Topplið Evrópu gætu orðið af þremur og hálfum milljarði punda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2020 12:30 Talið er að Borussia Dortmund verði af tveimur og hálfri milljón punda fyrir hvern leik sem liðið leikur fyrir luktum dyrum. EPA-EFE/MARTIN MEISSNER Talið er að topplið evrópskrar knattspyrnu gætu orðið af þremur og hálfum milljarði punda í tekjur vegna kórónufaraldursins. Gerir það um 619 milljarða íslenskra króna. Miðast þessar tölur við að deildarkeppni í Englandi, Spáni, Þýskalandi, Frakklandi og á Ítalíu fari aftur af stað og yfirstandandi leiktímabil klárist í haust. Gangi það ekki eftir er talið að félögin í þessum deildum verði af rúmlega sex milljörðum punda eða yfir billjarð íslenskra króna. BBC greinir frá. Upphæðirnar útskýra af hverju knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur lagt jafn mikla vinnu og raun ber vitni í það að finna lausnir á hvernig megi klára tímabilin í stærstu deildum Evrópu. Þá verður reynt að klára undankeppnir Evrópudeildarinnar og Meistaradeildar Evrópu fyrir október en það gæti reynst þrautin þyngri þar sem enn á eftir að klára báðar þessar keppnir. Annar höfuðverkur UEFA er svo landsleikir en Ísland á til að mynda eftir að spila umspilsleiki um sæti á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Þó það hafi gengið vel að koma á regluverki er varðar prófanir á leikmönnum í Þýskalandi og í stærstu deildum Evrópu þá segir Tim Meyer, yfirmaður læknanefndar UEFA, að það verði hægara sagt en gert að yfirfæra það kerfi á öll 55 aðildarríki sambandsins. Þó svo að deildir víðsvegar um Evrópu fari aftur af stað á komandi vikum þá er samt reiknað með að félög verði af gríðarlegu fjármagni. Borussia Dortmund verður til að mynda af tveimur og hálfri milljón punda fyrir hvern heimaleik sem liðið leikur fyrir luktum dyrum. Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sjá meira
Talið er að topplið evrópskrar knattspyrnu gætu orðið af þremur og hálfum milljarði punda í tekjur vegna kórónufaraldursins. Gerir það um 619 milljarða íslenskra króna. Miðast þessar tölur við að deildarkeppni í Englandi, Spáni, Þýskalandi, Frakklandi og á Ítalíu fari aftur af stað og yfirstandandi leiktímabil klárist í haust. Gangi það ekki eftir er talið að félögin í þessum deildum verði af rúmlega sex milljörðum punda eða yfir billjarð íslenskra króna. BBC greinir frá. Upphæðirnar útskýra af hverju knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur lagt jafn mikla vinnu og raun ber vitni í það að finna lausnir á hvernig megi klára tímabilin í stærstu deildum Evrópu. Þá verður reynt að klára undankeppnir Evrópudeildarinnar og Meistaradeildar Evrópu fyrir október en það gæti reynst þrautin þyngri þar sem enn á eftir að klára báðar þessar keppnir. Annar höfuðverkur UEFA er svo landsleikir en Ísland á til að mynda eftir að spila umspilsleiki um sæti á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Þó það hafi gengið vel að koma á regluverki er varðar prófanir á leikmönnum í Þýskalandi og í stærstu deildum Evrópu þá segir Tim Meyer, yfirmaður læknanefndar UEFA, að það verði hægara sagt en gert að yfirfæra það kerfi á öll 55 aðildarríki sambandsins. Þó svo að deildir víðsvegar um Evrópu fari aftur af stað á komandi vikum þá er samt reiknað með að félög verði af gríðarlegu fjármagni. Borussia Dortmund verður til að mynda af tveimur og hálfri milljón punda fyrir hvern heimaleik sem liðið leikur fyrir luktum dyrum.
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sjá meira