Vilja framlengja útgöngubann um þrjár vikur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. apríl 2020 08:25 Matt Hancock, heilbrigðismálaráðherra Bretlands, á blaðamannafundi í gær. EPA Breska ríkisútvarpið BBC kveðst hafa heimildir fyrir því að breska ríkisstjórnin muni brátt tilkynna um þriggja vikna framlengingu á útgöngubanni. Heilbrigðisráðherra landsins Matt Hancock hefur sagt að ótímabært sé að aflétta takmörkunum því Bretland væri ekki enn búið að ná toppnum því staðfestum tilfellum fari enn fjölgandi. Hancock sagði ljóst að veiran yrði hömlulaus ef stjórnvöld myndu aflétta þeim takmörkunum sem settar hafa verið á breskan almenning til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Á sama tíma og Bretar eru sagðir hyggja á framlengingu útgöngubanns er Bandaríkjastjórn að skipuleggja hvernig afléttingu takmarkana verður háttað, þrátt fyrir að flest staðfest tilfelli séu í Bandaríkjunum. Síðasta sólarhringinn létust hátt í 2.600 manns úr Covid-19. Á blaðamannafundi í gær sagðist Bandaríkjaforseti ætla að tilkynna í dag, að loknum fundi með ríkisstjórum, um ákveðnar viðmiðunarreglur sem öll ríki Bandaríkjanna eiga að hafa að leiðarljósi við afléttingu takmarkana. Þá sagði hann einnig að sum ríki gætu aflétt takmarkanir fyrr en önnur. Slæmar fréttir hafa hins vegar borist frá Þýskalandi en 315 manns létust þar úr Covid-19 síðasta sólarhringinn sem er mesti fjöldi dauðsfalla á einum sólarhring frá því veiran barst til Þýskalands. Staðfest tilfelli síðasta sólarhringinn voru 2.866 talsins en alls hafa 130.450 tilfelli verið staðfest í landinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Bretar opna stærstu gjörgæslu heims tveimur vikum eftir að vinna hófst Bretar munu í dag opna nýjan spítala sem er sérstaklega ætlaður til meðferðar á sjúklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 08:54 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Sjá meira
Breska ríkisútvarpið BBC kveðst hafa heimildir fyrir því að breska ríkisstjórnin muni brátt tilkynna um þriggja vikna framlengingu á útgöngubanni. Heilbrigðisráðherra landsins Matt Hancock hefur sagt að ótímabært sé að aflétta takmörkunum því Bretland væri ekki enn búið að ná toppnum því staðfestum tilfellum fari enn fjölgandi. Hancock sagði ljóst að veiran yrði hömlulaus ef stjórnvöld myndu aflétta þeim takmörkunum sem settar hafa verið á breskan almenning til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Á sama tíma og Bretar eru sagðir hyggja á framlengingu útgöngubanns er Bandaríkjastjórn að skipuleggja hvernig afléttingu takmarkana verður háttað, þrátt fyrir að flest staðfest tilfelli séu í Bandaríkjunum. Síðasta sólarhringinn létust hátt í 2.600 manns úr Covid-19. Á blaðamannafundi í gær sagðist Bandaríkjaforseti ætla að tilkynna í dag, að loknum fundi með ríkisstjórum, um ákveðnar viðmiðunarreglur sem öll ríki Bandaríkjanna eiga að hafa að leiðarljósi við afléttingu takmarkana. Þá sagði hann einnig að sum ríki gætu aflétt takmarkanir fyrr en önnur. Slæmar fréttir hafa hins vegar borist frá Þýskalandi en 315 manns létust þar úr Covid-19 síðasta sólarhringinn sem er mesti fjöldi dauðsfalla á einum sólarhring frá því veiran barst til Þýskalands. Staðfest tilfelli síðasta sólarhringinn voru 2.866 talsins en alls hafa 130.450 tilfelli verið staðfest í landinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Bretar opna stærstu gjörgæslu heims tveimur vikum eftir að vinna hófst Bretar munu í dag opna nýjan spítala sem er sérstaklega ætlaður til meðferðar á sjúklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 08:54 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Sjá meira
Bretar opna stærstu gjörgæslu heims tveimur vikum eftir að vinna hófst Bretar munu í dag opna nýjan spítala sem er sérstaklega ætlaður til meðferðar á sjúklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 08:54
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna