Fordómar koma niður á viðbrögðum við nýjum smitum Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2020 08:15 Íbúar Seoul bíða eftir því að komast í próf fyrir Covid-19. AP/Choi Jea Gu Á meðan yfirvöld Suður-Kóreu reyna að bregðast við nýjum smitum af Covid-19 sem tengjast skemmtistöðum í Seoul, hafa fordómar gegn samkynhneigðu fólki komið niður á baráttunni. Hótanir og áreiti hefur leitt til þess að fólk forðast að gangast próf. Smitin nýju hafa verið rakin til 29 ára gamals manns sem sótti fimm skemmtistaði í höfuðborginni um þar síðustu helgi. Hann greindist svo með Covid-19 á miðvikudaginn í síðustu viku. Síðan þá hafa á tvö hundruð smit verið rakin til mannsins, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Yfirvöld Seoul segja að ekki hafi náðst í rúmlega þrjú þúsund manns sem sóttu skemmtistaðina sem um ræðir. Forsvarsmenn bara og skemmtistaða fengu að opna á ný fyrr í þessum mánuði. Fyrirtækjunum var þó lokað aftur eftir að nýju smitin komu í ljós. Sjá einnig: Meira en 100 ný smit tengd næturlífinu í Suður-Kóreu Í dagblaðinu Kookmin Ilbo, sem rekið er af kirkju, kom svo fram í síðustu viku að meðal staðanna sem maðurinn sótti væri minnst einn samkomustaður samkynhneigðra. Í kjölfar þess varð holskefla fordóma ljós á samfélagsmiðlum í Suður-Kóreu þar sem manninum og öðrum sem sóttu þennan tiltekna skemmtistað var meðal annars kennt um að hamla baráttunni gegn veirunni. Meðal þeirra sem hafa áhyggjur af því að fordómar komin niður á viðbrögðunum er Chung Sye Kyun, forsætisráðherra. Embættismenn í heilbrigðiskerfi landsins hafa sömuleiðis lýst yfir áhyggjum. Eins og AP fréttaveitan bendir á er Suður-Kórea mjög íhaldssamt ríki og eru hjónabönd samkynja einstaklinga til að mynda ekki lögleg. Framkvæmdastjóri Chinguisai, réttindasamtaka samkynhneigðra í Suður-Kóreu, segir að honum hafi ekki borist fregnir af árásum á samkynhneigða en margir hafi hringt í sig og sagst hafa áhyggjur af því að hafa samkynhneigð þerra verði opinberuð. Aðrir eru sagðir óttast að verða fyrir fordómum í vinnu, verði viðkomandi skipaðir í sóttkví. Þar skiptir í raun ekki máli hvort viðkomandi sé í raun samkynhneigður eða ekki. Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Á meðan yfirvöld Suður-Kóreu reyna að bregðast við nýjum smitum af Covid-19 sem tengjast skemmtistöðum í Seoul, hafa fordómar gegn samkynhneigðu fólki komið niður á baráttunni. Hótanir og áreiti hefur leitt til þess að fólk forðast að gangast próf. Smitin nýju hafa verið rakin til 29 ára gamals manns sem sótti fimm skemmtistaði í höfuðborginni um þar síðustu helgi. Hann greindist svo með Covid-19 á miðvikudaginn í síðustu viku. Síðan þá hafa á tvö hundruð smit verið rakin til mannsins, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Yfirvöld Seoul segja að ekki hafi náðst í rúmlega þrjú þúsund manns sem sóttu skemmtistaðina sem um ræðir. Forsvarsmenn bara og skemmtistaða fengu að opna á ný fyrr í þessum mánuði. Fyrirtækjunum var þó lokað aftur eftir að nýju smitin komu í ljós. Sjá einnig: Meira en 100 ný smit tengd næturlífinu í Suður-Kóreu Í dagblaðinu Kookmin Ilbo, sem rekið er af kirkju, kom svo fram í síðustu viku að meðal staðanna sem maðurinn sótti væri minnst einn samkomustaður samkynhneigðra. Í kjölfar þess varð holskefla fordóma ljós á samfélagsmiðlum í Suður-Kóreu þar sem manninum og öðrum sem sóttu þennan tiltekna skemmtistað var meðal annars kennt um að hamla baráttunni gegn veirunni. Meðal þeirra sem hafa áhyggjur af því að fordómar komin niður á viðbrögðunum er Chung Sye Kyun, forsætisráðherra. Embættismenn í heilbrigðiskerfi landsins hafa sömuleiðis lýst yfir áhyggjum. Eins og AP fréttaveitan bendir á er Suður-Kórea mjög íhaldssamt ríki og eru hjónabönd samkynja einstaklinga til að mynda ekki lögleg. Framkvæmdastjóri Chinguisai, réttindasamtaka samkynhneigðra í Suður-Kóreu, segir að honum hafi ekki borist fregnir af árásum á samkynhneigða en margir hafi hringt í sig og sagst hafa áhyggjur af því að hafa samkynhneigð þerra verði opinberuð. Aðrir eru sagðir óttast að verða fyrir fordómum í vinnu, verði viðkomandi skipaðir í sóttkví. Þar skiptir í raun ekki máli hvort viðkomandi sé í raun samkynhneigður eða ekki.
Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira