Covid-19 er Tsjernobyl hjúkrunarfræðinga Tómas Guðbjartsson skrifar 3. apríl 2020 14:08 Það eru ýmis líkindi með Tsjernobyl-slysinu 1986 og Covid-19 faraldrinum nú - enda óvinurinn í báðum tilvikum ósýnilegur. Í Tsjernobyl var fjöldi manna sendur inn í brennandi kjarnorkuverið til að sprauta á rústirnar vatni og minnka þannig geislunina. Þeir fengu nafnið „Chernobyl liquidizers" og létust margir þeirra úr geislun og afleiðingum hennar. Síðar voru þessir einstaklingar gerðir að þjóðhetjum og fjölskyldur þeirra fengu bætur - enda talið að aðgerðirnar hafi bjargað óteljandi mannslífum um gjörvalla Evrópu. Það er enginn sem sérstaklega óskar eftir því að annast sýkta Covid-19 sjúklinga, sjúkdóm sem þú getur fengið sjálfur og verið banvænn. Fáir eru í meiri smithættu en heilbrigðisstarfsfólk, en á Ítalíu eru þeir t.d. 9% Covid-smitaðra. En þetta gerum við samt - enda engir aðrir betur til þess fallnir og starfið hugsjón. Þetta á ekki síst við um stærsta hópinn, hjúkrunarfræðingana, sem eru öðrum fremur „slökkviliðsmenn" (liquidizer) Covid-19 faraldursins. Það er með ólíkindum að stjórnvöld ætli að láta það viðgangast að skerða laun þeirra í þessu ástandi. Og það í miðju slökkvistarfi - þegar eldurinn hefur ekki einu sinni náð hámarki. Hvílíkur roluháttur sem truflar allt hugsandi fólk. Best væri að semja strax en þangað til verður að aflétta þessum óskiljanlega og hallærislega sparnaði - og í staðinn borga þeim og öðrum í framlínunni launabætur fyrir álagið. Þær/þeir eiga skilið virðingu og það alls ekki sjálfgefið að fórna eigin heilsu fyrir hugsjónina eina saman. Höfundur er prófessor í skurðlækningum. Pistill birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það eru ýmis líkindi með Tsjernobyl-slysinu 1986 og Covid-19 faraldrinum nú - enda óvinurinn í báðum tilvikum ósýnilegur. Í Tsjernobyl var fjöldi manna sendur inn í brennandi kjarnorkuverið til að sprauta á rústirnar vatni og minnka þannig geislunina. Þeir fengu nafnið „Chernobyl liquidizers" og létust margir þeirra úr geislun og afleiðingum hennar. Síðar voru þessir einstaklingar gerðir að þjóðhetjum og fjölskyldur þeirra fengu bætur - enda talið að aðgerðirnar hafi bjargað óteljandi mannslífum um gjörvalla Evrópu. Það er enginn sem sérstaklega óskar eftir því að annast sýkta Covid-19 sjúklinga, sjúkdóm sem þú getur fengið sjálfur og verið banvænn. Fáir eru í meiri smithættu en heilbrigðisstarfsfólk, en á Ítalíu eru þeir t.d. 9% Covid-smitaðra. En þetta gerum við samt - enda engir aðrir betur til þess fallnir og starfið hugsjón. Þetta á ekki síst við um stærsta hópinn, hjúkrunarfræðingana, sem eru öðrum fremur „slökkviliðsmenn" (liquidizer) Covid-19 faraldursins. Það er með ólíkindum að stjórnvöld ætli að láta það viðgangast að skerða laun þeirra í þessu ástandi. Og það í miðju slökkvistarfi - þegar eldurinn hefur ekki einu sinni náð hámarki. Hvílíkur roluháttur sem truflar allt hugsandi fólk. Best væri að semja strax en þangað til verður að aflétta þessum óskiljanlega og hallærislega sparnaði - og í staðinn borga þeim og öðrum í framlínunni launabætur fyrir álagið. Þær/þeir eiga skilið virðingu og það alls ekki sjálfgefið að fórna eigin heilsu fyrir hugsjónina eina saman. Höfundur er prófessor í skurðlækningum. Pistill birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar