Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2020 12:31 Hvalurinn í Kollavíkurvatni skammt undan bænum Borgum. Mynd/Vigdís Sigurðardóttir, Borgum. Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, sem tók meðfylgjandi myndir af hvalnum, segist fyrst hafa séð hann á reki í Kollavíkurvatni í fyrradag og hafi hann þá verið dauður. Hún myndaði hann fyrst um tvöleytið á mánudag, en þá var þoka og lélegt skyggni. Hún myndaði hann svo aftur um fjögurleytið sama dag en þá hafði hann rekið nær bænum í Borgum og maraði þar við land. Vigdís bóndi í Borgum náði fyrst þessari mynd af hvalnum á mánudag en þá var þoka og lélegt skyggni.Mynd/Vigdís Sigurðardóttir. Vigdís segir þetta stærðarinnar hval en kveðst ekki þekkja tegundina. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, sem skoðaði myndirnar, er hins vegar viss: „Þetta er búrhvalur.“ Vigdís segir að í morgun hafi hvalshræið sést við Mölina, en svo er sjávarkamburinn kallaður. Hún kvaðst vona að hann ræki aftur út um rennuna, sem myndaðist í illviðri í desember, en Stöð 2 greindi frá því í vetur að stórt skarð hefði þá rofnað í sjávarkambinn. Sjá nánar hér: Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Frá Kollavík og Kollavíkurvatni. Bærinn Borgir og Viðarfjall til hægri. Fjær sést yfir Þistilfjörð í Gunnólfsvíkurfjall og Þórshöfn. Fyrir miðri mynd sést hvernig malarkamburinn skilur stöðuvatnið frá sjónum.Mynd/Álfhildur Eiríksdóttir. Þá vaknaði sú spurning hvort Kollavíkurvatn teldist ekki lengur stöðuvatn heldur hefði breyst í sjávarlón. Vigdís kvaðst þó í morgun enn líta á það sem stöðuvatn, rennan sem myndaðist í vetur hefði verið að breytast á undanförnum vikum, en það myndi skýrast með tíð og tíma hvernig það þróaðist. Búrhvalur er stærsti tannhvalurinn og telst þannig stærsta rándýr jarðar. Á wikipedia má lesa að tarfar geti náð 15-20 metra lengd og eru 45 til 57 tonn á þyngd. Kýrnar verði 11-13 metra langar og geti orðið um 20 tonn á þyngd. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í janúar um breytinguna á Kollavíkurvatni: Óveður 10. og 11. desember 2019 Svalbarðshreppur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira
Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, sem tók meðfylgjandi myndir af hvalnum, segist fyrst hafa séð hann á reki í Kollavíkurvatni í fyrradag og hafi hann þá verið dauður. Hún myndaði hann fyrst um tvöleytið á mánudag, en þá var þoka og lélegt skyggni. Hún myndaði hann svo aftur um fjögurleytið sama dag en þá hafði hann rekið nær bænum í Borgum og maraði þar við land. Vigdís bóndi í Borgum náði fyrst þessari mynd af hvalnum á mánudag en þá var þoka og lélegt skyggni.Mynd/Vigdís Sigurðardóttir. Vigdís segir þetta stærðarinnar hval en kveðst ekki þekkja tegundina. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, sem skoðaði myndirnar, er hins vegar viss: „Þetta er búrhvalur.“ Vigdís segir að í morgun hafi hvalshræið sést við Mölina, en svo er sjávarkamburinn kallaður. Hún kvaðst vona að hann ræki aftur út um rennuna, sem myndaðist í illviðri í desember, en Stöð 2 greindi frá því í vetur að stórt skarð hefði þá rofnað í sjávarkambinn. Sjá nánar hér: Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Frá Kollavík og Kollavíkurvatni. Bærinn Borgir og Viðarfjall til hægri. Fjær sést yfir Þistilfjörð í Gunnólfsvíkurfjall og Þórshöfn. Fyrir miðri mynd sést hvernig malarkamburinn skilur stöðuvatnið frá sjónum.Mynd/Álfhildur Eiríksdóttir. Þá vaknaði sú spurning hvort Kollavíkurvatn teldist ekki lengur stöðuvatn heldur hefði breyst í sjávarlón. Vigdís kvaðst þó í morgun enn líta á það sem stöðuvatn, rennan sem myndaðist í vetur hefði verið að breytast á undanförnum vikum, en það myndi skýrast með tíð og tíma hvernig það þróaðist. Búrhvalur er stærsti tannhvalurinn og telst þannig stærsta rándýr jarðar. Á wikipedia má lesa að tarfar geti náð 15-20 metra lengd og eru 45 til 57 tonn á þyngd. Kýrnar verði 11-13 metra langar og geti orðið um 20 tonn á þyngd. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í janúar um breytinguna á Kollavíkurvatni:
Óveður 10. og 11. desember 2019 Svalbarðshreppur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira