28 dagar í Pepsi Max: Óskar getur bætt leikjamet Birkis í 13. umferð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. maí 2020 12:00 Óskar Örn getur bætt leikjametið í efstu deild þegar KR tekur á móti Val í 13. umferð Pepsi Max-deildar karla. vísir/bára Óskar Örn Hauksson, fyrirliða Íslandsmeistara KR, vantar aðeins tólf leiki til að verða leikjahæstur í sögu efstu deildar á Íslandi. Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 30 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Í dag ætlum við að skoða stóran áfanga sem Óskar Örn Hauksson getur náð í sumar. Óskar er næstleikjahæstur í sögu efstu deildar með 309 leiki. Metið á Birkir Kristinsson en hann lék 321 leik fyrir ÍBV, Fram, KA og ÍA á sínum tíma. Óskar getur jafnað leikjamet Birkis þegar KR tekur á móti FH í 12. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Leikurinn á að fara fram 16. ágúst. Hann getur svo slegið met Birkis og orðið leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar karla þegar KR fær Val í heimsókn í 13. umferð þremur dögum eftir leikinn gegn FH. Auk þess að vera næstleikjahæstur í sögu efstu deildar er Óskar sá fjórtándi markahæstur með 75 mörk. Óskar er leikja- og markahæsti leikmaður KR í efstu deild en hann sló bæði þau met síðasta sumar. KR varð þá Íslandsmeistari og Óskar valinn besti leikmaður deildarinnar, 35 ára gamall. Óskar hefur leikið 257 leiki fyrir KR í efstu deild og skorað 63 mörk. Áður en hann kom í KR hafði hann leikið 52 leiki fyrir Grindavík í efstu deild og skorað tólf mörk. Aðeins þrír leikmenn hafa leikið 300 leiki eða meira í efstu deild á Íslandi; Birkir, Óskar og Gunnleifur Gunnleifsson. Sá síðastnefndi hefur leikið 304 leiki í efstu deild. Hann gæti bætt leikjametið í sumar en það verður að teljast ólíklegt þar sem hann orðinn varamarkvörður Breiðabliks. Leikjahæstir í efstu deild karla á Íslandi Flestir leikir Birkir Kristinsson - 321 Óskar Örn Hauksson - 309 Gunnleifur Gunnleifsson - 304 Gunnar Oddsson - 294 Atli Guðnason - 274 Kristján Finnbogason - 268 Sigurður Björgvinsson - 267 Atli Viðar Björnsson - 264 Guðmundur Steinarsson - 255 Heimir Guðjónsson - 254 Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Sjá meira
Óskar Örn Hauksson, fyrirliða Íslandsmeistara KR, vantar aðeins tólf leiki til að verða leikjahæstur í sögu efstu deildar á Íslandi. Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 30 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Í dag ætlum við að skoða stóran áfanga sem Óskar Örn Hauksson getur náð í sumar. Óskar er næstleikjahæstur í sögu efstu deildar með 309 leiki. Metið á Birkir Kristinsson en hann lék 321 leik fyrir ÍBV, Fram, KA og ÍA á sínum tíma. Óskar getur jafnað leikjamet Birkis þegar KR tekur á móti FH í 12. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Leikurinn á að fara fram 16. ágúst. Hann getur svo slegið met Birkis og orðið leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar karla þegar KR fær Val í heimsókn í 13. umferð þremur dögum eftir leikinn gegn FH. Auk þess að vera næstleikjahæstur í sögu efstu deildar er Óskar sá fjórtándi markahæstur með 75 mörk. Óskar er leikja- og markahæsti leikmaður KR í efstu deild en hann sló bæði þau met síðasta sumar. KR varð þá Íslandsmeistari og Óskar valinn besti leikmaður deildarinnar, 35 ára gamall. Óskar hefur leikið 257 leiki fyrir KR í efstu deild og skorað 63 mörk. Áður en hann kom í KR hafði hann leikið 52 leiki fyrir Grindavík í efstu deild og skorað tólf mörk. Aðeins þrír leikmenn hafa leikið 300 leiki eða meira í efstu deild á Íslandi; Birkir, Óskar og Gunnleifur Gunnleifsson. Sá síðastnefndi hefur leikið 304 leiki í efstu deild. Hann gæti bætt leikjametið í sumar en það verður að teljast ólíklegt þar sem hann orðinn varamarkvörður Breiðabliks. Leikjahæstir í efstu deild karla á Íslandi Flestir leikir Birkir Kristinsson - 321 Óskar Örn Hauksson - 309 Gunnleifur Gunnleifsson - 304 Gunnar Oddsson - 294 Atli Guðnason - 274 Kristján Finnbogason - 268 Sigurður Björgvinsson - 267 Atli Viðar Björnsson - 264 Guðmundur Steinarsson - 255 Heimir Guðjónsson - 254
Flestir leikir Birkir Kristinsson - 321 Óskar Örn Hauksson - 309 Gunnleifur Gunnleifsson - 304 Gunnar Oddsson - 294 Atli Guðnason - 274 Kristján Finnbogason - 268 Sigurður Björgvinsson - 267 Atli Viðar Björnsson - 264 Guðmundur Steinarsson - 255 Heimir Guðjónsson - 254
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Sjá meira