Nokkrar konur sem beittar eru heimilisofbeldi telja sig fastar á heimilinu með börnin Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. apríl 2020 19:00 Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Nokkur dæmi eru um að konur, sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi og leitað til Bjarkarhlíðar, telji sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna covid-faraldursins. Þeim þyki ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. Rannsóknir og reynsla þeirra sem starfa með þolendum heimilisofbeldis sýna að í tíð eins og nú er sé hætta á að heimilisofbeldi verði tíðara og hættulegra. Mikið að gera hjá Bjarkarhlíð Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur starfsfólks vart undan við að svara símtölum þessa dagana. Verkefnastýra hefur miklar áhyggjur af ástandinu. Engin starfsemi er í húsinu en starfsmenn veita ráðgjöf í gegn um síma. „Konur hafa þurft að koma sér út úr húsi, búa til ástæðu til að fara að heiman og fara út í bíl eða búð eða út að ganga með hundinn, til að geta tekið þessi símtöl til að geta fengið stuðninginn,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar. Hún segir nú talsvert um að fólk, sem áður hefur reynt að fara úr ofbeldissambandi en hefur farið aftur til baka, hafi samband. „Þetta eru svona sambönd sem að svona ástand eykur spennuna í og gerir í raun og veru aðstæðurnar hættulegri,“ segir Ragna. Svara neyðarsíma allan sólarhringinn Tveir eru nú í gæsluvarðahaldi í tveimur aðskildum málum: Karlamaður á sextugsaldri grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana á heimili þeirra í Sandgerði á dögunum og karlmaður um þrítugt sem er grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana á heimili hennar í Hafnarfirði aðfaranótt mánudags. „Fyrir okkur sem störfum í þessum málaflokki er það náttúrulega gríðarlegt áfall að það hafi komið upp þessi aðstaða þegar sem fólk deyr af völdum heimilisofbeldis. Þetta er þó raunveruleiki sem við vinnum alltaf með,“ segir Ragna. Til að bregðast við ástandinu hefur verið ákveðið að hafa opið fyrir símsvörun allan sólarhringinn hjá Bjarkarhlíð um páskana. Meira verið að ögra, ógna og hóta Ragna segir að þeir sem hafi hringt inn síðustu daga hafi áhyggjur af ástandinu sem skapast hefur á heimilinu. „Það eru meiri spenna, það er meira verið að ögra, ógna eða hóta,“ segir Ragna. „Þetta er olía á eldinn, þetta ástand.“ Sumir myndu vilja koma sér úr aðstæðunum en telja sig ekki hafa stað til að fara vegna faraldursins að sögn Rögnu. Kvennaathvarfið sé alltaf opið en það sé stórt skref að stíga fyrir sumar konur. „Við höfum fengið meira en þrjú mál þar sem konur eru fastar heima út af heimilisofbeldi, þær eru með börn og í flóknum aðstæðum og treysta sér ekki í Kvennaathvarfið,“ segir Ragna. Samkvæmt upplýsingum frá Kvennaathvarfinu er nú öll áhersla lögð á að reyna finna lausnir fyrir allar konur sem þangað leita vegna ofbeldis á þessum sérstöku tímum. Neyðarsími Bjarkarhlíðar um páskahelgina er 664-8321 og verður svarað í hann allan sólarhringinn. Einnig má senda tölvupóst á bjarkarhlid@bjarkarhlid.is. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30 Grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana Karlmaður um þrítugt var í gærkvöldi útskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa orðið móður sinni að bana. Banameinið er talið vera hnífstunga. 7. apríl 2020 10:07 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:29 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Nokkur dæmi eru um að konur, sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi og leitað til Bjarkarhlíðar, telji sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna covid-faraldursins. Þeim þyki ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. Rannsóknir og reynsla þeirra sem starfa með þolendum heimilisofbeldis sýna að í tíð eins og nú er sé hætta á að heimilisofbeldi verði tíðara og hættulegra. Mikið að gera hjá Bjarkarhlíð Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur starfsfólks vart undan við að svara símtölum þessa dagana. Verkefnastýra hefur miklar áhyggjur af ástandinu. Engin starfsemi er í húsinu en starfsmenn veita ráðgjöf í gegn um síma. „Konur hafa þurft að koma sér út úr húsi, búa til ástæðu til að fara að heiman og fara út í bíl eða búð eða út að ganga með hundinn, til að geta tekið þessi símtöl til að geta fengið stuðninginn,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar. Hún segir nú talsvert um að fólk, sem áður hefur reynt að fara úr ofbeldissambandi en hefur farið aftur til baka, hafi samband. „Þetta eru svona sambönd sem að svona ástand eykur spennuna í og gerir í raun og veru aðstæðurnar hættulegri,“ segir Ragna. Svara neyðarsíma allan sólarhringinn Tveir eru nú í gæsluvarðahaldi í tveimur aðskildum málum: Karlamaður á sextugsaldri grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana á heimili þeirra í Sandgerði á dögunum og karlmaður um þrítugt sem er grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana á heimili hennar í Hafnarfirði aðfaranótt mánudags. „Fyrir okkur sem störfum í þessum málaflokki er það náttúrulega gríðarlegt áfall að það hafi komið upp þessi aðstaða þegar sem fólk deyr af völdum heimilisofbeldis. Þetta er þó raunveruleiki sem við vinnum alltaf með,“ segir Ragna. Til að bregðast við ástandinu hefur verið ákveðið að hafa opið fyrir símsvörun allan sólarhringinn hjá Bjarkarhlíð um páskana. Meira verið að ögra, ógna og hóta Ragna segir að þeir sem hafi hringt inn síðustu daga hafi áhyggjur af ástandinu sem skapast hefur á heimilinu. „Það eru meiri spenna, það er meira verið að ögra, ógna eða hóta,“ segir Ragna. „Þetta er olía á eldinn, þetta ástand.“ Sumir myndu vilja koma sér úr aðstæðunum en telja sig ekki hafa stað til að fara vegna faraldursins að sögn Rögnu. Kvennaathvarfið sé alltaf opið en það sé stórt skref að stíga fyrir sumar konur. „Við höfum fengið meira en þrjú mál þar sem konur eru fastar heima út af heimilisofbeldi, þær eru með börn og í flóknum aðstæðum og treysta sér ekki í Kvennaathvarfið,“ segir Ragna. Samkvæmt upplýsingum frá Kvennaathvarfinu er nú öll áhersla lögð á að reyna finna lausnir fyrir allar konur sem þangað leita vegna ofbeldis á þessum sérstöku tímum. Neyðarsími Bjarkarhlíðar um páskahelgina er 664-8321 og verður svarað í hann allan sólarhringinn. Einnig má senda tölvupóst á bjarkarhlid@bjarkarhlid.is.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30 Grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana Karlmaður um þrítugt var í gærkvöldi útskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa orðið móður sinni að bana. Banameinið er talið vera hnífstunga. 7. apríl 2020 10:07 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:29 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30
Grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana Karlmaður um þrítugt var í gærkvöldi útskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa orðið móður sinni að bana. Banameinið er talið vera hnífstunga. 7. apríl 2020 10:07
Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:29