Óttast að útgöngu- og samkomubann leiði til „flóðbylgju geðkvilla“ Sylvía Hall skrifar 16. maí 2020 15:42 Geðlæknar óttast fólk leiti sér síður hjálpar. Vísir/Getty Geðlæknar í Bretlandi óttast að takmarkanir á samkomum og útgöngubann víða um heim geti leitt til mikillar aukningar í geðsjúkdómum og aðgerðirnar til þess að sporna við kórónuveirufaraldrinum muni hafa verulega neikvæðar afleiðingar á andlega heilsu fólks. Fólk leiti sér síður hjálpar og byrgi vandamálin inni. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að nýleg könnun hafi leitt það í ljós að reglubundnum heimsóknum til geðlækna hefur fækkað en neyðartilfellum fjölgað. Geðlæknar óttist mikið álag þegar takmörkunum verði aflétt þar sem fólk virðist veigra sér við að leita sér hjálpar á meðan mikið álag er á heilbrigðiskerfinu vegna Covid-19. Því er biðlað til fólks að nýta sér þau úrræði sem eru í boði og áréttað að langflestar þjónustur sem sinna geðheilbrigðismálum séu enn starfandi þrátt fyrir skerta þjónustu á mörgum sviðum samfélagsins. Í könnun á vegum geðheilbrigðissamtakanna Rethink Mental Illness kom í ljós að fjöldi fólks taldi geðheilsu sína hafa versnað frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á með miklum þunga. Rútínuleysi hafi leitt til þess að fólk upplifði minna öryggi og ánægju. Mikilvægt að gæta að grunnþörfum Rauði krossinn hefur vakið athygli á andlegri líðan landsmanna á þessum tímum og áréttað mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu. Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á hér á landi hringdu tvöfalt fleiri í Hjálparsíma Rauða krossins og fólk upplifði meiri kvíða. Halldóra Pálsdóttir, forstöðumaður Vinjar fræðslu- og bataseturs Rauða krossins í Reykjavík fyrir fólk með geðraskanir, sagði í skoðanapistli hér á Vísi að andleg heilsa væri ekki síður mikilvæg en handþvottur á tímum Covid-19. Mikil fjölmiðlaumfjöllun gæti valdið kvíða og það væri mikilvægt að vera vakandi fyrir einkennum. „Helstu bjargráðin eru að gæta að grunnþörfunum. Að passa rútínuna, gæta að svefnvenjum, mataræði og hreyfingu og forðast áfengi og tóbak og allt sem deyfir og dregur úr okkur kraft. Að stunda einhverskonar andlega iðkun eins og hugleiðslu, lestur, handavinnu eða hugarvinnu getur verið róandi og jarðtengt okkur og mörgum gagnast einnig vel að hreyfa sig. Fara í kraftmikla göngutúra og anda að sér fersku lofti,“ skrifaði Halldóra. Hún segir félagslega þáttinn mikilvægan og fátt gæti komið í stað mannlegra samskipta. Félagsleg einangrun gæti magnað upp kvíða og fólk með geðraskanir hefði fundið fyrir því. Því væri mikilvægt að leita sér hjálpar. „Það að hafa samband, vera til staðar og hlusta er mögulega eitt það mikilvægasta sem við getum gert fyrir aðrar manneskjur á þessum tímum. Við höfum öll okkar bjargráð og best er að skipuleggja og endurskoða hvernig þau gagnast okkur best.“ Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00 Sameinuðu þjóðirnar hvetja til átaks í geðheilbrigðismálum Sameinuðu þjóðirnar segja að áratuga vanræksla og vanfjármögnum í geðheilbrigðismálum hafi komið fram í dagsljósið á tímum COVID-19 heimsfaraldursins. 14. maí 2020 12:19 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Sjá meira
Geðlæknar í Bretlandi óttast að takmarkanir á samkomum og útgöngubann víða um heim geti leitt til mikillar aukningar í geðsjúkdómum og aðgerðirnar til þess að sporna við kórónuveirufaraldrinum muni hafa verulega neikvæðar afleiðingar á andlega heilsu fólks. Fólk leiti sér síður hjálpar og byrgi vandamálin inni. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að nýleg könnun hafi leitt það í ljós að reglubundnum heimsóknum til geðlækna hefur fækkað en neyðartilfellum fjölgað. Geðlæknar óttist mikið álag þegar takmörkunum verði aflétt þar sem fólk virðist veigra sér við að leita sér hjálpar á meðan mikið álag er á heilbrigðiskerfinu vegna Covid-19. Því er biðlað til fólks að nýta sér þau úrræði sem eru í boði og áréttað að langflestar þjónustur sem sinna geðheilbrigðismálum séu enn starfandi þrátt fyrir skerta þjónustu á mörgum sviðum samfélagsins. Í könnun á vegum geðheilbrigðissamtakanna Rethink Mental Illness kom í ljós að fjöldi fólks taldi geðheilsu sína hafa versnað frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á með miklum þunga. Rútínuleysi hafi leitt til þess að fólk upplifði minna öryggi og ánægju. Mikilvægt að gæta að grunnþörfum Rauði krossinn hefur vakið athygli á andlegri líðan landsmanna á þessum tímum og áréttað mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu. Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á hér á landi hringdu tvöfalt fleiri í Hjálparsíma Rauða krossins og fólk upplifði meiri kvíða. Halldóra Pálsdóttir, forstöðumaður Vinjar fræðslu- og bataseturs Rauða krossins í Reykjavík fyrir fólk með geðraskanir, sagði í skoðanapistli hér á Vísi að andleg heilsa væri ekki síður mikilvæg en handþvottur á tímum Covid-19. Mikil fjölmiðlaumfjöllun gæti valdið kvíða og það væri mikilvægt að vera vakandi fyrir einkennum. „Helstu bjargráðin eru að gæta að grunnþörfunum. Að passa rútínuna, gæta að svefnvenjum, mataræði og hreyfingu og forðast áfengi og tóbak og allt sem deyfir og dregur úr okkur kraft. Að stunda einhverskonar andlega iðkun eins og hugleiðslu, lestur, handavinnu eða hugarvinnu getur verið róandi og jarðtengt okkur og mörgum gagnast einnig vel að hreyfa sig. Fara í kraftmikla göngutúra og anda að sér fersku lofti,“ skrifaði Halldóra. Hún segir félagslega þáttinn mikilvægan og fátt gæti komið í stað mannlegra samskipta. Félagsleg einangrun gæti magnað upp kvíða og fólk með geðraskanir hefði fundið fyrir því. Því væri mikilvægt að leita sér hjálpar. „Það að hafa samband, vera til staðar og hlusta er mögulega eitt það mikilvægasta sem við getum gert fyrir aðrar manneskjur á þessum tímum. Við höfum öll okkar bjargráð og best er að skipuleggja og endurskoða hvernig þau gagnast okkur best.“
Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00 Sameinuðu þjóðirnar hvetja til átaks í geðheilbrigðismálum Sameinuðu þjóðirnar segja að áratuga vanræksla og vanfjármögnum í geðheilbrigðismálum hafi komið fram í dagsljósið á tímum COVID-19 heimsfaraldursins. 14. maí 2020 12:19 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Sjá meira
Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00
Sameinuðu þjóðirnar hvetja til átaks í geðheilbrigðismálum Sameinuðu þjóðirnar segja að áratuga vanræksla og vanfjármögnum í geðheilbrigðismálum hafi komið fram í dagsljósið á tímum COVID-19 heimsfaraldursins. 14. maí 2020 12:19