Rúm sex ára sonarins alelda þegar þau vöknuðu: „Aldrei geyma eldfæri þar sem börn ná til“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. maí 2020 19:00 Ungt par með tvö börn og annað á leiðinni missti á dögunum allar sínar eigur eftir að eldur kom upp í íbúð þeirra. Þau biðla til barnafólks að ganga tryggilega frá eldfærum í læstum skápum. Upp úr klukkan átta um morgunninn síðast liðinn sunnudag voru þau Sigrún Líndal og Ásgeir Falk vakin af föður Ásgeirs, sem hafði búið með þeim um tíma. Þá var kominn mikill eldur í svefnherbergi sex ára gamals sonar þeirra. „Það var bara alelda, eina sem maður sér er bara eldur og rúmið allt í báli og fyrsta sem ég sé eru útlínur þarna inni og ég held að það sé strákurinn minn því ég sá hann hvergi þarna í kring. En síðan kemur hann þarna á milli okkar og hjartað fór að slá aftur,“ segir Ásgeir. Misstu allar eigur sínar Sonurinn, sem er sex ára, hafði fundið kveikjara, sem líktist dóti og kveikt í blaði inni í herberginu sínu. Hann náði þó að koma sér út úr herberginu í tæka tíð og allir komust út úr íbúðinni ómeiddir, einnig 2 ára sonur þeirra. Íbúðin er gjörónýt og allar eigur þeirra líka. „Öll raftæki sem maður er búin að kaupa, öll fötin okkar, allt dótið hjá strákunum, rúmin þeirra, giftingargjafir,“ segir Sigrún og bætir við að einnig hafi þau misst teikningar eftir strákana sína og aðrar persónulegar eigur. Íbúðin sem fjölskyldan bjó í var á þriðju hæð í fjölbýlishúsi í Grafarvogivísir/sigurjón Kenna sjálfum sér um Þau eru með innbústryggingu en hafa enn ekki fengið upplýsingar um hve mikið þau fá bætt. Þá hafa þau fengið mikla hjálp frá ýmsum aðilum og er mjög þakklát. Félagsbústaðir eiga íbúðina og er nú unnið að því að finna nýtt heimili handa þeim. Þau dvelja á hóteli á meðan. Sigrún er ófrísk og eiga þau von á barni í september. Næstu mánuðir fara í að safna í búið á ný. „Eldri strákurinn er niðurdreginn, þetta hefur tekið mikið á hann,“ segir Ásgeir. Þau hafi þó gert honum ljóst að þetta sé alls ekki honum að kenna. Þau kenna sjálfum sér í raun um og vilja vekja athygli á því hve hættulegt það geti verið ef börn komast í eldfæri. Áttu eftir að kaupa batterí í reykskynjarann „Við gerðum þau mistök að geyma þetta lengst inn á borðinu hjá okkur en hann náði samt í það. Krakkar eru mjög klókir í að ná í það sem þau vilja“ segir Ásgeir. „Sama hvað það er, bara aldrei geyma þar sem börn geta náð til,“ bætir Sigrún við. „Hvorki eldspýtur, kveikjara né kerti.“ Þá höfðu þau nýlega tekið batteríin úr reykskynjaranum þar sem hann var byrjaður að gefa frá sér hljóð sem merki um að batterí vandaði. Það var næst á dagskrá að kaupa ný batterí. „Það eru stærstu mistök sem þú getur gert, því ef pabbi minn hefði ekki verið þarna þá er mjög líklegt að við værum ekki hérna í dag,“ segir Ásgeir. Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Fjölbýlishús rýmt vegna elds í svefnherbergi Fjölbýlishús í Húsahverfi Grafarvogs var rýmt í morgun eftir að eldur kom upp í svefnherbergi í íbúð á þriðju hæð. Íbúar í íbúðinni voru fluttur á slysadeild til skoðunar. 