Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Kristján Már Unnarsson skrifar 15. apríl 2020 21:18 Frá Reykjanesbraut við Straumsvík. Framundan er að tvöfalda vegarkaflann milli Hvassahrauns og Krýsuvíkurgatnamóta í Hafnarfirði. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vegagerðin býður þessa dagana út hvert verkið á fætur öðru í samræmi við ályktun Alþingis um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem samþykkt var í lok marsmánaðar. „Það eru náttúrlega að fara af stað tvö verk hér rétt í kringum höfuðborgarsvæðið, sem eru við Mosfellsbæ, það sem við köllum Skarhólabraut-Langitangi, og svo eru að fara af stað úrbætur á veginum fyrir neðan Hádegismóana,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri Vegamálastjóri leggur áherslu á að það sé ekki aðeins verið að flýta verktakavinnu heldur einnig hönnunarvinnu á verkfræðistofum. „Við erum náttúrlega líka að horfa til þess, af því að það er sérstaklega verið að horfa til innspýtingar í atvinnulífið, að það sé þá líka til tæknifólks á hönnunarhliðinni. Þannig að það sé ekki bara hjá verktökum. Það er verið að horfa á þetta mjög vítt og breitt.“ Eitt stærsta verkið á flýtilista Alþingis er breikkun Reykjanesbrautar á kaflanum milli Straumsvíkur og Hvassahrauns. En hvenær verður hægt að hefja það verk? „Við sjáum fram á það að bjóða fljótlega út hönnun og umhverfismat. Við sjáum ekki fyrir okkur að framkvæmdir fari af stað fyrr en kannski 2021 í árslok eða í byrjun árs 2022. En það er einfaldlega vegna þess að það er bara vinna framundan við það verk, undirbúningsvinna,“ segir Bergþóra. Hraunið við Straum má telja fagurt og landslag þar viðkvæmt gagnvart raski. Áform vegamálastjóra um að vera kominn þar af stað með framkvæmdir eftir tvö ár eru þannig háð því að enginn gerist sérlegur vinur hraunsins eða verndari landsins og nýti sér kæruleiðir til hins ítrasta. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51 Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. 28. janúar 2020 23:15 Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vegagerðin býður þessa dagana út hvert verkið á fætur öðru í samræmi við ályktun Alþingis um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem samþykkt var í lok marsmánaðar. „Það eru náttúrlega að fara af stað tvö verk hér rétt í kringum höfuðborgarsvæðið, sem eru við Mosfellsbæ, það sem við köllum Skarhólabraut-Langitangi, og svo eru að fara af stað úrbætur á veginum fyrir neðan Hádegismóana,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri Vegamálastjóri leggur áherslu á að það sé ekki aðeins verið að flýta verktakavinnu heldur einnig hönnunarvinnu á verkfræðistofum. „Við erum náttúrlega líka að horfa til þess, af því að það er sérstaklega verið að horfa til innspýtingar í atvinnulífið, að það sé þá líka til tæknifólks á hönnunarhliðinni. Þannig að það sé ekki bara hjá verktökum. Það er verið að horfa á þetta mjög vítt og breitt.“ Eitt stærsta verkið á flýtilista Alþingis er breikkun Reykjanesbrautar á kaflanum milli Straumsvíkur og Hvassahrauns. En hvenær verður hægt að hefja það verk? „Við sjáum fram á það að bjóða fljótlega út hönnun og umhverfismat. Við sjáum ekki fyrir okkur að framkvæmdir fari af stað fyrr en kannski 2021 í árslok eða í byrjun árs 2022. En það er einfaldlega vegna þess að það er bara vinna framundan við það verk, undirbúningsvinna,“ segir Bergþóra. Hraunið við Straum má telja fagurt og landslag þar viðkvæmt gagnvart raski. Áform vegamálastjóra um að vera kominn þar af stað með framkvæmdir eftir tvö ár eru þannig háð því að enginn gerist sérlegur vinur hraunsins eða verndari landsins og nýti sér kæruleiðir til hins ítrasta. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51 Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. 28. janúar 2020 23:15 Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51
Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57
Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. 28. janúar 2020 23:15
Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16