Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. apríl 2020 10:00 Miðbær Reykjavíkur á tímum Covid-19 Vísir/Vilhelm Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, heldur úti hlaðvarpinu Heilsuvarpið. Ragga starfar sem þjálfari og sálfræðingur og skrifar um heilsu hér á Vísi. Á dögunum ræddi hún við Helga Ómarsson en þau eru bæði búsett í Danmörku þar sem hefur verið útgöngubann. Þar ræddu þau um það hvernig hægt sé að „dúndra upp“ ónæmiskerfinu. Þetta getur eflt varnir líkamans, lagað svefn og hjálpað fólki að vera betur í stakk búið til að takast á við kórónuveiruna. Ragga segir að þó að ekki sé alveg hægt að koma í veg fyrir smit sé kannski hægt að fá mögulega vægari einkenni og styttri veikindi. „Það er aragrúi á netinu um alls konar kukl og rugl og snákaolíur, hvað þú átt að gera til þess að losa þig við þessa blessuðu kórónuveiru,“ segir Ragga. Þó að sumt að því sé saklaust þá eru líka skaðleg ráð inn á milli. „Sum ráð eru hreint og beint hættuleg.“ Ragga og Helgi eru bæði með hlaðvörp. Ragga sér um Heilsuvarpið og Helgi er með vinsælt hlaðvarp sem kallast Helgaspjallið.Instagram/Ragga Nagli Svefninn aðalatriðið Hún hvetur fólk til þess að kanna hvort upplýsingarnar sem það fylgir komi frá traustum aðilum og kanni sannleiksgildi ráðanna áður en þeim er fylgt. Minnir hún á að ekki er komin lækning eða bóluefni við veirunni og gæti verið töluverður tími í það. „Það er hægt að gera ýmislegt til að bæta hjá okkur ónæmiskerfið þannig að ef að við fáum veiruna þá erum við fljótari að hrista hana af okkur og kannski getum við verið það hraust að hún bíti ekki á okkur, maður veit ekkert hvernig hún virkar eða hvort að það sé nóg en það er ekkert að því að baktryggja sig. Það eina sem gerist er að við verðum heilbrigðari yfir höfuð.“ Ragga og Helgi ræða meðal annars um vítamín, hreyfingu, mataræði, þarmaflóruna og svefn. Bendir Ragga á að fólk sem sefur fjóra tíma á nóttu er fjórfalt líklegra til að næla sér í sýkingar, kvefpestar og inflúensu en þeir sem sofa sex tíma eða lengur. „Það fyrsta sem við gerum þegar kemur að ónæmiskerfinu er að við hugsum um svefninn, hann er bara númer eitt, tvö og átján þegar kemur að góðu ónæmiskerfi.“ Hún segir að svefninn hafi áhrif á streitu og þar með þarmaflóruna, sem er undirstaða ónæmiskerfisins. Meira um það má heyra í þættinum. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og á helstu efnisveitum eins og Spotify. Pistla Röggu Nagla á Vísi má nálgast HÉR! Hér fyrir neðan má finna nokkur góð ráð frá Röggu á tímum kórónuveiru til að minnka streitu: Eyddu orkunni í að einbeita þér að því sem þú getur stjórnað. Haltu samskiptum við þá sem þú elskar Gefðu þér tíma fyrir næringarríkar máltíðir Bættu svefninn þinn. Reyndu að dimma birtuna í herberginu þínu og sleppa öllum skjátíma í tvær klukkustundir fyrir svefn. Hreyfðu þig og reyndu að svitna aðeins þrisvar til fjórum sinnum í viku Farðu daglega í gönguferð, hlustaðu til dæmis á hljóðbækur og hlaðvörp Mundu að taka tíma fyrir þig, sérstaklega ef þú ert í sóttkví með mörgum öðrum. Leggðu áherslu á hugleiðslu, öndun og þakklæti. Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ragga nagli Tengdar fréttir Coviskubit Þú opnar Facebook. Kórónustatusar blasa við þér. 10. apríl 2020 13:00 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, heldur úti hlaðvarpinu Heilsuvarpið. Ragga starfar sem þjálfari og sálfræðingur og skrifar um heilsu hér á Vísi. Á dögunum ræddi hún við Helga Ómarsson en þau eru bæði búsett í Danmörku þar sem hefur verið útgöngubann. Þar ræddu þau um það hvernig hægt sé að „dúndra upp“ ónæmiskerfinu. Þetta getur eflt varnir líkamans, lagað svefn og hjálpað fólki að vera betur í stakk búið til að takast á við kórónuveiruna. Ragga segir að þó að ekki sé alveg hægt að koma í veg fyrir smit sé kannski hægt að fá mögulega vægari einkenni og styttri veikindi. „Það er aragrúi á netinu um alls konar kukl og rugl og snákaolíur, hvað þú átt að gera til þess að losa þig við þessa blessuðu kórónuveiru,“ segir Ragga. Þó að sumt að því sé saklaust þá eru líka skaðleg ráð inn á milli. „Sum ráð eru hreint og beint hættuleg.“ Ragga og Helgi eru bæði með hlaðvörp. Ragga sér um Heilsuvarpið og Helgi er með vinsælt hlaðvarp sem kallast Helgaspjallið.Instagram/Ragga Nagli Svefninn aðalatriðið Hún hvetur fólk til þess að kanna hvort upplýsingarnar sem það fylgir komi frá traustum aðilum og kanni sannleiksgildi ráðanna áður en þeim er fylgt. Minnir hún á að ekki er komin lækning eða bóluefni við veirunni og gæti verið töluverður tími í það. „Það er hægt að gera ýmislegt til að bæta hjá okkur ónæmiskerfið þannig að ef að við fáum veiruna þá erum við fljótari að hrista hana af okkur og kannski getum við verið það hraust að hún bíti ekki á okkur, maður veit ekkert hvernig hún virkar eða hvort að það sé nóg en það er ekkert að því að baktryggja sig. Það eina sem gerist er að við verðum heilbrigðari yfir höfuð.“ Ragga og Helgi ræða meðal annars um vítamín, hreyfingu, mataræði, þarmaflóruna og svefn. Bendir Ragga á að fólk sem sefur fjóra tíma á nóttu er fjórfalt líklegra til að næla sér í sýkingar, kvefpestar og inflúensu en þeir sem sofa sex tíma eða lengur. „Það fyrsta sem við gerum þegar kemur að ónæmiskerfinu er að við hugsum um svefninn, hann er bara númer eitt, tvö og átján þegar kemur að góðu ónæmiskerfi.“ Hún segir að svefninn hafi áhrif á streitu og þar með þarmaflóruna, sem er undirstaða ónæmiskerfisins. Meira um það má heyra í þættinum. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og á helstu efnisveitum eins og Spotify. Pistla Röggu Nagla á Vísi má nálgast HÉR! Hér fyrir neðan má finna nokkur góð ráð frá Röggu á tímum kórónuveiru til að minnka streitu: Eyddu orkunni í að einbeita þér að því sem þú getur stjórnað. Haltu samskiptum við þá sem þú elskar Gefðu þér tíma fyrir næringarríkar máltíðir Bættu svefninn þinn. Reyndu að dimma birtuna í herberginu þínu og sleppa öllum skjátíma í tvær klukkustundir fyrir svefn. Hreyfðu þig og reyndu að svitna aðeins þrisvar til fjórum sinnum í viku Farðu daglega í gönguferð, hlustaðu til dæmis á hljóðbækur og hlaðvörp Mundu að taka tíma fyrir þig, sérstaklega ef þú ert í sóttkví með mörgum öðrum. Leggðu áherslu á hugleiðslu, öndun og þakklæti.
Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ragga nagli Tengdar fréttir Coviskubit Þú opnar Facebook. Kórónustatusar blasa við þér. 10. apríl 2020 13:00 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira