Langtímanotkun lyfja valdið banaslysum í umferðinni: „Fólk hætti of seint að keyra“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. maí 2020 19:00 Dæmi eru um að langtímanotkun lyfja - sem venjulega eru ekki talin skerða aksturhæfni - hafi valdið alvarlegum slysum og jafnvel banaslysum í umferðinni hér á landi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur óskað eftir því að vakin sé athygli lækna á vandamálinu. Síðustu ár hefur Rannsóknarnefnd samgönguslysa fengið til athugunar banaslys þar sem rekja mátti orsakirnar til þess að ökumennirnir höfðu verið á lyfjum sem slævðu getu þeirra til þess að stjórna ökutæki. Þótt yfirleitt sé um að ræða lyf sem þekkt eru að því að valda skertri ökuhæfni hafa einnig borist mál þar sem hinn látni hefur verið með mjög háa blóðþéttni af lyfjum, sem venjulega eru ekki talin skerða aksturshæfni mikið. „Við lögðum það til að landlæknir tæki það til skoðunar að það séu einhver dæmi þess í þjóðfélaginu að einstaklingur eftir langvarandi notkun lyfja séu komnir með skerta getu til að vinna úr lyfjunum og uppsöfnun á umbrotsefnun geti átt sér stað,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Eitrunargildi af venlafaxíni, algengu þunglyndislyfi sem notað er hér á landi, hafa komið upp í tveimur málum hjá nefndinni upp á síðkastið. Í öðru tilvikinu var um að ræða banaslys. Í fyrra fengu 5395 manns þunglyndislyfinu ávísað og hefur notkun þess aukist nokkuð undanfarin ár. Sævar telur að þetta geti átt við um fleiri lyf, séu þau notuð í lengri tíma. Meðal annars geðlyf. „Eftir því sem við eldumst aukast líkurnar á því að við förum að kljást við ýmis heilsufarsvandamál sem að sum hver, bæði vegna lyfjanotkunar og vandamálsins sjálfs, geta skert hæfni okkar til að stjórna ökutæki. Þannig að hækkandi meðalaldur þjóðarinnar getur orðið til þess að þetta vandamál komi betur í ljós,“ segir Sævar Helgi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa óskaði eftir því að Embætti landlæknis myndi vekja athygli lækna á þessu. „Það getur verið mikilvægt að fylgjast með lyfjanotkun eftir langvarandi notkun að sjá hvort líkaminn sé enn að bregðast við eins og hann gerði í byrjun lyfjameðferðar,“ segir Sævar Helgi. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu slösuðust sautján manns í fyrra vegna aksturs undir áhrifum löglegrar lyfjaneyslu, fimm slösuðust alvarlega. Árið á undan slösuðust 16 manns, fjórir alvarlega og einn lést. Nefndin hefur sent frá sér tillögur til Samgöngustofu um að láta útbúa nýtt vottorðseyðublað sem ökumenn þurfa að fá frá lækni þegar sótt er um endurnýjun ökuréttinda og einnig útbúa nýjar reglur hvernig framfylgja skuli skilyrðum um andlegt og líkamlegt heilbrigði í reglugerð um ökuskírteini. „Það þarf að vera ákveðin vitundarvakning bæði meðal þjóðarinnar og heilbrigðisstarfsfólks að gæta þess að ef grunsemd er um að heilbrigðisástand fólks sé þess eðlis að mögulega ætti að skila inn ökuskírteini og hvíla akstur í einhvern tíma, að það sé þá skoðað betur,“ segir Sævar Helgi. Fylgjast þurfi betur með eldri einstaklingum. „Til eru dæmi þess að fólk hætti of seint að keyra,“ segir Sævar Helgi. Umferðaröryggi Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Dæmi eru um að langtímanotkun lyfja - sem venjulega eru ekki talin skerða aksturhæfni - hafi valdið alvarlegum slysum og jafnvel banaslysum í umferðinni hér á landi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur óskað eftir því að vakin sé athygli lækna á vandamálinu. Síðustu ár hefur Rannsóknarnefnd samgönguslysa fengið til athugunar banaslys þar sem rekja mátti orsakirnar til þess að ökumennirnir höfðu verið á lyfjum sem slævðu getu þeirra til þess að stjórna ökutæki. Þótt yfirleitt sé um að ræða lyf sem þekkt eru að því að valda skertri ökuhæfni hafa einnig borist mál þar sem hinn látni hefur verið með mjög háa blóðþéttni af lyfjum, sem venjulega eru ekki talin skerða aksturshæfni mikið. „Við lögðum það til að landlæknir tæki það til skoðunar að það séu einhver dæmi þess í þjóðfélaginu að einstaklingur eftir langvarandi notkun lyfja séu komnir með skerta getu til að vinna úr lyfjunum og uppsöfnun á umbrotsefnun geti átt sér stað,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Eitrunargildi af venlafaxíni, algengu þunglyndislyfi sem notað er hér á landi, hafa komið upp í tveimur málum hjá nefndinni upp á síðkastið. Í öðru tilvikinu var um að ræða banaslys. Í fyrra fengu 5395 manns þunglyndislyfinu ávísað og hefur notkun þess aukist nokkuð undanfarin ár. Sævar telur að þetta geti átt við um fleiri lyf, séu þau notuð í lengri tíma. Meðal annars geðlyf. „Eftir því sem við eldumst aukast líkurnar á því að við förum að kljást við ýmis heilsufarsvandamál sem að sum hver, bæði vegna lyfjanotkunar og vandamálsins sjálfs, geta skert hæfni okkar til að stjórna ökutæki. Þannig að hækkandi meðalaldur þjóðarinnar getur orðið til þess að þetta vandamál komi betur í ljós,“ segir Sævar Helgi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa óskaði eftir því að Embætti landlæknis myndi vekja athygli lækna á þessu. „Það getur verið mikilvægt að fylgjast með lyfjanotkun eftir langvarandi notkun að sjá hvort líkaminn sé enn að bregðast við eins og hann gerði í byrjun lyfjameðferðar,“ segir Sævar Helgi. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu slösuðust sautján manns í fyrra vegna aksturs undir áhrifum löglegrar lyfjaneyslu, fimm slösuðust alvarlega. Árið á undan slösuðust 16 manns, fjórir alvarlega og einn lést. Nefndin hefur sent frá sér tillögur til Samgöngustofu um að láta útbúa nýtt vottorðseyðublað sem ökumenn þurfa að fá frá lækni þegar sótt er um endurnýjun ökuréttinda og einnig útbúa nýjar reglur hvernig framfylgja skuli skilyrðum um andlegt og líkamlegt heilbrigði í reglugerð um ökuskírteini. „Það þarf að vera ákveðin vitundarvakning bæði meðal þjóðarinnar og heilbrigðisstarfsfólks að gæta þess að ef grunsemd er um að heilbrigðisástand fólks sé þess eðlis að mögulega ætti að skila inn ökuskírteini og hvíla akstur í einhvern tíma, að það sé þá skoðað betur,“ segir Sævar Helgi. Fylgjast þurfi betur með eldri einstaklingum. „Til eru dæmi þess að fólk hætti of seint að keyra,“ segir Sævar Helgi.
Umferðaröryggi Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira