Varar við því að fólk kaupi mótefnamælingar á netinu Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2020 14:55 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Lögreglan Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar fólk við því að gangast undir vafasamar mótefnamælingar. Á upplýsingafundinum í dag sagði hann mikið vera um það að aðilar séu að bjóða fólki að kaupa mótefnamælingar, ýmist sem heimapróf eða á rannsóknarstofu. Með mótefnamælingu er yfirleitt átt við um blóðpróf sem er ætlað að sýna hvort fólk hafi mótefni gegn kórónuveirunni og hafi þar með sýkst af henni á einhverjum tímapunkti. Til stendur að hefja þannig mælingar þegar faraldurinn er kominn í rénun en Þórólfur mælir sterklega gegn því að fólk leitist eftir því að fara í slíkar mælingar í millitíðinni. „Ég vil vara við því að menn fari að kaupa einhver svona próf á netinu. Þau eru oft ekkert mjög áreiðanleg, ekkert á bak við þau og geta þannig gefið villandi niðurstöður.“ Slík próf þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði og gæðastaðla ásamt því að vera örugg og áreiðanleg. Hann segir að embætti landlæknis þurfi að taka slík próf til umfjöllunar áður en notkun þeirra sé leyfð og eru þau sömuleiðis háð samþykki heilbrigðisráðherra. „Við verðum að hafa áreiðanlegar rannsóknarstofur og aðila til að ábyrgjast þessi próf þegar við förum að nota þau. Þau eru ekki komin í notkun hér enn þá.“ Þórólfur sagði á fundinum að ekki fengust marktækar niðurstöður úr víðtækum mótefnamælingum fyrr en að faraldurinn væri kominn í rénun. Vonast er til þess að það fari að gerast í og upp úr miðjum aprílmánuði og munu slíkar prófanir að hans sögn hugsanlega fara fram á vegum heilbrigðisyfirvalda upp úr því. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar fólk við því að gangast undir vafasamar mótefnamælingar. Á upplýsingafundinum í dag sagði hann mikið vera um það að aðilar séu að bjóða fólki að kaupa mótefnamælingar, ýmist sem heimapróf eða á rannsóknarstofu. Með mótefnamælingu er yfirleitt átt við um blóðpróf sem er ætlað að sýna hvort fólk hafi mótefni gegn kórónuveirunni og hafi þar með sýkst af henni á einhverjum tímapunkti. Til stendur að hefja þannig mælingar þegar faraldurinn er kominn í rénun en Þórólfur mælir sterklega gegn því að fólk leitist eftir því að fara í slíkar mælingar í millitíðinni. „Ég vil vara við því að menn fari að kaupa einhver svona próf á netinu. Þau eru oft ekkert mjög áreiðanleg, ekkert á bak við þau og geta þannig gefið villandi niðurstöður.“ Slík próf þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði og gæðastaðla ásamt því að vera örugg og áreiðanleg. Hann segir að embætti landlæknis þurfi að taka slík próf til umfjöllunar áður en notkun þeirra sé leyfð og eru þau sömuleiðis háð samþykki heilbrigðisráðherra. „Við verðum að hafa áreiðanlegar rannsóknarstofur og aðila til að ábyrgjast þessi próf þegar við förum að nota þau. Þau eru ekki komin í notkun hér enn þá.“ Þórólfur sagði á fundinum að ekki fengust marktækar niðurstöður úr víðtækum mótefnamælingum fyrr en að faraldurinn væri kominn í rénun. Vonast er til þess að það fari að gerast í og upp úr miðjum aprílmánuði og munu slíkar prófanir að hans sögn hugsanlega fara fram á vegum heilbrigðisyfirvalda upp úr því.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Sjá meira