Segir 60 prósenta launalækkun aldrei hafa komið til tals Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2020 11:27 Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Vísir/Vilhelm Formaður Félags atvinnuflugmanna segir að ekki hafi komið til tals að flugmenn hjá Icelandair taki á sig fimmtíu til sextíu prósent launalækkun, líkt og ónafngreindur ráðgjafi eins af stóru hluthöfum Icelandair segir nauðsynlegt til að forða félaginu frá gjaldþroti. „Það hefur enginn fyrirsvarsmaður Icelandair sagt þetta, ekki svo ég hafi heyrt allavega,“ sagði Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags atvinnuflugmanna, í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég myndi nú fara varlega í að taka ráðum þessa manns [ráðgjafans í Morgunblaðinu]. Þarna er verið að bera saman tvo mjög ólíka þætti. Það er annars vegar lággjaldafélag og hins vegar félag eins og Icelandair sem staðsetur sig annars staðar á markaði. Þetta er svolítið eins og að bera saman epli og appelsínur,“ sagði Jón Þór. Hefur þetta aldrei komið upp í ykkar samtali við forstöðumenn Icelandair? „Nei, ekki nærri þessu,“ sagði Jón Þór. „Menn gætu hafa lagt saman einhverja hluti sem hefðu kannski verið til umræðu og samtala þeirra, þessi leið plús þessi leið, en við ætluðum kannski að ræða aðra hvora.“ Morgunblaðið greindi frá því í morgun, og hafði eftir ónafngreindum ráðgjafa eins af stóru hluthöfum Icelandair, að flugfreyjur og flugmenn Icelandair verði að taka á sig 50 til 60 prósent launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. Þá verði nýr kjarasamningur við þessar tvær stéttir að gilda til fimm ára og vera þar að auki uppsegjanlegur af hálfu Icelandair að samningstíma loknum. Flugvélar Icelandair við Leifsstöð.Vísir/vilhelm Verður hörð samkeppni um störf Greint var frá því í gær að flugvirkjar hefðu undirritað kjarasamning við Icelandair þar sem samið var um launaskerðingu. Flugmenn hafa boðist til að taka á sig fjórðungslaunalækkun. Fundi samninganefnda FÍA og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Jón Þór gerir ráð fyrir að fundað verði áfram í dag og vonar að hægt verði að skrifa undir samning sem fyrst. „Markmiðið sem við settum okkur var að reyna að ná 25 prósentum. […] Flugmenn eru almennt skynsamir menn og konur. Við vitum það alveg að flugið er svona. Þetta er bara upp og niður. Nú er niður, nú gengur illa og þá bara tökum við slaginn með okkar fyrirtæki. Þetta er dýpsta kreppa og erfiðustu aðstæður sem fyrirtækið okkar hefur lent í, og öll félög í heiminum til þess að gera, og það væri nú annað hvort ef starfsfólkið ætlaði ekki að stíga ölduna með félaginu,“ sagði Jón Þór í Bítinu. Þá kvað hann Icelandair ekki vera að fara fram á meira en 25 prósenta lækkun. „Við tókum þá afstöðu reyndar að við ætluðum að gera þetta varlega. Við vitum það að flugheimurinn verður breyttur eftir þetta. […] Landslagið verður öðruvísi. Það verður fullt af flugfélögum sem munu ekki lifa þetta af. Það verður hörð samkeppni alveg klárlega, allavega til einhvers tíma, og þess vegna ætlum við að reyna að vera í stakk búin,“ sagði Jón Þór. Þá lagði hann áherslu á að flugmenn Icelandair væru „samkeppnishæfir“. „Við erum umtalsvert lægri á báðum sviðum heldur en félögin í kringum okkur. Við getum tekið lággjaldaflugfélögin eins og Easy Jet, Jet Blue og Alaskan Airlines, borið okkur saman við þetta, og við erum lægri. Það eru staðreyndirnar í málinu.“ Hlusta má á viðtalið við Jón Þór í heild í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Tengdar fréttir Segir að flugfreyjur og flugmenn þurfi að taka á sig allt að 60% launalækkun Flugfreyjur og flugmenn Icelandair verða að taka á sig 50 til 60% launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 08:09 Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10. maí 2020 22:47 Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Formaður Félags atvinnuflugmanna segir að ekki hafi komið til tals að flugmenn hjá Icelandair taki á sig fimmtíu til sextíu prósent launalækkun, líkt og ónafngreindur ráðgjafi eins af stóru hluthöfum Icelandair segir nauðsynlegt til að forða félaginu frá gjaldþroti. „Það hefur enginn fyrirsvarsmaður Icelandair sagt þetta, ekki svo ég hafi heyrt allavega,“ sagði Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags atvinnuflugmanna, í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég myndi nú fara varlega í að taka ráðum þessa manns [ráðgjafans í Morgunblaðinu]. Þarna er verið að bera saman tvo mjög ólíka þætti. Það er annars vegar lággjaldafélag og hins vegar félag eins og Icelandair sem staðsetur sig annars staðar á markaði. Þetta er svolítið eins og að bera saman epli og appelsínur,“ sagði Jón Þór. Hefur þetta aldrei komið upp í ykkar samtali við forstöðumenn Icelandair? „Nei, ekki nærri þessu,“ sagði Jón Þór. „Menn gætu hafa lagt saman einhverja hluti sem hefðu kannski verið til umræðu og samtala þeirra, þessi leið plús þessi leið, en við ætluðum kannski að ræða aðra hvora.“ Morgunblaðið greindi frá því í morgun, og hafði eftir ónafngreindum ráðgjafa eins af stóru hluthöfum Icelandair, að flugfreyjur og flugmenn Icelandair verði að taka á sig 50 til 60 prósent launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. Þá verði nýr kjarasamningur við þessar tvær stéttir að gilda til fimm ára og vera þar að auki uppsegjanlegur af hálfu Icelandair að samningstíma loknum. Flugvélar Icelandair við Leifsstöð.Vísir/vilhelm Verður hörð samkeppni um störf Greint var frá því í gær að flugvirkjar hefðu undirritað kjarasamning við Icelandair þar sem samið var um launaskerðingu. Flugmenn hafa boðist til að taka á sig fjórðungslaunalækkun. Fundi samninganefnda FÍA og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Jón Þór gerir ráð fyrir að fundað verði áfram í dag og vonar að hægt verði að skrifa undir samning sem fyrst. „Markmiðið sem við settum okkur var að reyna að ná 25 prósentum. […] Flugmenn eru almennt skynsamir menn og konur. Við vitum það alveg að flugið er svona. Þetta er bara upp og niður. Nú er niður, nú gengur illa og þá bara tökum við slaginn með okkar fyrirtæki. Þetta er dýpsta kreppa og erfiðustu aðstæður sem fyrirtækið okkar hefur lent í, og öll félög í heiminum til þess að gera, og það væri nú annað hvort ef starfsfólkið ætlaði ekki að stíga ölduna með félaginu,“ sagði Jón Þór í Bítinu. Þá kvað hann Icelandair ekki vera að fara fram á meira en 25 prósenta lækkun. „Við tókum þá afstöðu reyndar að við ætluðum að gera þetta varlega. Við vitum það að flugheimurinn verður breyttur eftir þetta. […] Landslagið verður öðruvísi. Það verður fullt af flugfélögum sem munu ekki lifa þetta af. Það verður hörð samkeppni alveg klárlega, allavega til einhvers tíma, og þess vegna ætlum við að reyna að vera í stakk búin,“ sagði Jón Þór. Þá lagði hann áherslu á að flugmenn Icelandair væru „samkeppnishæfir“. „Við erum umtalsvert lægri á báðum sviðum heldur en félögin í kringum okkur. Við getum tekið lággjaldaflugfélögin eins og Easy Jet, Jet Blue og Alaskan Airlines, borið okkur saman við þetta, og við erum lægri. Það eru staðreyndirnar í málinu.“ Hlusta má á viðtalið við Jón Þór í heild í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Tengdar fréttir Segir að flugfreyjur og flugmenn þurfi að taka á sig allt að 60% launalækkun Flugfreyjur og flugmenn Icelandair verða að taka á sig 50 til 60% launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 08:09 Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10. maí 2020 22:47 Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Segir að flugfreyjur og flugmenn þurfi að taka á sig allt að 60% launalækkun Flugfreyjur og flugmenn Icelandair verða að taka á sig 50 til 60% launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 08:09
Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10. maí 2020 22:47
Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09