Var bent á COVID-19 svikasíður á íslenskum netþjónum Eiður Þór Árnason og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 5. apríl 2020 23:15 Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunnar. Stöð 2 Póst- og fjarskiptastofnun hefur fengið ábendingar erlendis frá um svikasíður sem tengjast COVID- 19 sem settar hafa verið upp á íslenskum netþjónum. Lagaheimild skortir svo stofnunin geti brugðist við með fullnægjandi hætti. Hér líkt og víðast hvar um heiminn hefur netnotkun aukist verulega í ljósi þeirrar óvenjulegu stöðu sem uppi er í samfélaginu. „Hvað varðar fjarskiptanetin sjálf þá virðist vera næg rýmd til þess að anna þessari verulega auknu eftirspurn, hins vegar hafa komið upp ákveðnar truflunar í hinum og þessum kerfum sem nota netin en það er ekki beinlínis vegna þess að netin ráða ekki við álagið heldur eru upplýsingakerfin bara á yfirsnúningi með þrefalt, fimmfalt, sjöfalt meiri notkun, eins og menn hafa heyrt í fréttum, miðað við það sem var fyrir faraldurinn,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunnar. Margir sinna nú vinnu heima og notkun ýmissa fjarfundakerfa hefur stóraukist. Slík kerfi hafa sína styrkleika og veikleika. „Það eru ákveðnir veikleikar t.d. í Zoom hvað varðar öryggisþættina svo ef að menn leggja mikið upp úr persónuvernd og svo framvegis, þá held ég að Teams sé að mörgu leiti sterkara hvað það varðar.“ Þá hafa óprúttnir aðilar nýtt sér ástandið með öðrum hætti. „Með því til dæmis að setja upp vefsíður þar sem er verið að svíkja og pretta með einhverjum Covid-upplýsingum eða selja einhver Covid-lyf,“ bætti Hrafnkell við. Það sé ágætis þumalputtaregla að ef tilboðið sé of gott til að vera satt, þá er það ekki satt. „Við höfum fengið viðvaranir frá erlendum aðilum um að það hafi verið settar upp svoleiðis síður jafnvel á íslenskum netþjónum og við erum þá að skoða það ef það er hægt. Hins vegar er íslensk löggjöf þannig að okkur er ekki heimilt að grípa inn í slíkt.” Stjórnvöldum hafi ítrekað verið bent á að bæta þurfi úr þessu. „Alveg klárlega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarskipti Netöryggi Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun hefur fengið ábendingar erlendis frá um svikasíður sem tengjast COVID- 19 sem settar hafa verið upp á íslenskum netþjónum. Lagaheimild skortir svo stofnunin geti brugðist við með fullnægjandi hætti. Hér líkt og víðast hvar um heiminn hefur netnotkun aukist verulega í ljósi þeirrar óvenjulegu stöðu sem uppi er í samfélaginu. „Hvað varðar fjarskiptanetin sjálf þá virðist vera næg rýmd til þess að anna þessari verulega auknu eftirspurn, hins vegar hafa komið upp ákveðnar truflunar í hinum og þessum kerfum sem nota netin en það er ekki beinlínis vegna þess að netin ráða ekki við álagið heldur eru upplýsingakerfin bara á yfirsnúningi með þrefalt, fimmfalt, sjöfalt meiri notkun, eins og menn hafa heyrt í fréttum, miðað við það sem var fyrir faraldurinn,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunnar. Margir sinna nú vinnu heima og notkun ýmissa fjarfundakerfa hefur stóraukist. Slík kerfi hafa sína styrkleika og veikleika. „Það eru ákveðnir veikleikar t.d. í Zoom hvað varðar öryggisþættina svo ef að menn leggja mikið upp úr persónuvernd og svo framvegis, þá held ég að Teams sé að mörgu leiti sterkara hvað það varðar.“ Þá hafa óprúttnir aðilar nýtt sér ástandið með öðrum hætti. „Með því til dæmis að setja upp vefsíður þar sem er verið að svíkja og pretta með einhverjum Covid-upplýsingum eða selja einhver Covid-lyf,“ bætti Hrafnkell við. Það sé ágætis þumalputtaregla að ef tilboðið sé of gott til að vera satt, þá er það ekki satt. „Við höfum fengið viðvaranir frá erlendum aðilum um að það hafi verið settar upp svoleiðis síður jafnvel á íslenskum netþjónum og við erum þá að skoða það ef það er hægt. Hins vegar er íslensk löggjöf þannig að okkur er ekki heimilt að grípa inn í slíkt.” Stjórnvöldum hafi ítrekað verið bent á að bæta þurfi úr þessu. „Alveg klárlega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarskipti Netöryggi Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira