Virði leikmanna hrunið og spænska deildin gæti orðið áhugamannadeild Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2020 19:00 Aron Pálmarsson leikur með Barcelona en Arnar Freyr, umboðsmaður Arons, óttast að spænska deildin gæti breyst í áhugamannadeild. VÍSIR/GETTY Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður sumra af bestu handboltamönnum heims, segir markaðsvirði leikmanna hafa farið hratt niður á við. Félögin leiti nú að ungum og efnilegum leikmönnum og haldi þeim sem fyrir séu. Efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins bitna mjög á íþróttafélögum enda tekjur af miðasölu engar á meðan á samkomubanni stendur, og styrktaraðilar halda að sér höndum. „Það er búið að vera mjög erfitt að sinna þeim hluta af mínu starfi að finna lið fyrir leikmenn. Menn hafa verið hræddir við ástandið og ekki viljað skuldbinda sig fyrir framtíðina þegar staðan er svona óljós. Ég er því með smááhyggjur af því hvernig þetta mun halda áfram, þrátt fyrir að ég sé í eðli mínu mjög jákvæður maður,“ sagði Arnar Freyr við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið mátti einnig sjá í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Arnar segir félög í Evrópu geta verið fljót að taka við sér þegar hægt verði að hleypa áhorfendum á leiki á nýjan leik, þar sem að tekjustreymi handboltafélaganna sé háðara miðasölu en til dæmis í fótbolta. „Þetta er búið að vera mjög erfitt en Skandinavía er hins vegar betur í stakk búin til að takast á við þetta áfall en til að mynda Frakkland og Spánn. Ég er mjög hræddur um spænsku deildina. Hún gæti farið mjög illa út úr þessu og mögulega bara orðið áhugamannadeild,“ segir Arnar Freyr. Aron Pálmarsson, leikmaður Barcelona, er einn umbjóðenda hans. Mjög erfið staða fyrir samningslausa leikmenn Aðspurður um markaðinn á Íslandi segir umboðsmaðurinn: „Staðan er mjög erfið fyrir leikmenn sem eru samningslausir hér. Markaðsvirði þeirra er búið að fara hratt niður á við þar sem að félögin hafa bara úr minna að moða. Þó eru enn einhver lið sem hafa ágætis fjármagn, sem betur fer, en ég reikna ekki með miklum félagaskiptum í sumar. Ég held að félögin leiti sér mikið frekar að yngri og efnilegri leikmönnum, og reiði sig á þá sem eru fyrir.“ Leikmenn sem ætla að snúa heim í sumar fá sömuleiðis ekki eins spennandi tilboð og þeir hefðu fengið ef kórónveirufaraldurinn hefði ekki sett allt úr skorðum: „Þeir finna sér lið en ég er ekki viss um að það verði á þeim fjárhagsforsendum sem þeir gerðu ráð fyrir í upphafi. Ég er nokkuð viss um að nokkrir leikmenn sem eru að koma heim muni fá töluvert lægri samninga en þeir hefðu fengið ef að ástandið væri skárra.“ Klippa: Sportpakkinn - Virði handboltamanna hrunið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Handbolti Þýski handboltinn Spænski handboltinn Franski handboltinn Sportpakkinn Sportið í dag Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður sumra af bestu handboltamönnum heims, segir markaðsvirði leikmanna hafa farið hratt niður á við. Félögin leiti nú að ungum og efnilegum leikmönnum og haldi þeim sem fyrir séu. Efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins bitna mjög á íþróttafélögum enda tekjur af miðasölu engar á meðan á samkomubanni stendur, og styrktaraðilar halda að sér höndum. „Það er búið að vera mjög erfitt að sinna þeim hluta af mínu starfi að finna lið fyrir leikmenn. Menn hafa verið hræddir við ástandið og ekki viljað skuldbinda sig fyrir framtíðina þegar staðan er svona óljós. Ég er því með smááhyggjur af því hvernig þetta mun halda áfram, þrátt fyrir að ég sé í eðli mínu mjög jákvæður maður,“ sagði Arnar Freyr við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið mátti einnig sjá í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Arnar segir félög í Evrópu geta verið fljót að taka við sér þegar hægt verði að hleypa áhorfendum á leiki á nýjan leik, þar sem að tekjustreymi handboltafélaganna sé háðara miðasölu en til dæmis í fótbolta. „Þetta er búið að vera mjög erfitt en Skandinavía er hins vegar betur í stakk búin til að takast á við þetta áfall en til að mynda Frakkland og Spánn. Ég er mjög hræddur um spænsku deildina. Hún gæti farið mjög illa út úr þessu og mögulega bara orðið áhugamannadeild,“ segir Arnar Freyr. Aron Pálmarsson, leikmaður Barcelona, er einn umbjóðenda hans. Mjög erfið staða fyrir samningslausa leikmenn Aðspurður um markaðinn á Íslandi segir umboðsmaðurinn: „Staðan er mjög erfið fyrir leikmenn sem eru samningslausir hér. Markaðsvirði þeirra er búið að fara hratt niður á við þar sem að félögin hafa bara úr minna að moða. Þó eru enn einhver lið sem hafa ágætis fjármagn, sem betur fer, en ég reikna ekki með miklum félagaskiptum í sumar. Ég held að félögin leiti sér mikið frekar að yngri og efnilegri leikmönnum, og reiði sig á þá sem eru fyrir.“ Leikmenn sem ætla að snúa heim í sumar fá sömuleiðis ekki eins spennandi tilboð og þeir hefðu fengið ef kórónveirufaraldurinn hefði ekki sett allt úr skorðum: „Þeir finna sér lið en ég er ekki viss um að það verði á þeim fjárhagsforsendum sem þeir gerðu ráð fyrir í upphafi. Ég er nokkuð viss um að nokkrir leikmenn sem eru að koma heim muni fá töluvert lægri samninga en þeir hefðu fengið ef að ástandið væri skárra.“ Klippa: Sportpakkinn - Virði handboltamanna hrunið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Handbolti Þýski handboltinn Spænski handboltinn Franski handboltinn Sportpakkinn Sportið í dag Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn