Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Kristján Már Unnarsson skrifar 14. maí 2020 22:24 Frumgerð bílsins ekið úr geymslurými á Ásbrú á Keflavíkurflugvelli vegna myndatöku fyrir Stöð 2. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Bíllinn er blanda smárútu og ofurjeppa og er búinn að vera fimmtán ára þróunarverkefni Ara Arnórssonar. Frumgerðinni var fyrst ekið fyrir ári og núna standa vonir til að hann verði fyrsti bíllinn sem fari í raðframleiðslu á Íslandi. Ari Arnórsson, hönnuður bílsins, undir stýri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ef allt gengur upp þá verður þetta fyrsti raðframleiddi íslenski bíllinn, já,“ segir bílahönnuðurinn Ari Arnórsson. Ari segir bílinn byggðan á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðum um hálendið og hannaðan frá grunni út frá þörfum ferðaþjónustu og björgunarsveita. Þessa reynslu Íslendinga vilja bæjaryfirvöld í Sisimiut nýta sér þegar gerð fyrsta þjóðvegar Grænlands, Arctic Circle Road, er að hefjast milli bæjarins og Kangerlussuaq-flugvallar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Til að þróa samgönguverkefnið var í byrjun þessa árs undirritað samkomulag milli sveitarfélagsins Qeqqata, Arctic Circle Carrier, sem Magnús Jónsson, verkfræðingur í Sisimiut, stendur að, og íslenska félagsins Jakar. „Við ætlum að reyna að hefja þessar samgöngur næsta sumar, þannig að við höfum ár í það,“ segir Ari. Vegna fjárskort verður vegurinn í fyrstu aðeins lagður sem slóði í líkingu við íslenska hálendisvegi en Grænlendingar telja svona tæki henta til að flytja ferðamenn allt árið við þær aðstæður sem þar eru. Samkomulag um samgönguverkefnið á Grænlandi var gert í janúar. Frá vinstri Malik Berthelsen, bæjarstjóri Qeqqata, Ari Arnórsson, framkvæmdastjóri Jaka, og Magnús Jónsson, framkvæmdastjóri Arctic Circle Carrier.Mynd/Jakar. „Það er meiningin að afhenda þrjá svona bíla. Þeim gæti fjölgað en þeim fækkar ekki. Þannig að þetta verða að minnsta kosti þrír.“ Þar sem bíllinn er að mestu smíðaður úr áli er hann óvenju léttur en Grænlendingar vilja byggja upp græna ferðamennsku og býðst þeim að fá bíla sem ekið verður á sjálfbærri orkuframleiðslu. „Á íslensku rafmagni, í formi metanóls frá Carbon Recycling,“ segir Ari. Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum á að tryggja þægindi farþega, - upplifunin verði þar af leiðandi eins og að svífa á töfrateppi, segir hann. Svona verða ÍSAR-bílarnir sem smíðaðir verða fyrir Grænland. Þeir verða blanda af smárútu og ofurjeppa.Mynd/Jakar. Helsti fjárfestirinn með Ara er Bílaleigan Geysir en verkefnið hefur einnig notið opinbers stuðnings. „Þessi frumgerð var smíðuð að mestu leyti með stuðningi frá Tækniþróunarsjóði.“ Hlutafélagið heitir Jakar og bíllinn Ísar, - kenndur við Ísland. „Ís. Einn ís, margir ísar,“ segir Ari og sýnir kraftmikið viðbragð bílsins þegar hann tekur af stað. Garðar Vilhjálmsson, Bílaleigunni Geysi, og Ari Arnórsson bílahönnuður við Ísar-bílinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Grænland Bílar Norðurslóðir Tengdar fréttir Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47 Ísar kemur að landsamgöngubótum á Grænlandi Íslenski bílaframleiðandinn Ísar tekur þátt í landsamgönguverkefni á Grænlandi. Jepparnir frá Ísar eru sérhannaðir fyrir samgöngubætur án innviðauppbyggingar. 9. mars 2020 07:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Bíllinn er blanda smárútu og ofurjeppa og er búinn að vera fimmtán ára þróunarverkefni Ara Arnórssonar. Frumgerðinni var fyrst ekið fyrir ári og núna standa vonir til að hann verði fyrsti bíllinn sem fari í raðframleiðslu á Íslandi. Ari Arnórsson, hönnuður bílsins, undir stýri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ef allt gengur upp þá verður þetta fyrsti raðframleiddi íslenski bíllinn, já,“ segir bílahönnuðurinn Ari Arnórsson. Ari segir bílinn byggðan á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðum um hálendið og hannaðan frá grunni út frá þörfum ferðaþjónustu og björgunarsveita. Þessa reynslu Íslendinga vilja bæjaryfirvöld í Sisimiut nýta sér þegar gerð fyrsta þjóðvegar Grænlands, Arctic Circle Road, er að hefjast milli bæjarins og Kangerlussuaq-flugvallar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Til að þróa samgönguverkefnið var í byrjun þessa árs undirritað samkomulag milli sveitarfélagsins Qeqqata, Arctic Circle Carrier, sem Magnús Jónsson, verkfræðingur í Sisimiut, stendur að, og íslenska félagsins Jakar. „Við ætlum að reyna að hefja þessar samgöngur næsta sumar, þannig að við höfum ár í það,“ segir Ari. Vegna fjárskort verður vegurinn í fyrstu aðeins lagður sem slóði í líkingu við íslenska hálendisvegi en Grænlendingar telja svona tæki henta til að flytja ferðamenn allt árið við þær aðstæður sem þar eru. Samkomulag um samgönguverkefnið á Grænlandi var gert í janúar. Frá vinstri Malik Berthelsen, bæjarstjóri Qeqqata, Ari Arnórsson, framkvæmdastjóri Jaka, og Magnús Jónsson, framkvæmdastjóri Arctic Circle Carrier.Mynd/Jakar. „Það er meiningin að afhenda þrjá svona bíla. Þeim gæti fjölgað en þeim fækkar ekki. Þannig að þetta verða að minnsta kosti þrír.“ Þar sem bíllinn er að mestu smíðaður úr áli er hann óvenju léttur en Grænlendingar vilja byggja upp græna ferðamennsku og býðst þeim að fá bíla sem ekið verður á sjálfbærri orkuframleiðslu. „Á íslensku rafmagni, í formi metanóls frá Carbon Recycling,“ segir Ari. Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum á að tryggja þægindi farþega, - upplifunin verði þar af leiðandi eins og að svífa á töfrateppi, segir hann. Svona verða ÍSAR-bílarnir sem smíðaðir verða fyrir Grænland. Þeir verða blanda af smárútu og ofurjeppa.Mynd/Jakar. Helsti fjárfestirinn með Ara er Bílaleigan Geysir en verkefnið hefur einnig notið opinbers stuðnings. „Þessi frumgerð var smíðuð að mestu leyti með stuðningi frá Tækniþróunarsjóði.“ Hlutafélagið heitir Jakar og bíllinn Ísar, - kenndur við Ísland. „Ís. Einn ís, margir ísar,“ segir Ari og sýnir kraftmikið viðbragð bílsins þegar hann tekur af stað. Garðar Vilhjálmsson, Bílaleigunni Geysi, og Ari Arnórsson bílahönnuður við Ísar-bílinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Grænland Bílar Norðurslóðir Tengdar fréttir Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47 Ísar kemur að landsamgöngubótum á Grænlandi Íslenski bílaframleiðandinn Ísar tekur þátt í landsamgönguverkefni á Grænlandi. Jepparnir frá Ísar eru sérhannaðir fyrir samgöngubætur án innviðauppbyggingar. 9. mars 2020 07:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47
Ísar kemur að landsamgöngubótum á Grænlandi Íslenski bílaframleiðandinn Ísar tekur þátt í landsamgönguverkefni á Grænlandi. Jepparnir frá Ísar eru sérhannaðir fyrir samgöngubætur án innviðauppbyggingar. 9. mars 2020 07:00