Samþykktu að frysta skuldir fátækustu ríkja heims Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2020 20:24 Mohammed Al-Jadaan, fjármálaráðherra Sádi-Arabíu, tilkynnti um niðurstöðu fjarfundar fjármálaráðherra G20-ríkjanna sem drógst á langinn í dag. Aðgerðirnar eiga að hjálpa fátækustu ríkjum heims að takast á við kórónuveiruheimsfaraldurinn. Vísir/EPA Fjármálaráðherrar G20-ríkjanna samþykktu að frysta afborganir fátækustu ríkja heims af skuldum þeirra út þetta ár vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins á fjarfundi sínum í dag. Hundruð fjármálafyrirtækja fóru í kjölfarið að fordæmi ríkjanna. Frysting skuldanna á að losa um meira en tuttugu milljarða dollara, jafnvirði um 2.870 milljarða íslenskra króna, fyrir fátæku ríkin sem þau geta þá varið í heilbrigðiskerfið og að glíma við faraldurinn, að sögn Mohammed al-Jadaan, fjármálaráðherra Sádi-Arabíu sem stýrði fundi ráðherra G20-ríkjanna að þessu sinni. Ríki sem Alþjóðabankinn og Sameinuðu þjóðirnar skilgreina sem á meðal þeirra fátækustu og vanþróuðustu í heimi eiga rétt á því að fá skuldir sínar frystar svo lengi sem þau hafa verið í skilum við bankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) til þessa, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. AGS varaði við því í gær að heimurinn stæði nú frammi fyrir mesta samdrætti frá því í Kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar vegna heimsfaraldursins. Sjóðurinn spáir því að hagkerfi allra ríkja, bæði iðnríkja og þróunarríkja, muni dragast verulega saman á þessu ári. Hann samþykkti að fella niður skuldir 25 ríkja tímabundið vegna faraldursins í gær. Alþjóðleg samtök fjármálafyrirtækja sem 450 bankar, vogunarsjóðir og önnur fjármálafyrirtæki eiga aðild að segjast ætla að taka þátt í aðgerð G20-ríkjanna að eigin frumkvæði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55 Fellir niður skuldir 25 ríkja vegna baráttunnar við veiruna Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti á fundi sínum í gær að fella niður skuldir 25 ríkja heims til að létta undir með þeim á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisar. 14. apríl 2020 08:38 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fjármálaráðherrar G20-ríkjanna samþykktu að frysta afborganir fátækustu ríkja heims af skuldum þeirra út þetta ár vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins á fjarfundi sínum í dag. Hundruð fjármálafyrirtækja fóru í kjölfarið að fordæmi ríkjanna. Frysting skuldanna á að losa um meira en tuttugu milljarða dollara, jafnvirði um 2.870 milljarða íslenskra króna, fyrir fátæku ríkin sem þau geta þá varið í heilbrigðiskerfið og að glíma við faraldurinn, að sögn Mohammed al-Jadaan, fjármálaráðherra Sádi-Arabíu sem stýrði fundi ráðherra G20-ríkjanna að þessu sinni. Ríki sem Alþjóðabankinn og Sameinuðu þjóðirnar skilgreina sem á meðal þeirra fátækustu og vanþróuðustu í heimi eiga rétt á því að fá skuldir sínar frystar svo lengi sem þau hafa verið í skilum við bankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) til þessa, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. AGS varaði við því í gær að heimurinn stæði nú frammi fyrir mesta samdrætti frá því í Kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar vegna heimsfaraldursins. Sjóðurinn spáir því að hagkerfi allra ríkja, bæði iðnríkja og þróunarríkja, muni dragast verulega saman á þessu ári. Hann samþykkti að fella niður skuldir 25 ríkja tímabundið vegna faraldursins í gær. Alþjóðleg samtök fjármálafyrirtækja sem 450 bankar, vogunarsjóðir og önnur fjármálafyrirtæki eiga aðild að segjast ætla að taka þátt í aðgerð G20-ríkjanna að eigin frumkvæði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55 Fellir niður skuldir 25 ríkja vegna baráttunnar við veiruna Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti á fundi sínum í gær að fella niður skuldir 25 ríkja heims til að létta undir með þeim á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisar. 14. apríl 2020 08:38 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55
Fellir niður skuldir 25 ríkja vegna baráttunnar við veiruna Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti á fundi sínum í gær að fella niður skuldir 25 ríkja heims til að létta undir með þeim á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisar. 14. apríl 2020 08:38