ICC mun rannsaka meinta stríðsglæpi í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2020 10:42 Áfrýjunardómarar ICC sneru í morgun við ákvörðun annarra dómara ICC frá því í fyrra. AP/Peter Dejong Alþjóðasakamáladómstóllinn (ICC) hefur úrskurðað að rannsókn á meintum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu í Afganistan megi fara fram. Aðgerðir Bandaríkjanna, stjórnarhers Afganistan og Talibana verða rannsakaðar og þá sérstaklega ásakanir um stríðsglæpi. Bandaríkin eru þó ekki aðilar að ICC og viðurkenna ekki lögsögu dómstólsins yfir bandarískum borgurum. Áfrýjunardómarar ICC sneru í morgun við ákvörðun annarra dómara ICC frá því í fyrra. Þá sögðu þeir að þrátt fyrir að líklega hefðu stríðsglæpir verið framdir í Afganistan yrði nánast ómögulegt að sakfella einhvern þar sem enginn aðili að málinu myndi starfa með dómstólnum. Saksóknarar höfðu þá farið fram á umfangsmikla rannsókn á átökunum í Afganistan í kjölfar áratugslangrar undirbúningsrannsóknar. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita starfsmenn ICC refsiaðgerðum og jafnvel sækja þá til saka í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Bandaríkjastjórn leggur refsiaðgerðir á starfsmenn Alþjóðasakamáladómstólsins Mannréttindasamtök gagnrýndu þá ákvörðun harðlega. Með henni væri ICC að tryggja að ríki sem neita að viðurkenna dómstólinn og starfa með honum verði ekki dregin til ábyrgðar fyrir glæpi. Þar að auki væri verið að hunsa vilja fórnarlamba til að leita réttlætis. Niðurstöðunni var áfrýjað og nú hafa dómarar komist að þeirri niðurstöðu að dómararnir sem tóku ákvörðunina í fyrra hafi stigið út fyrir valdsvið þeirra. Meðal annars eru Bandaríkjamenn sakaðir um pyntingar, kynferðisbrot og aðra glæpi sem aðallega má rekja til áranna 2003 og 2004. Talibanar eru sakaðir um að hafa myrt þúsundir almennra borgara og stjórnarherinn er meðal annars sakaður um að pynta fanga í haldi stjórnvalda. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Alþjóðasakamáladómstóllinn (ICC) hefur úrskurðað að rannsókn á meintum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu í Afganistan megi fara fram. Aðgerðir Bandaríkjanna, stjórnarhers Afganistan og Talibana verða rannsakaðar og þá sérstaklega ásakanir um stríðsglæpi. Bandaríkin eru þó ekki aðilar að ICC og viðurkenna ekki lögsögu dómstólsins yfir bandarískum borgurum. Áfrýjunardómarar ICC sneru í morgun við ákvörðun annarra dómara ICC frá því í fyrra. Þá sögðu þeir að þrátt fyrir að líklega hefðu stríðsglæpir verið framdir í Afganistan yrði nánast ómögulegt að sakfella einhvern þar sem enginn aðili að málinu myndi starfa með dómstólnum. Saksóknarar höfðu þá farið fram á umfangsmikla rannsókn á átökunum í Afganistan í kjölfar áratugslangrar undirbúningsrannsóknar. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita starfsmenn ICC refsiaðgerðum og jafnvel sækja þá til saka í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Bandaríkjastjórn leggur refsiaðgerðir á starfsmenn Alþjóðasakamáladómstólsins Mannréttindasamtök gagnrýndu þá ákvörðun harðlega. Með henni væri ICC að tryggja að ríki sem neita að viðurkenna dómstólinn og starfa með honum verði ekki dregin til ábyrgðar fyrir glæpi. Þar að auki væri verið að hunsa vilja fórnarlamba til að leita réttlætis. Niðurstöðunni var áfrýjað og nú hafa dómarar komist að þeirri niðurstöðu að dómararnir sem tóku ákvörðunina í fyrra hafi stigið út fyrir valdsvið þeirra. Meðal annars eru Bandaríkjamenn sakaðir um pyntingar, kynferðisbrot og aðra glæpi sem aðallega má rekja til áranna 2003 og 2004. Talibanar eru sakaðir um að hafa myrt þúsundir almennra borgara og stjórnarherinn er meðal annars sakaður um að pynta fanga í haldi stjórnvalda.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira