Shaquille O'Neal: Við eigum að aflýsa þessu NBA tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2020 14:30 Shaquille O'Neal varð fjórum sinnum NBA-meistari, þrisvar með Los Angeles Lakers og einu sinni með Miami Heat. Getty/Stephen Dunn NBA-goðsögnin Shaquille O'Neal hefur mjög sterkar skoðanir á því hvað NBA-deildin eigi að gera með tímabilið 2019-20. Shaq vill ekki reyna að bjarga tímabilinu. NBA-deildin í körfubolta er enn að leita leiða til að klára tímabilið, þá leiki sem eru eftir af deildarkeppninni og taka svo úrslitakeppnina í beinu framhaldi. Það hefur jafnframt verið rætt að breyta fyrirkomulagi úrslitakeppninnar til að koma henni fyrir á styttri tíma. Óvissan er hins vegar mikil í Bandaríkjunum þar sem baráttan við kórónuveiruna gengur ekki nógu vel. Shaquille O'Neal on restarting the NBA season: "I think we should scrap the season." https://t.co/5gdpcYihat— Sports Illustrated (@SInow) May 10, 2020 „Allir eiga bara að fara heim til sín, ná heilsu og koma til baka á næsta tímabili,“ sagði Shaquille O'Neal en hann starfar núna sem körfuboltaspekingur á TNT sjónvarpsstöðinni. „Að reyna að koma til baka núna og keyra í gegn úrslitakeppnina í einhverjum flýti. Það lið sem myndi vinna NBA titilinn í ár fengi alltaf þennan titil stjörnumerktan,“ sagði Shaquille O'Neal. „Hvað gerist ef að lið sem er ekki álitið vera með í baráttunni tekur allt í einu upp á því að vinna þökk sé þessu nýja fyrirkomulagi. Það mun enginn bera virðingu fyrir því,“ sagði O'Neal. Basketball great Shaquille O'Neal says the #NBA should "scrap the season" because of the coronavirus pandemic.Full story https://t.co/ckJxn002u3 pic.twitter.com/7OU3sLiddS— BBC Sport (@BBCSport) May 12, 2020 „Eina vitið er að aflýsa þessu tímabili. Við skulum frekar hafa áhyggjur af öryggi stuðningsmannanna og fólksins. Komum bara til baka á næsta tímabili,“ sagði Shaq. „Ég skil samt vel hvernig leikmönnum liður. Ég geri það. Ég er samt tilbúinn að bíða þar til að allt verður hundrað prósent eðlilegt á nýjan leik,“ sagði Shaq. „Það þarf bara einn einstakling til. Eftir leikina þá þarftu að fara heim til þín. Hvað ef einhver einn veikist. Þú þurftum við að byrja aftur upp á nýtt,“ sagði Shaquille O'Neal. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira
NBA-goðsögnin Shaquille O'Neal hefur mjög sterkar skoðanir á því hvað NBA-deildin eigi að gera með tímabilið 2019-20. Shaq vill ekki reyna að bjarga tímabilinu. NBA-deildin í körfubolta er enn að leita leiða til að klára tímabilið, þá leiki sem eru eftir af deildarkeppninni og taka svo úrslitakeppnina í beinu framhaldi. Það hefur jafnframt verið rætt að breyta fyrirkomulagi úrslitakeppninnar til að koma henni fyrir á styttri tíma. Óvissan er hins vegar mikil í Bandaríkjunum þar sem baráttan við kórónuveiruna gengur ekki nógu vel. Shaquille O'Neal on restarting the NBA season: "I think we should scrap the season." https://t.co/5gdpcYihat— Sports Illustrated (@SInow) May 10, 2020 „Allir eiga bara að fara heim til sín, ná heilsu og koma til baka á næsta tímabili,“ sagði Shaquille O'Neal en hann starfar núna sem körfuboltaspekingur á TNT sjónvarpsstöðinni. „Að reyna að koma til baka núna og keyra í gegn úrslitakeppnina í einhverjum flýti. Það lið sem myndi vinna NBA titilinn í ár fengi alltaf þennan titil stjörnumerktan,“ sagði Shaquille O'Neal. „Hvað gerist ef að lið sem er ekki álitið vera með í baráttunni tekur allt í einu upp á því að vinna þökk sé þessu nýja fyrirkomulagi. Það mun enginn bera virðingu fyrir því,“ sagði O'Neal. Basketball great Shaquille O'Neal says the #NBA should "scrap the season" because of the coronavirus pandemic.Full story https://t.co/ckJxn002u3 pic.twitter.com/7OU3sLiddS— BBC Sport (@BBCSport) May 12, 2020 „Eina vitið er að aflýsa þessu tímabili. Við skulum frekar hafa áhyggjur af öryggi stuðningsmannanna og fólksins. Komum bara til baka á næsta tímabili,“ sagði Shaq. „Ég skil samt vel hvernig leikmönnum liður. Ég geri það. Ég er samt tilbúinn að bíða þar til að allt verður hundrað prósent eðlilegt á nýjan leik,“ sagði Shaq. „Það þarf bara einn einstakling til. Eftir leikina þá þarftu að fara heim til þín. Hvað ef einhver einn veikist. Þú þurftum við að byrja aftur upp á nýtt,“ sagði Shaquille O'Neal.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira