Heimsóknarbann líklega áfram í mánuði en mögulega sund í sumar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. apríl 2020 18:30 Víðir Reynisson á upplýsingafundi dagsins. Lögreglan Tólf greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhring. Alls hafa 889 náð bata og það er í fyrsta skipti sem þeir eru fleiri en þeir sem eru með virkt smit, sem eru 804. Yfirvöld vinna nú að áætlun um það hvernig samkomubanninu verður aflétt og stendur til að kynna þær í vikunni. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að það verði að öllum líkindum gert í þremur til fjórum skrefum. Fyrsta þann 4 maí. „Sérfræðingar eru nokkuð sammála um að það þurfi að líða þrjár til fjórar vikur á milli skrefa til að sjá hvaða áhrif þessar afléttingar hafi á faraldurinn þannig það má reikna með því að þetta verði nokkur skref fram á sumarið sem við munum sjá breytingar í. Þetta mun ekki gerast allt saman 4. maí og við reiknum með tveimur til þremur skrefum eftir það,“ segir Víðir. Þannig verði einhvers konar takmarkanir út sumarið. Þá verði líklega slakað á banninu í öfugri röð miðað við hvernig það hvernig það var sett á. „Og dæmi um það sem er í skoðun er opnun á ýmissi starfsemi sem var lokað í síðustu aðgerð. Það er hugsanleg fjölgun á þeim sem mega koma saman í samkomubannið,“ segir Víðir og bætir við að ólíklegt sé að fjöldi þeirra sem mega koma saman verði færður úr tuttugu í hundrað í fyrstu aðgerðunum. „Frekar eitthvað þar á milli.“ Víðir segir að litið sé til annarra þjóða hvað fjöldann varðar. „Til dæmis í Danmörku er verið að opna leik og grunnskóla í komandi viku. Síðan ætla þeir að fara með samkomubannið sitt úr fimm í tíu um miðjan maí, þannig þjóðir eru greinilega að gera þetta mjög varlega,“ segir Víðir. Heimsóknarbann til viðkvæmustu hópana var með fyrstu takmörkununum sem settar voru á og má því ætla að verði síðast aflétt. „Vonandi fyrr en seinna en ég held að raunhæft sé að horfa á það sem hluta af aðgerðunum þegar komið er inn á sumarið,“ sergir Víðir. Hann telur að fólk komi til með að geta farið í sund í sumar. Heldurðu að það verði aflétt í fyrsta skrefinu ? „Nei mér finnst það ekki líklegt, en það er ekki ómögulegt,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31 Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu dögum Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Sjá meira
Tólf greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhring. Alls hafa 889 náð bata og það er í fyrsta skipti sem þeir eru fleiri en þeir sem eru með virkt smit, sem eru 804. Yfirvöld vinna nú að áætlun um það hvernig samkomubanninu verður aflétt og stendur til að kynna þær í vikunni. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að það verði að öllum líkindum gert í þremur til fjórum skrefum. Fyrsta þann 4 maí. „Sérfræðingar eru nokkuð sammála um að það þurfi að líða þrjár til fjórar vikur á milli skrefa til að sjá hvaða áhrif þessar afléttingar hafi á faraldurinn þannig það má reikna með því að þetta verði nokkur skref fram á sumarið sem við munum sjá breytingar í. Þetta mun ekki gerast allt saman 4. maí og við reiknum með tveimur til þremur skrefum eftir það,“ segir Víðir. Þannig verði einhvers konar takmarkanir út sumarið. Þá verði líklega slakað á banninu í öfugri röð miðað við hvernig það hvernig það var sett á. „Og dæmi um það sem er í skoðun er opnun á ýmissi starfsemi sem var lokað í síðustu aðgerð. Það er hugsanleg fjölgun á þeim sem mega koma saman í samkomubannið,“ segir Víðir og bætir við að ólíklegt sé að fjöldi þeirra sem mega koma saman verði færður úr tuttugu í hundrað í fyrstu aðgerðunum. „Frekar eitthvað þar á milli.“ Víðir segir að litið sé til annarra þjóða hvað fjöldann varðar. „Til dæmis í Danmörku er verið að opna leik og grunnskóla í komandi viku. Síðan ætla þeir að fara með samkomubannið sitt úr fimm í tíu um miðjan maí, þannig þjóðir eru greinilega að gera þetta mjög varlega,“ segir Víðir. Heimsóknarbann til viðkvæmustu hópana var með fyrstu takmörkununum sem settar voru á og má því ætla að verði síðast aflétt. „Vonandi fyrr en seinna en ég held að raunhæft sé að horfa á það sem hluta af aðgerðunum þegar komið er inn á sumarið,“ sergir Víðir. Hann telur að fólk komi til með að geta farið í sund í sumar. Heldurðu að það verði aflétt í fyrsta skrefinu ? „Nei mér finnst það ekki líklegt, en það er ekki ómögulegt,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31 Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu dögum Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Sjá meira
Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31
Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu dögum Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31