Segja faraldurinn í Íran mun verri en opinbert sé Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2020 11:18 Verið að sótthreinsa götur Tehran, höfuðborgar Íran. EPA/ABEDIN TAHERKENAREH Allir skólar í Íran verða lokaðir til 20. mars til að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar þar í landi. Heilbrigðisráðuneyti landsins tilkynnti í dag að 591 aðilar hefðu greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur, á undanförnum sólarhring og fimmtán hafi dáið. Sérfræðingar segja mun faraldurinn mun verri en yfirvöld halda fram. Sömuleiðis á að takmarka ferðalög almennings á milli borga landsins Heilbrigðisráðherra Íran hefur sömuleiðis biðlað til almennings að hætta að notast við reiðufé, þar sem það stuðli að útbreiðslu veirunnar í landinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Íran í dag. Yfirvöld í Íran hafa staðfest 3.513 smit í landinu og segja 107 hafa dáið. Sérfræðingar segja þó útlit um að útbreiðslan sé mun umfangsmeiri en það. Háttsettir embættismenn eru meðal þeirra sem hafa smitast af veirunni. Sérfræðingar í samvinnu við Washington Post fóru yfir gögn frá sjúkrahúsum í Íran og áætla að minnst 28 þúsund manns hafi smitast þar í landi. Veirufræðingurinn Ashleigh Tuite, segist búast við því að ástandið muni versna enn frekar. Samtöl blaðamanna við hjúkrunarfræðinga studdu áætlanir sérfræðinganna en þeir hjúkrunarfræðingar sem rætt var við segja tilfellum hafa fjölgað hratt og að þau séu fleiri en opinberar tölur segja til um. Meðal annars sögðu hjúkrunarfræðingarnir embættismenn hafa í einhverjum tilfellum meinað heilbrigðisstarfsfólki að bera grímur, svo óðagot skapaðist ekki. Íranar segja faraldurinn þar í landi hafa byrjað í borginni Qom eftir að viðskiptamaður smitaðist í Kína. Fyrstu tilfellin voru tilkynnt opinberlega þann 19. febrúar. Þingkosningar fóru fram tveimur dögum seinna. Yfirvöld landsins hafa verið sökuð um slæm viðbrögð við útbreiðslu veirunnar en heilbrigðiskerfi landsins hafði þar að auki orðið fyrir höggi vegna viðskiptaþvingana og refsiaðgerða Bandaríkjanna. Íran Wuhan-veiran Tengdar fréttir Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Allir skólar í Íran verða lokaðir til 20. mars til að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar þar í landi. Heilbrigðisráðuneyti landsins tilkynnti í dag að 591 aðilar hefðu greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur, á undanförnum sólarhring og fimmtán hafi dáið. Sérfræðingar segja mun faraldurinn mun verri en yfirvöld halda fram. Sömuleiðis á að takmarka ferðalög almennings á milli borga landsins Heilbrigðisráðherra Íran hefur sömuleiðis biðlað til almennings að hætta að notast við reiðufé, þar sem það stuðli að útbreiðslu veirunnar í landinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Íran í dag. Yfirvöld í Íran hafa staðfest 3.513 smit í landinu og segja 107 hafa dáið. Sérfræðingar segja þó útlit um að útbreiðslan sé mun umfangsmeiri en það. Háttsettir embættismenn eru meðal þeirra sem hafa smitast af veirunni. Sérfræðingar í samvinnu við Washington Post fóru yfir gögn frá sjúkrahúsum í Íran og áætla að minnst 28 þúsund manns hafi smitast þar í landi. Veirufræðingurinn Ashleigh Tuite, segist búast við því að ástandið muni versna enn frekar. Samtöl blaðamanna við hjúkrunarfræðinga studdu áætlanir sérfræðinganna en þeir hjúkrunarfræðingar sem rætt var við segja tilfellum hafa fjölgað hratt og að þau séu fleiri en opinberar tölur segja til um. Meðal annars sögðu hjúkrunarfræðingarnir embættismenn hafa í einhverjum tilfellum meinað heilbrigðisstarfsfólki að bera grímur, svo óðagot skapaðist ekki. Íranar segja faraldurinn þar í landi hafa byrjað í borginni Qom eftir að viðskiptamaður smitaðist í Kína. Fyrstu tilfellin voru tilkynnt opinberlega þann 19. febrúar. Þingkosningar fóru fram tveimur dögum seinna. Yfirvöld landsins hafa verið sökuð um slæm viðbrögð við útbreiðslu veirunnar en heilbrigðiskerfi landsins hafði þar að auki orðið fyrir höggi vegna viðskiptaþvingana og refsiaðgerða Bandaríkjanna.
Íran Wuhan-veiran Tengdar fréttir Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30