Góður grunnur heimastráka en Lárus skoðar Youtube-myndbönd Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2020 18:00 Lárus Jónsson er nýr þjálfari Þórs Þorlákshöfn en er enn staddur á Akureyri þar sem hann er nýhættur sem þjálfari annars Þórsliðs. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það hafa komið fram rosalega góðir leikmenn þarna og það gerist bara þegar maður er með félag þar sem verið hefur góður stöðugleiki,“ segir Lárus Jónsson, körfuboltaþjálfari, um sitt nýja félag Þór Þorlákshöfn. Lárus heldur nú til Þorlákshafnar eftir að hafa stýrt liði Þórs Akureyri og hann ræddi um nýja starfið við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. „Markmiðið er að koma liðinu í úrslitakeppni. Það er góður grunnur af heimastrákum en það þarf að styrkja liðið með erlendum leikmönnum, og mér finnst vanta breidd í liðið. Markmiðið er alltaf úrslitakeppnin en svo þurfum við að setja nánari markmið þegar nær dregur tímabili, þegar við sjáum hversu vel við getum styrkt liðið okkar og hvernig deildin verður á næsta tímabili,“ segir Lárus. Hann tekur undir að Þorlákshöfn hafi alið af sér marga góða leikmenn og segir það enga tilviljun: „Það er sama fólkið búið að vera mjög lengi í stjórn og allt í frekar föstum skorðum með yngri flokka. Það hafa sömu þjálfarar verið með minniboltann í 10-20 ár og þetta skiptir rosalega miklu máli til að búa til leikmenn.“ Körfuboltatímabilinu lauk fyrr en áætlað var vegna kórónuveirufaraldursins en Þór Akureyri átti enn möguleika á að halda sæti sínu í Domino‘s-deild karla áður en tímabilið var flautað af, og heldur því sæti sínu í deildinni. Þór Þorlákshöfn hafnaði í 9. sæti og nú er það hlutverk Lárusar að búa til lið sem komist getur í úrslitakeppnina næsta vetur. Til þess þarf hann meðal annars að finna réttu erlendu leikmennina. „Núna fer maður bara að tala við strákana sem eru fyrir hjá liðinu. Svo er maður alltaf að skoða þessi Youtube-myndbönd eins og aðrir þjálfarar,“ sagði Lárus léttur, og vísaði til leitarinnar að erlendum leikmönnum. Klippa: Sportið í dag - Nýr þjálfari Þórs í Þorlákshöfn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Lárus frá Þór til Þórs Þór Þ. er búinn að finna nýjan þjálfara fyrir karlalið félagsins í körfubolta. 15. apríl 2020 13:03 Lárus nýtti sér upp uppsagnarákvæði og er hættur með Þór Körfuboltaþjálfarinn Lárus Jónsson er hættur með Þór Akureyri sem leikur í Dominos-deild karla en þetta var tilkynnt á vef félagsins seint í gærkvöldi. 15. apríl 2020 07:26 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
„Það hafa komið fram rosalega góðir leikmenn þarna og það gerist bara þegar maður er með félag þar sem verið hefur góður stöðugleiki,“ segir Lárus Jónsson, körfuboltaþjálfari, um sitt nýja félag Þór Þorlákshöfn. Lárus heldur nú til Þorlákshafnar eftir að hafa stýrt liði Þórs Akureyri og hann ræddi um nýja starfið við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. „Markmiðið er að koma liðinu í úrslitakeppni. Það er góður grunnur af heimastrákum en það þarf að styrkja liðið með erlendum leikmönnum, og mér finnst vanta breidd í liðið. Markmiðið er alltaf úrslitakeppnin en svo þurfum við að setja nánari markmið þegar nær dregur tímabili, þegar við sjáum hversu vel við getum styrkt liðið okkar og hvernig deildin verður á næsta tímabili,“ segir Lárus. Hann tekur undir að Þorlákshöfn hafi alið af sér marga góða leikmenn og segir það enga tilviljun: „Það er sama fólkið búið að vera mjög lengi í stjórn og allt í frekar föstum skorðum með yngri flokka. Það hafa sömu þjálfarar verið með minniboltann í 10-20 ár og þetta skiptir rosalega miklu máli til að búa til leikmenn.“ Körfuboltatímabilinu lauk fyrr en áætlað var vegna kórónuveirufaraldursins en Þór Akureyri átti enn möguleika á að halda sæti sínu í Domino‘s-deild karla áður en tímabilið var flautað af, og heldur því sæti sínu í deildinni. Þór Þorlákshöfn hafnaði í 9. sæti og nú er það hlutverk Lárusar að búa til lið sem komist getur í úrslitakeppnina næsta vetur. Til þess þarf hann meðal annars að finna réttu erlendu leikmennina. „Núna fer maður bara að tala við strákana sem eru fyrir hjá liðinu. Svo er maður alltaf að skoða þessi Youtube-myndbönd eins og aðrir þjálfarar,“ sagði Lárus léttur, og vísaði til leitarinnar að erlendum leikmönnum. Klippa: Sportið í dag - Nýr þjálfari Þórs í Þorlákshöfn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Lárus frá Þór til Þórs Þór Þ. er búinn að finna nýjan þjálfara fyrir karlalið félagsins í körfubolta. 15. apríl 2020 13:03 Lárus nýtti sér upp uppsagnarákvæði og er hættur með Þór Körfuboltaþjálfarinn Lárus Jónsson er hættur með Þór Akureyri sem leikur í Dominos-deild karla en þetta var tilkynnt á vef félagsins seint í gærkvöldi. 15. apríl 2020 07:26 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Lárus frá Þór til Þórs Þór Þ. er búinn að finna nýjan þjálfara fyrir karlalið félagsins í körfubolta. 15. apríl 2020 13:03
Lárus nýtti sér upp uppsagnarákvæði og er hættur með Þór Körfuboltaþjálfarinn Lárus Jónsson er hættur með Þór Akureyri sem leikur í Dominos-deild karla en þetta var tilkynnt á vef félagsins seint í gærkvöldi. 15. apríl 2020 07:26