Mikilvægt að ræða veiruna við börn: „Engin ástæða til að vera hrædd eða óttaslegin“ Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2020 14:31 Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Vilhelm Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, hrósaði foreldrum á upplýsingafundi yfirvalda vegna kórónuveirunnar í dag og sagði þá heilt yfir hafa tekið ástandinu af yfirvegun. Öll þau börn sem hafa greinst með veiruna voru í skíðaferðum. Ekkert barn hefur smitast innanlands. „Það er eðlilegt að við höfum áhyggjur af börnunum okkar og sérstaklega á tímum sem þessum,“ sagði Valtýr á fundinum. Hann sagði mikilvægt að ræða ástandið við börn og á því stigi sem þau geta skilið. „Útskýrum fyrir þeim að við séum að reyna að verja okkur gegn þessari veiru. Hins vegar sé engin ástæða til að vera hrædd eða óttaslegin.“ Valtýr sagði Covid-19 hafa haft lítil sem engin áhrif á Barnaspítalann. Engin börn hafi verið lögð inn vegna veirunnar og engin börn hafi þurft að koma í mat vegna hennar. Þau börn sem hafa smitast og eru í einangrun eru samkvæmt Valtýr með lítil einkenni. Haft er samband við þau á hverjum degi og samkvæmt Valtýr hafi það gengið framar vonum. „Það má kannski segja að þessi faraldur sem nú geisar um heiminn er merkilegur fyrir margar sakir en ekki síst vegna þess að börn virðast veikjast síðar en fullorðnir. Þau börn sem veikjast fá vægari einkenni.“ Foreldrum barna með undirliggjandi sjúkdóma sagði Valtýr að fylgja fyrirmælum sem hafa verið gefin út. Best sé þó að forðast aðstæður þar sem hætta er á smiti en að öðru leyti viðhalda eðlilegum lífum, eins og hægt er. Valtýr sagði börn með ákveðna lungna- eða hjartasjúkdóma sem séu alvarlegir séu í hópum sem séu sérstaklega viðkvæmir. Þar sé þó um mjög fá börn að ræða og eru þau undir eftirliti á Barnaspítalanum. Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. 10. mars 2020 13:21 Svona á að haga sér í sóttkví Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera? 10. mars 2020 13:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Sjá meira
Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, hrósaði foreldrum á upplýsingafundi yfirvalda vegna kórónuveirunnar í dag og sagði þá heilt yfir hafa tekið ástandinu af yfirvegun. Öll þau börn sem hafa greinst með veiruna voru í skíðaferðum. Ekkert barn hefur smitast innanlands. „Það er eðlilegt að við höfum áhyggjur af börnunum okkar og sérstaklega á tímum sem þessum,“ sagði Valtýr á fundinum. Hann sagði mikilvægt að ræða ástandið við börn og á því stigi sem þau geta skilið. „Útskýrum fyrir þeim að við séum að reyna að verja okkur gegn þessari veiru. Hins vegar sé engin ástæða til að vera hrædd eða óttaslegin.“ Valtýr sagði Covid-19 hafa haft lítil sem engin áhrif á Barnaspítalann. Engin börn hafi verið lögð inn vegna veirunnar og engin börn hafi þurft að koma í mat vegna hennar. Þau börn sem hafa smitast og eru í einangrun eru samkvæmt Valtýr með lítil einkenni. Haft er samband við þau á hverjum degi og samkvæmt Valtýr hafi það gengið framar vonum. „Það má kannski segja að þessi faraldur sem nú geisar um heiminn er merkilegur fyrir margar sakir en ekki síst vegna þess að börn virðast veikjast síðar en fullorðnir. Þau börn sem veikjast fá vægari einkenni.“ Foreldrum barna með undirliggjandi sjúkdóma sagði Valtýr að fylgja fyrirmælum sem hafa verið gefin út. Best sé þó að forðast aðstæður þar sem hætta er á smiti en að öðru leyti viðhalda eðlilegum lífum, eins og hægt er. Valtýr sagði börn með ákveðna lungna- eða hjartasjúkdóma sem séu alvarlegir séu í hópum sem séu sérstaklega viðkvæmir. Þar sé þó um mjög fá börn að ræða og eru þau undir eftirliti á Barnaspítalanum.
Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. 10. mars 2020 13:21 Svona á að haga sér í sóttkví Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera? 10. mars 2020 13:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. 10. mars 2020 13:21
Svona á að haga sér í sóttkví Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera? 10. mars 2020 13:00