Skammgóður vermir í Vesturbænum: Eiganda grindverksins langar til þess að vola Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. apríl 2020 13:42 Vesturbæingur nokkur birti mynd af skemmdunum í dag í hverfishópnum Vesturbærinn. Íbúar eru upp til hópa afar ósáttir með skemmdirnar. Fjölmörgum Vesturbæingum er ekki skemmt þessa stundina. Í annað skiptið á fjórum dögum hafa verið unnin skemmdarverk á vegglistaverki á grindverki á Hofsvallagötu. Listaverkið er eftir listamanninn Juan Pictures og er upp úr tölvuleiknum sívinsæla Super Mario. Vísir greindi frá því á annan í páskum að lögregla hefði verið kölluð til vegna konu sem hafði málað yfir Hallgrímskirkju, sem var hluti af listaverkinu. Nú virðist sem spreyjað hafi verið yfir hluta af verkinu. Ólöf Magnúsdóttir, eigandi grindverksins, sagði í samtali við Vísi ótrúlega gaman hve vel fólkið í hverfinu hefði tekið listaverkinu. Málið var tilkynnt til lögreglu á mánudaginn sem ræddi við konuna. Ólöf sagðist ekki ætla að kæra konuna en vonaði til þess að verkið fengi að vera í friði héðan í frá. Listamaðurinn Juan mætti svo til samstundis og lagaði skemmdirnar. Síðan hafa liðið rúmir þrír dagar og aftur hafa verið unnar skemmdir á verkinu. „Lögreglan er búin að koma í dag og við búin að láta vita að við viljum gera eitthvað í málunum núna. Ég veit ekki hver þetta er eða hvað vakir fyrir henni. En mig langar pínu að fara bara að vola núna,“ segir Ólöf í umræðuþræði um málið í hverfishópnum Vesturbærinn á Facebook. Listamaðurinn Juan segist ætla að laga skemmirnar aftur um leið og veður bjóði upp á það. „Ég er tilbúin að laga verkið þúsund sinnum,“ segir Juan. Vesturbæingar skilja hvorki upp né niður í hegðun konunnar. Margir telja augljóst að viðkomandi eigi við veikindi að stríða. Arnar Tómas Valgeirsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, er með kenningu á hnyttnum nótum. „Hún er pottþétt bara bitur Sega Mega eigandi,“ segir Arnar Tómas og vísar til samkeppnisaðila í leikjatölvubransanum. Vesturbæingar virðast upp til hópa ánægðir með listaverkið og hvetja aðra til þess að láta frjáls framlög af hendi renna til listamannsins sem gerði það endurgjaldslaust. Juan var mættur við grindverkið á sjötta tímanum í dag til að gera við skemmdirnar. Hann lýsti stöðunni sem störukeppni. Hann ætlaði ekki að láta skemmdarvarg spilla gleðinni. Hann myndi halda áfram að laga skemmdirnar.Vísir/Kolbeinn TumiSpreyjað hafði verið yfir Hallgrímskirkju og fleira í dag. Vísir/Kolbeinn Tumi Fréttin var uppfærð með myndum af Juan að laga skemmdirnar seinni partinn. Reykjavík Myndlist Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Fjölmörgum Vesturbæingum er ekki skemmt þessa stundina. Í annað skiptið á fjórum dögum hafa verið unnin skemmdarverk á vegglistaverki á grindverki á Hofsvallagötu. Listaverkið er eftir listamanninn Juan Pictures og er upp úr tölvuleiknum sívinsæla Super Mario. Vísir greindi frá því á annan í páskum að lögregla hefði verið kölluð til vegna konu sem hafði málað yfir Hallgrímskirkju, sem var hluti af listaverkinu. Nú virðist sem spreyjað hafi verið yfir hluta af verkinu. Ólöf Magnúsdóttir, eigandi grindverksins, sagði í samtali við Vísi ótrúlega gaman hve vel fólkið í hverfinu hefði tekið listaverkinu. Málið var tilkynnt til lögreglu á mánudaginn sem ræddi við konuna. Ólöf sagðist ekki ætla að kæra konuna en vonaði til þess að verkið fengi að vera í friði héðan í frá. Listamaðurinn Juan mætti svo til samstundis og lagaði skemmdirnar. Síðan hafa liðið rúmir þrír dagar og aftur hafa verið unnar skemmdir á verkinu. „Lögreglan er búin að koma í dag og við búin að láta vita að við viljum gera eitthvað í málunum núna. Ég veit ekki hver þetta er eða hvað vakir fyrir henni. En mig langar pínu að fara bara að vola núna,“ segir Ólöf í umræðuþræði um málið í hverfishópnum Vesturbærinn á Facebook. Listamaðurinn Juan segist ætla að laga skemmirnar aftur um leið og veður bjóði upp á það. „Ég er tilbúin að laga verkið þúsund sinnum,“ segir Juan. Vesturbæingar skilja hvorki upp né niður í hegðun konunnar. Margir telja augljóst að viðkomandi eigi við veikindi að stríða. Arnar Tómas Valgeirsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, er með kenningu á hnyttnum nótum. „Hún er pottþétt bara bitur Sega Mega eigandi,“ segir Arnar Tómas og vísar til samkeppnisaðila í leikjatölvubransanum. Vesturbæingar virðast upp til hópa ánægðir með listaverkið og hvetja aðra til þess að láta frjáls framlög af hendi renna til listamannsins sem gerði það endurgjaldslaust. Juan var mættur við grindverkið á sjötta tímanum í dag til að gera við skemmdirnar. Hann lýsti stöðunni sem störukeppni. Hann ætlaði ekki að láta skemmdarvarg spilla gleðinni. Hann myndi halda áfram að laga skemmdirnar.Vísir/Kolbeinn TumiSpreyjað hafði verið yfir Hallgrímskirkju og fleira í dag. Vísir/Kolbeinn Tumi Fréttin var uppfærð með myndum af Juan að laga skemmdirnar seinni partinn.
Reykjavík Myndlist Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira