grikklands þar sem fjölskyldan hefur fengið alþjóðlega vernd. Bíða samþykkis frá réttum aðila í Grikklandi Sema Erla Serdar, talsmaður fjölkskyldunnar, sagði í tilkynningu í dag að brottvísun hefði verið frestað. Ástæðan væri sú að grísk stjórnvöld segðust ekki geta tekið á móti þeim vegna aðstæðna þar. Útlendingastofnun segir þetta ekki rétt. Síðan hefur Sema uppfært færslu sína á Facebook, slegið varnagla og bætt orðinu „eflaust“ við. „Stoðdeild ríkislögreglustjóra undirbýr nú ferð til Grikklands með fjölskyldu og einstakling, sem var synjað um efnislega meðferð umsókna þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi vegna þess að þau njóta nú þegar alþjóðlegrar verndar í Grikklandi,“ segir í tilkynningunni frá Útlendingastofnun. „Ferðin var á áætlun í þessari viku en hlutaðeigandi hefur verið tilkynnt að hún muni frestast. Samkvæmt upplýsingum frá stoðdeild er ástæðan sú að boðleiðum fyrir endursendingarbeiðnir í grísku stjórnsýslunni hefur verið breytt og því liggur ekki fyrir samþykki frá réttu stjórnvaldi. Endursendingarbeiðni hefur nú þegar verið send þar til bæru stjórnvaldi til afgreiðslu.“ Það sé því ekki rétt að grísk stjórnvöld hafi hafnað því að taka aftur við einstaklingum sem hafi fengið alþjóðleg vernd í Grikklandi vegna aðstæðna þar í landi. Rauði krossinn segir ástandið í Grikklandi óboðlegt Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi mál barnanna á þingi í síðustu viku og skoraði á forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, að forgangsraða upp á nýtt í útlendingamálum. Sagði hún íslenska ríkið, með núverandi ríkisstjórn í broddi fylkingar, ekki ætla að gefa fjölskyldunni neitt val um það hvort hún fái að búa hér á landi. „Ég segi með valdi vegna þess að verklag við brottvísun flóttamanna felur oft í sér að börn eru sótt af lögreglu um miðja nótt til að flytja þau úr landi gegn vilja sínum.“ Þá hefur Rauði krossinn sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ástandið í Grikklandi sé óboðlegt fyrir flóttafólk og hefur það verið svo um nokkurt skeið. „Í ljósi frétta af ástandinu í Grikklandi sl. Daga er ljóst að stjórnvöldum er enn síður stætt á að senda í fyrsta sinn börn og foreldra þeirra út í þessar aðstæður,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Rauða krossins. Flóttamenn Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir brottvísun aftur frestað en nú vegna Grikkja Grikkir segjast ekki geta tekið á móti stjórnvöldum. 10. mars 2020 13:39 Beiðni um endurupptöku í máli íröksku systkinanna hafnað Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni um endurupptöku á máli írakskrar barnafjölskyldu sem til stendur að vísa frá landi. 9. mars 2020 22:51 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar segir ekki rétt að frestun brottvísunar írakskrar barnafjölskyldu til Grikklands sé tilkomin vegna þess að grísk stjórnvöld geti ekki tekið á móti þeim vegna aðstæðna. Ástæðan sé sú að boðleiðum fyrir endursendingarbeiðnir í grísku stjórnsýslunni hafi verið breytt. Því liggi ekki fyrir samþykki frá réttu stjórnvaldi. Endursendingarbeiðni hafi nú þegar verið send á réttan aðila í Grikklandi til afgreiðslu. Fjölskyldan samanstendur af foreldrunum og fjórum börnum. Þau eru Ali, sem er níu ára, Kayan, sem er fimm ára, Saja sem er fjögurra ára og Jadin sem er eins árs. Fjölskyldan kom til landsins fyrir rúmum níu mánuðum síðan. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017. Í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Fjölskyldan er ein fimm fjölskyldna hafa fengið lokasynjun hjá kærunefnd útlendingamála og bíða þess að verða endursendar til Grikklands þar sem fjölskyldan hefur fengið alþjóðlega vernd. Bíða samþykkis frá réttum aðila í Grikklandi Sema Erla Serdar, talsmaður fjölkskyldunnar, sagði í tilkynningu í dag að brottvísun hefði verið frestað. Ástæðan væri sú að grísk stjórnvöld segðust ekki geta tekið á móti þeim vegna aðstæðna þar. Útlendingastofnun segir þetta ekki rétt. Síðan hefur Sema uppfært færslu sína á Facebook, slegið varnagla og bætt orðinu „eflaust“ við. „Stoðdeild ríkislögreglustjóra undirbýr nú ferð til Grikklands með fjölskyldu og einstakling, sem var synjað um efnislega meðferð umsókna þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi vegna þess að þau njóta nú þegar alþjóðlegrar verndar í Grikklandi,“ segir í tilkynningunni frá Útlendingastofnun. „Ferðin var á áætlun í þessari viku en hlutaðeigandi hefur verið tilkynnt að hún muni frestast. Samkvæmt upplýsingum frá stoðdeild er ástæðan sú að boðleiðum fyrir endursendingarbeiðnir í grísku stjórnsýslunni hefur verið breytt og því liggur ekki fyrir samþykki frá réttu stjórnvaldi. Endursendingarbeiðni hefur nú þegar verið send þar til bæru stjórnvaldi til afgreiðslu.“ Það sé því ekki rétt að grísk stjórnvöld hafi hafnað því að taka aftur við einstaklingum sem hafi fengið alþjóðleg vernd í Grikklandi vegna aðstæðna þar í landi. Rauði krossinn segir ástandið í Grikklandi óboðlegt Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi mál barnanna á þingi í síðustu viku og skoraði á forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, að forgangsraða upp á nýtt í útlendingamálum. Sagði hún íslenska ríkið, með núverandi ríkisstjórn í broddi fylkingar, ekki ætla að gefa fjölskyldunni neitt val um það hvort hún fái að búa hér á landi. „Ég segi með valdi vegna þess að verklag við brottvísun flóttamanna felur oft í sér að börn eru sótt af lögreglu um miðja nótt til að flytja þau úr landi gegn vilja sínum.“ Þá hefur Rauði krossinn sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ástandið í Grikklandi sé óboðlegt fyrir flóttafólk og hefur það verið svo um nokkurt skeið. „Í ljósi frétta af ástandinu í Grikklandi sl. Daga er ljóst að stjórnvöldum er enn síður stætt á að senda í fyrsta sinn börn og foreldra þeirra út í þessar aðstæður,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Rauða krossins.
Flóttamenn Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir brottvísun aftur frestað en nú vegna Grikkja Grikkir segjast ekki geta tekið á móti stjórnvöldum. 10. mars 2020 13:39 Beiðni um endurupptöku í máli íröksku systkinanna hafnað Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni um endurupptöku á máli írakskrar barnafjölskyldu sem til stendur að vísa frá landi. 9. mars 2020 22:51 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Segir brottvísun aftur frestað en nú vegna Grikkja Grikkir segjast ekki geta tekið á móti stjórnvöldum. 10. mars 2020 13:39
Beiðni um endurupptöku í máli íröksku systkinanna hafnað Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni um endurupptöku á máli írakskrar barnafjölskyldu sem til stendur að vísa frá landi. 9. mars 2020 22:51