Segir þrýsting Icelandair á „óásættanlegt tilboð“ grafalvarlegan Sylvía Hall skrifar 11. maí 2020 21:18 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ. Vísir/Arnar Flugfreyjufélag Íslands hvetur félagsmenn til þess að standa saman sem aldrei fyrr í kjaraviðræðum félagsins við Icelandair. Það tilboð sem Icelandair hafi lagt á borðið sé óásættanlegt og þær þvinganir sem félagið beiti í viðræðunum séu grafalvarlegar. Þetta kemur fram í bréfi Guðlaugar Líneyjar Jóhannsdóttur, formanns Flugfreyjufélags Íslands, til félagsmanna í dag. Hún segir stöðu Icelandair vissulega alvarlega, kórónuveirufaraldurinn og Boeing 737 MAX hafi leikið félagið grátt en krafan um lægri launakostnað flugfreyja hafi verið komin til löngu fyrir heimsfaraldurinn. „Forstjóri Icelandair hefur sagt að helsta fyrirstaðan í endurreisn Icelandair sé starfsfólk þess. Stjórn FFÍ hafnar þeirri staðhæfingu. Samninganefnd FFÍ hefur sýnt fullan samningsvilja frá upphafi viðræðna og lagt fram fjölda tilboða með verulegum hagræðingarmöguleikum til vaxtar, sveigjanleika og samkeppnishæfni fyrir Icelandair,“ skrifar Guðlaug og víkur næst að tilboði Icelandair sem lagt var fram í húsakynnum ríkissáttasemjara. Hún segir það tilboð fela í sér verulega kjaraskerðingu til frambúðar sem myndi umbylta núverandi vinnuumhverfi. Samningurinn sem Icelandair hafi lagt til skerði jafnframt réttindi og hvíldartíma og tilboðið sé óásættanlegt, sérstaklega í ljósi þess að störf þeirra níu hundruð félagsmanna sem hefur verið sagt upp séu enn ótryggð. „Mikill þrýstingur hefur verið lagður á samninganefnd FFÍ af hálfu Icelandair um að leggja drögin undir atkvæði félagsmanna milliliðalaust til formlegrar afgreiðslu eins og kjarasamningur. Í raun hefur hlutum verið stillt upp á þann veg að samninganefnd og félagsmenn FFÍ hafi óljósa framtíð fyrirtækisins í höndum sér. Að slíkar þvinganir séu viðhafðar á jafn alvarlegum tímum og raun bera vitni er grafalvarlegt.“ Flugfreyjufélag Íslands hefur boðað til kynningarfundar á morgun klukkan 12 sem verður streymt fyrir félagsmenn. Þar verður farið yfir tilboð Icelandair, sem hvorki stjórn, trúnaðarráð né samninganefnd félagsins vilja samþykkja. „Stöndum vörð um störfin okkar, ekki láta blekkjast af umræðu og hræðsluáróðri sem við höfum ekki stjórn á.“ Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Tengdar fréttir „Ömurlegt“ að lesa um árásir Ragnars Þórs á stjórnendur Icelandair María Stefánsdóttir, sölustjóri Icelandair hér á landi, segir Ragnar Þór hafa snúið út úr orðum Boga Nils Bogasonar, forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem María birti í dag. 11. maí 2020 20:29 Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09 Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18 Gefur ekkert uppi um samning flugvirkja Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu í samningaviðræðum við Icelandair. Flugfreyjur hafa sömuleiðis boðið ýmsar tilslakanir á kjörum. Fullyrt er í Morgunblaðinu í dag að þessar stéttir þurfi að taka á sig 50 til 60 prósenta skerðingu til að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 11:43 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Flugfreyjufélag Íslands hvetur félagsmenn til þess að standa saman sem aldrei fyrr í kjaraviðræðum félagsins við Icelandair. Það tilboð sem Icelandair hafi lagt á borðið sé óásættanlegt og þær þvinganir sem félagið beiti í viðræðunum séu grafalvarlegar. Þetta kemur fram í bréfi Guðlaugar