10. maí 2020 09:59 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Ungt par með tvö börn og annað á leiðinni missti á dögunum allar sínar eigur eftir að eldur kom upp í íbúð þeirra. Þau biðla til barnafólks að ganga tryggilega frá eldfærum í læstum skápum. Upp úr klukkan átta um morgunninn síðast liðinn sunnudag voru þau Sigrún Líndal og Ásgeir Falk vakin af föður Ásgeirs, sem hafði búið með þeim um tíma. Þá var kominn mikill eldur í svefnherbergi sex ára gamals sonar þeirra. „Það var bara alelda, eina sem maður sér er bara eldur og rúmið allt í báli og fyrsta sem ég sé eru útlínur þarna inni og ég held að það sé strákurinn minn því ég sá hann hvergi þarna í kring. En síðan kemur hann þarna á milli okkar og hjartað fór að slá aftur,“ segir Ásgeir. Misstu allar eigur sínar Sonurinn, sem er sex ára, hafði fundið kveikjara, sem líktist dóti og kveikt í blaði inni í herberginu sínu. Hann náði þó að koma sér út úr herberginu í tæka tíð og allir komust út úr íbúðinni ómeiddir, einnig 2 ára sonur þeirra. Íbúðin er gjörónýt og allar eigur þeirra líka. „Öll raftæki sem maður er búin að kaupa, öll fötin okkar, allt dótið hjá strákunum, rúmin þeirra, giftingargjafir,“ segir Sigrún og bætir við að einnig hafi þau misst teikningar eftir strákana sína og aðrar persónulegar eigur. Íbúðin sem fjölskyldan bjó í var á þriðju hæð í fjölbýlishúsi í Grafarvogivísir/sigurjón Kenna sjálfum sér um Þau eru með innbústryggingu en hafa enn ekki fengið upplýsingar um hve mikið þau fá bætt. Þá hafa þau fengið mikla hjálp frá ýmsum aðilum og er mjög þakklát. Félagsbústaðir eiga íbúðina og er nú unnið að því að finna nýtt heimili handa þeim. Þau dvelja á hóteli á meðan. Sigrún er ófrísk og eiga þau von á barni í september. Næstu mánuðir fara í að safna í búið á ný. „Eldri strákurinn er niðurdreginn, þetta hefur tekið mikið á hann,“ segir Ásgeir. Þau hafi þó gert honum ljóst að þetta sé alls ekki honum að kenna. Þau kenna sjálfum sér í raun um og vilja vekja athygli á því hve hættulegt það geti verið ef börn komast í eldfæri. Áttu eftir að kaupa batterí í reykskynjarann „Við gerðum þau mistök að geyma þetta lengst inn á borðinu hjá okkur en hann náði samt í það. Krakkar eru mjög klókir í að ná í það sem þau vilja“ segir Ásgeir. „Sama hvað það er, bara aldrei geyma þar sem börn geta náð til,“ bætir Sigrún við. „Hvorki eldspýtur, kveikjara né kerti.“ Þá höfðu þau nýlega tekið batteríin úr reykskynjaranum þar sem hann var byrjaður að gefa frá sér hljóð sem merki um að batterí vandaði. Það var næst á dagskrá að kaupa ný batterí. „Það eru stærstu mistök sem þú getur gert, því ef pabbi minn hefði ekki verið þarna þá er mjög líklegt að við værum ekki hérna í dag,“ segir Ásgeir.
Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Fjölbýlishús rýmt vegna elds í svefnherbergi Fjölbýlishús í Húsahverfi Grafarvogs var rýmt í morgun eftir að eldur kom upp í svefnherbergi í íbúð á þriðju hæð. Íbúar í íbúðinni voru fluttur á slysadeild til skoðunar. 10. maí 2020 09:59 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Fjölbýlishús rýmt vegna elds í svefnherbergi Fjölbýlishús í Húsahverfi Grafarvogs var rýmt í morgun eftir að eldur kom upp í svefnherbergi í íbúð á þriðju hæð. Íbúar í íbúðinni voru fluttur á slysadeild til skoðunar. 10. maí 2020 09:59