Leikmenn í sóttkví í sömu stöðu og meiddir leikmenn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. mars 2020 12:29 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. vísir/baldur hrafnkell Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að á meðal þess sem ákveðið hafi verið á fundi sérsambanda ÍSÍ með almannavörnum í gær er hvernig skal meðhöndla mál leikmanna sem lenda í sóttkví. „Einstaka leikmenn sem eru í sóttkví falla í sama flokk og meiddir leikmenn eða fjarverandi. Ef heilt lið myndi aftur á móti lenda í sóttkví þá þyrfti að endurmeta stöðuna á ný,“ segir Róbert Geir en á fundinum var ákveðið að starfsemi sambandanna myndi halda óbreytt áfram en eðlilega væri staðan endurmetin daglega. Ef sú staða kemur upp að heilt lið færi í sóttkví þá yrði óhjákvæmilega að fresta leikjum en slík mál yrðu tækluð ef þau kæmu upp. „Það veit enginn hvernig framhaldið verður bæði hér og erlendis. Við lifum á tímum sem eru án fordæma og ekki hægt að vísa í sambærilegar stöður. Það er því áframhaldandi vinna í þessum efnum og verður það næstu vikur.“ Möguleikinn á samkomubanni er auðvitað enn fyrir hendi og þá yrði að spila fyrir tómum húsum eða setja skorður á fjölda áhorfenda. „Ef það verður samkomubann yrði hreyfingin að skoða það í heild sinni með ÍSÍ hvaða leiðir séu færar í þeim efnum,“ segir framkvæmdastjórinn en hefur eitthvað verið rætt hvernig tjón félaganna yrði tæklað ef slíkt bann verður sett á? „Það er ekki hafin vinna í að skoða hvernig það yrði gert og við vitum ekki heldur hvort það sé hægt. Það er eitthvað sem tíminn yrði að leiða í ljós. Það koma upp ný verkefni nánast á hverjum degi og við erum að reyna að feta okkur áfram eins og aðrir á þessum sérstökum tímum sem við nú búum við.“ Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ekkert áhorfendabann á Íslandi ennþá en fleiri fundir framundan Áhorfendum er óhætt að mæta áfram á íþróttaleiki á Íslandi þrátt fyrir kórónuveiruna en þetta er helsta niðurstaðan á samráðsfundi í höfuðstöðvum íslenskra íþrótta í gær. 10. mars 2020 08:00 Goðamótin á Akureyri munu fara fram Þórsarar á Akureyri hafa ákveðið að Goðamótin í knattspyrnu fari fram í Boganum næstu tvær helgar. Krakkar í 5. og 6. flokki í knattspyrnu flykkjast þá norður yfir heiðar þar sem keppt verður í knattspyrnu föstudag, laugardag og sunnudag. 9. mars 2020 21:36 Stóru boltasamböndin með samráðsfund í dag Það er eðlilega uggur innan íþróttahreyfingarinnar vegna kórónuveirunnar enda gæti ástandið haft stór áhrif á íþróttaviðburði hér á landi. 9. mars 2020 11:30 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sjá meira
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að á meðal þess sem ákveðið hafi verið á fundi sérsambanda ÍSÍ með almannavörnum í gær er hvernig skal meðhöndla mál leikmanna sem lenda í sóttkví. „Einstaka leikmenn sem eru í sóttkví falla í sama flokk og meiddir leikmenn eða fjarverandi. Ef heilt lið myndi aftur á móti lenda í sóttkví þá þyrfti að endurmeta stöðuna á ný,“ segir Róbert Geir en á fundinum var ákveðið að starfsemi sambandanna myndi halda óbreytt áfram en eðlilega væri staðan endurmetin daglega. Ef sú staða kemur upp að heilt lið færi í sóttkví þá yrði óhjákvæmilega að fresta leikjum en slík mál yrðu tækluð ef þau kæmu upp. „Það veit enginn hvernig framhaldið verður bæði hér og erlendis. Við lifum á tímum sem eru án fordæma og ekki hægt að vísa í sambærilegar stöður. Það er því áframhaldandi vinna í þessum efnum og verður það næstu vikur.“ Möguleikinn á samkomubanni er auðvitað enn fyrir hendi og þá yrði að spila fyrir tómum húsum eða setja skorður á fjölda áhorfenda. „Ef það verður samkomubann yrði hreyfingin að skoða það í heild sinni með ÍSÍ hvaða leiðir séu færar í þeim efnum,“ segir framkvæmdastjórinn en hefur eitthvað verið rætt hvernig tjón félaganna yrði tæklað ef slíkt bann verður sett á? „Það er ekki hafin vinna í að skoða hvernig það yrði gert og við vitum ekki heldur hvort það sé hægt. Það er eitthvað sem tíminn yrði að leiða í ljós. Það koma upp ný verkefni nánast á hverjum degi og við erum að reyna að feta okkur áfram eins og aðrir á þessum sérstökum tímum sem við nú búum við.“
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ekkert áhorfendabann á Íslandi ennþá en fleiri fundir framundan Áhorfendum er óhætt að mæta áfram á íþróttaleiki á Íslandi þrátt fyrir kórónuveiruna en þetta er helsta niðurstaðan á samráðsfundi í höfuðstöðvum íslenskra íþrótta í gær. 10. mars 2020 08:00 Goðamótin á Akureyri munu fara fram Þórsarar á Akureyri hafa ákveðið að Goðamótin í knattspyrnu fari fram í Boganum næstu tvær helgar. Krakkar í 5. og 6. flokki í knattspyrnu flykkjast þá norður yfir heiðar þar sem keppt verður í knattspyrnu föstudag, laugardag og sunnudag. 9. mars 2020 21:36 Stóru boltasamböndin með samráðsfund í dag Það er eðlilega uggur innan íþróttahreyfingarinnar vegna kórónuveirunnar enda gæti ástandið haft stór áhrif á íþróttaviðburði hér á landi. 9. mars 2020 11:30 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sjá meira
Ekkert áhorfendabann á Íslandi ennþá en fleiri fundir framundan Áhorfendum er óhætt að mæta áfram á íþróttaleiki á Íslandi þrátt fyrir kórónuveiruna en þetta er helsta niðurstaðan á samráðsfundi í höfuðstöðvum íslenskra íþrótta í gær. 10. mars 2020 08:00
Goðamótin á Akureyri munu fara fram Þórsarar á Akureyri hafa ákveðið að Goðamótin í knattspyrnu fari fram í Boganum næstu tvær helgar. Krakkar í 5. og 6. flokki í knattspyrnu flykkjast þá norður yfir heiðar þar sem keppt verður í knattspyrnu föstudag, laugardag og sunnudag. 9. mars 2020 21:36
Stóru boltasamböndin með samráðsfund í dag Það er eðlilega uggur innan íþróttahreyfingarinnar vegna kórónuveirunnar enda gæti ástandið haft stór áhrif á íþróttaviðburði hér á landi. 9. mars 2020 11:30