Líneyjar Jóhannsdóttur, formanns Flugfreyjufélags Íslands, til félagsmanna í dag. Hún segir stöðu Icelandair vissulega alvarlega, kórónuveirufaraldurinn og Boeing 737 MAX hafi leikið félagið grátt en krafan um lægri launakostnað flugfreyja hafi verið komin til löngu fyrir heimsfaraldurinn. „Forstjóri Icelandair hefur sagt að helsta fyrirstaðan í endurreisn Icelandair sé starfsfólk þess. Stjórn FFÍ hafnar þeirri staðhæfingu. Samninganefnd FFÍ hefur sýnt fullan samningsvilja frá upphafi viðræðna og lagt fram fjölda tilboða með verulegum hagræðingarmöguleikum til vaxtar, sveigjanleika og samkeppnishæfni fyrir Icelandair,“ skrifar Guðlaug og víkur næst að tilboði Icelandair sem lagt var fram í húsakynnum ríkissáttasemjara. Hún segir það tilboð fela í sér verulega kjaraskerðingu til frambúðar sem myndi umbylta núverandi vinnuumhverfi. Samningurinn sem Icelandair hafi lagt til skerði jafnframt réttindi og hvíldartíma og tilboðið sé óásættanlegt, sérstaklega í ljósi þess að störf þeirra níu hundruð félagsmanna sem hefur verið sagt upp séu enn ótryggð. „Mikill þrýstingur hefur verið lagður á samninganefnd FFÍ af hálfu Icelandair um að leggja drögin undir atkvæði félagsmanna milliliðalaust til formlegrar afgreiðslu eins og kjarasamningur. Í raun hefur hlutum verið stillt upp á þann veg að samninganefnd og félagsmenn FFÍ hafi óljósa framtíð fyrirtækisins í höndum sér. Að slíkar þvinganir séu viðhafðar á jafn alvarlegum tímum og raun bera vitni er grafalvarlegt.“ Flugfreyjufélag Íslands hefur boðað til kynningarfundar á morgun klukkan 12 sem verður streymt fyrir félagsmenn. Þar verður farið yfir tilboð Icelandair, sem hvorki stjórn, trúnaðarráð né samninganefnd félagsins vilja samþykkja. „Stöndum vörð um störfin okkar, ekki láta blekkjast af umræðu og hræðsluáróðri sem við höfum ekki stjórn á.“
Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Tengdar fréttir „Ömurlegt“ að lesa um árásir Ragnars Þórs á stjórnendur Icelandair María Stefánsdóttir, sölustjóri Icelandair hér á landi, segir Ragnar Þór hafa snúið út úr orðum Boga Nils Bogasonar, forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem María birti í dag. 11. maí 2020 20:29 Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09 Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18 Gefur ekkert uppi um samning flugvirkja Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu í samningaviðræðum við Icelandair. Flugfreyjur hafa sömuleiðis boðið ýmsar tilslakanir á kjörum. Fullyrt er í Morgunblaðinu í dag að þessar stéttir þurfi að taka á sig 50 til 60 prósenta skerðingu til að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 11:43 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
„Ömurlegt“ að lesa um árásir Ragnars Þórs á stjórnendur Icelandair María Stefánsdóttir, sölustjóri Icelandair hér á landi, segir Ragnar Þór hafa snúið út úr orðum Boga Nils Bogasonar, forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem María birti í dag. 11. maí 2020 20:29
Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09
Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18
Gefur ekkert uppi um samning flugvirkja Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu í samningaviðræðum við Icelandair. Flugfreyjur hafa sömuleiðis boðið ýmsar tilslakanir á kjörum. Fullyrt er í Morgunblaðinu í dag að þessar stéttir þurfi að taka á sig 50 til 60 prósenta skerðingu til að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 11:43