Rússar reiðir yfir fréttum af ótilgreindum dauðsföllum Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2020 11:49 Maður gengur hjá minnisvarða um heilbrigðisstarfsmenn sem hafa dáið vegna Covid-19. AP/Dmitri Lovetsky Yfirvöld Rússlands eru reið yfir fréttum erlendra fjölmiðla yfir því að mun fleiri hafi dáið þar í landi vegna Covdid-19 en opinberar tölur segja til um. Anatoly Antonov, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, sendi nýverið bréf á ritstjórnir New York Times og Financial Times þar sem þess var krafist að fregnir af dauðsföllum í Rússlandi yrðu dregnar til baka. Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði í vikunni að kvartanir yrðu einnig sendar til Harlem Desir, erindreka varðandi frelsi fjölmiðla hjá Mannréttinda- og lýðræðisstofnunar Örygis- og samvinnustofnunar Evrópu, og til Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóra UNESCO. Rússland er það land þar sem næst flestir smitaðir hafa greinst en yfirvöld landsins hafa gefið verulega í varðandi skimun fyrir nýju kórónuveirunni. Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands.AP/Alexander Zemlianichenko Opinberar tölur Rússlands segja minnst 252.245 hafa smitast af veirunni, sem veldur Covid-19, þar í landi og 2.305 hafa dáið. Það er mun minna en í öðrum ríkjum þar sem sambærilega margir hafa smitast. Á Bretlandi hefur til að mynda minnst 234.441 smitast og þar eru 33.693 dánir. Á Spáni hafa 229.540 smitast og 27.231 dáið. Á Ítalíu hafa 223.096 smitast og 31.368 dáið, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans, sem unnar eru úr opinberum gögnum. Í greinum NYT og FT var því haldið fram að með því að bera saman opinberar tölur um hve margir hefðu dáið í Moskvu og St. Pétursborg í apríl og bera það saman við sömu tölur nokkur ár aftur í tímann hafi komið í ljós að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en gefið hefur verið upp. FT sagði gögnin benda til þess að dauðsföll vegna Covid-19 gætu verið 70 prósentum fleiri en gefið hefur verið upp. Zakharova sagði þetta vera falsfréttir og hefur minnst einn þingmaður lagt til að blaðamönnum miðlanna verði meinaður aðgangur að Rússlandi. Zakharova sagði að aðgerðir gegn miðlunum tækju mið af því hvort fréttirnar yrðu dregnar til baka. Þá hafa yfirvöld Rússlands farið fram á að Google loki á þá grein Financial Times sem um ræðir. Russia’s media regulator has asked Google to block news article about FT’s news article on underreporting of Covid death rate. Authorities haven’t gone after FT itself in significant way — yet. But this a stark indication of sensitivity to any hint they are massaging real numbers https://t.co/u1dMaMmKqH— Oliver Carroll (@olliecarroll) May 15, 2020 Í samtali við AP fréttaveituna segir talsmaður NYT að fréttin byggi á opinberum gögnum frá Moskvu. Moscow Times sagði frá því á dögunum að embættismenn í Moskvu hafi sagt fjölmiðlum að rúmlega 60 prósent dauðsfalla vegna Covid-19 í borginni kæmu ekki fram í opinberum tölum. Þó fólk væri smitað af veirunni hefðu dauðsföll þeirra verið sögð af öðrum orsökum. Þungamiðja faraldursins er í Moskvu og á miðvikudaginn höfðu minnst 126.004 smitast og samkvæmt talningu ríkisins höfðu 1.232 dáið. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Yfirvöld Rússlands eru reið yfir fréttum erlendra fjölmiðla yfir því að mun fleiri hafi dáið þar í landi vegna Covdid-19 en opinberar tölur segja til um. Anatoly Antonov, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, sendi nýverið bréf á ritstjórnir New York Times og Financial Times þar sem þess var krafist að fregnir af dauðsföllum í Rússlandi yrðu dregnar til baka. Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði í vikunni að kvartanir yrðu einnig sendar til Harlem Desir, erindreka varðandi frelsi fjölmiðla hjá Mannréttinda- og lýðræðisstofnunar Örygis- og samvinnustofnunar Evrópu, og til Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóra UNESCO. Rússland er það land þar sem næst flestir smitaðir hafa greinst en yfirvöld landsins hafa gefið verulega í varðandi skimun fyrir nýju kórónuveirunni. Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands.AP/Alexander Zemlianichenko Opinberar tölur Rússlands segja minnst 252.245 hafa smitast af veirunni, sem veldur Covid-19, þar í landi og 2.305 hafa dáið. Það er mun minna en í öðrum ríkjum þar sem sambærilega margir hafa smitast. Á Bretlandi hefur til að mynda minnst 234.441 smitast og þar eru 33.693 dánir. Á Spáni hafa 229.540 smitast og 27.231 dáið. Á Ítalíu hafa 223.096 smitast og 31.368 dáið, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans, sem unnar eru úr opinberum gögnum. Í greinum NYT og FT var því haldið fram að með því að bera saman opinberar tölur um hve margir hefðu dáið í Moskvu og St. Pétursborg í apríl og bera það saman við sömu tölur nokkur ár aftur í tímann hafi komið í ljós að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en gefið hefur verið upp. FT sagði gögnin benda til þess að dauðsföll vegna Covid-19 gætu verið 70 prósentum fleiri en gefið hefur verið upp. Zakharova sagði þetta vera falsfréttir og hefur minnst einn þingmaður lagt til að blaðamönnum miðlanna verði meinaður aðgangur að Rússlandi. Zakharova sagði að aðgerðir gegn miðlunum tækju mið af því hvort fréttirnar yrðu dregnar til baka. Þá hafa yfirvöld Rússlands farið fram á að Google loki á þá grein Financial Times sem um ræðir. Russia’s media regulator has asked Google to block news article about FT’s news article on underreporting of Covid death rate. Authorities haven’t gone after FT itself in significant way — yet. But this a stark indication of sensitivity to any hint they are massaging real numbers https://t.co/u1dMaMmKqH— Oliver Carroll (@olliecarroll) May 15, 2020 Í samtali við AP fréttaveituna segir talsmaður NYT að fréttin byggi á opinberum gögnum frá Moskvu. Moscow Times sagði frá því á dögunum að embættismenn í Moskvu hafi sagt fjölmiðlum að rúmlega 60 prósent dauðsfalla vegna Covid-19 í borginni kæmu ekki fram í opinberum tölum. Þó fólk væri smitað af veirunni hefðu dauðsföll þeirra verið sögð af öðrum orsökum. Þungamiðja faraldursins er í Moskvu og á miðvikudaginn höfðu minnst 126.004 smitast og samkvæmt talningu ríkisins höfðu 1.232 dáið.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira