Kane styður hetjurnar í fremstu víglínu gegn faraldrinum og sitt gamla félag Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2020 19:30 Harry Kane með nýju aðalliðstreyju Leyton Orient. TWITTER/@HKANE Harry Kane, landsliðsfyrirliði Englands í fótbolta, er mikið gæðablóð ef mið er tekið af ákvörðun hans um að sýna heilbrigðisstarfsfólki stuðning og styrkja um leið sitt gamla félag Leyton Orient. Kane, sem er 26 ára gamall og hefur raðað inn mörkum fyrir Tottenham síðustu ár, lék sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Leyton Orient árið 2011. Hann hefur nú keypt auglýsingu framan á búningum Orient fyrir næstu leiktíð. Kane hefur svo ákveðið að á aðalbúningi Orient verði kveðja til heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem staðið hafa í fremstu víglínu í baráttunni gegn kórónuveirunni. Á varabúningunum tveimur verða auglýsingar fyrir annars vegar barnaspítala og hins vegar góðgerðafélag sem vinnur að bættri andlegri heilsu. Very proud to announce that I'm supporting the club that gave me my first pro start and three amazing causes by sponsoring @leytonorientfc's shirts for the 2020/21 season. pic.twitter.com/hTh1M7xNf3— Harry Kane (@HKane) May 14, 2020 Orient mun láta 10 prósent tekna af seldum treyjum renna til þessara góðgerðamála. „Ég er fæddur og uppalinn nokkrum mílum frá heimavelli Orient og ég er mjög ánægður með að fá tækifæri til að gefa eitthvað til baka til félagsins sem gaf mér fyrsta tækifærið sem atvinnumaður. Þetta gefur mér líka færi á að þakka kærlega þeim hetjum sem staðið hafa í fremstu víglínu, og góðgerðafélögum sem hjálpa og styðja við fólk á þessum erfiðu tímum,“ sagði Kane. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Bretland Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Harry Kane, landsliðsfyrirliði Englands í fótbolta, er mikið gæðablóð ef mið er tekið af ákvörðun hans um að sýna heilbrigðisstarfsfólki stuðning og styrkja um leið sitt gamla félag Leyton Orient. Kane, sem er 26 ára gamall og hefur raðað inn mörkum fyrir Tottenham síðustu ár, lék sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Leyton Orient árið 2011. Hann hefur nú keypt auglýsingu framan á búningum Orient fyrir næstu leiktíð. Kane hefur svo ákveðið að á aðalbúningi Orient verði kveðja til heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem staðið hafa í fremstu víglínu í baráttunni gegn kórónuveirunni. Á varabúningunum tveimur verða auglýsingar fyrir annars vegar barnaspítala og hins vegar góðgerðafélag sem vinnur að bættri andlegri heilsu. Very proud to announce that I'm supporting the club that gave me my first pro start and three amazing causes by sponsoring @leytonorientfc's shirts for the 2020/21 season. pic.twitter.com/hTh1M7xNf3— Harry Kane (@HKane) May 14, 2020 Orient mun láta 10 prósent tekna af seldum treyjum renna til þessara góðgerðamála. „Ég er fæddur og uppalinn nokkrum mílum frá heimavelli Orient og ég er mjög ánægður með að fá tækifæri til að gefa eitthvað til baka til félagsins sem gaf mér fyrsta tækifærið sem atvinnumaður. Þetta gefur mér líka færi á að þakka kærlega þeim hetjum sem staðið hafa í fremstu víglínu, og góðgerðafélögum sem hjálpa og styðja við fólk á þessum erfiðu tímum,“ sagði Kane.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Bretland Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira