Hefur miklar áhyggjur af einangrun eldri innflytjenda Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. maí 2020 20:45 Sérstakar áhyggjur eru nú af stöðu eldri innflytjenda sem búa margir við léleg kjör og einangrun. Hópurinn telur yfir þrjú þúsund manns en dæmi eru um að fólkið fái aðeins 80 þúsund krónur á mánuði. Staða innflytjenda í hópi eldri borgara getur verið talsvert verri en staða annarra jafnaldra þeirra að sögn Þórunnar Sveinbjörnsdóttur, formanns Landssambands eldri borgara. Innflytjendur verða að hafa starfað hér á landi í 40 ár til að fá fullar almannatryggingagreiðslur. „En það er fullt af fólki hér sem á kannski hér 5,10,15 ára rétt en getur ekki lifað á restinni,“ segir Þórunn. Margir þurfi því að sækja um fjárhagsaðstoð til sveitarfélaga. „Mig minnir að pólskur maður hafi verið með 80 þúsund til að lifa á, á mánuði,“ segir Þórunn. Á þessum tímum sé enn erfiðara fyrir fólkið að ná endum saman. „Það kostar núna meira að lifa, það eru margir núna sem fá heimsendan mat, sumir hræddir við að fara í búð og fara í leigubíl, verð hefur hækkað og þetta er aðeins erfiður tími fyrir alla eldri borgara“ segir Þórunn. Gríðarlega mikilvægt sé að afgreiða frumvarp um félagslegan viðbótarstuðning við eldri borgara. Því sé ætlað að mæta þeim sem hafa áunnið sér lítil eða engin lífeyrisréttindi. Frumvarp er í meðferð þingsins og samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu verður það líklega afgreitt á vorþinginu. „Ef að þetta fólk fær þessi réttindi þá er verið að rétta hag þeirra að þau geti frekar leyft sér eitthvað og kannski borið höfuðuð aðeins hærra, komið meira út í samfélagið og tekið þátt,“ segir Þórunn. Þá hefur hætta verið talin á aukinni einangrun meðal innflytjenda vegna kórónuveirunnar. Þórunn segir eldra fólk í hópnum í sérstaklega viðkvæmri stöðu. „Samkvæmt síðustu útskrift sem ég hef í höndunum eru þetta 3.200 manns sem eru yfir sextugu. Það kom í ljós samkvæmt könnun borgarinnar að það var enginn þátttakandi í félagsstarfi eldri borgara,“ segir Þórunn. Fólkið hafi mismikla þekkingu á samfélaginu og því sem er í gangi og sumir með lélegt tengslanet og búa einir. Það sé nauðsynlegt að ná til hópsins. Landssambandið vinnur nú að því að þýða ýmsar upplýsingar fyrir hópinn. „Alveg eins og við erum núna að taka utan um okkar eldri íslendinga , við þurfum bara að taka utan um þetta fólk með sama hætti,“ segir Þórunn. Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Innflytjendamál Eldri borgarar Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira
Sérstakar áhyggjur eru nú af stöðu eldri innflytjenda sem búa margir við léleg kjör og einangrun. Hópurinn telur yfir þrjú þúsund manns en dæmi eru um að fólkið fái aðeins 80 þúsund krónur á mánuði. Staða innflytjenda í hópi eldri borgara getur verið talsvert verri en staða annarra jafnaldra þeirra að sögn Þórunnar Sveinbjörnsdóttur, formanns Landssambands eldri borgara. Innflytjendur verða að hafa starfað hér á landi í 40 ár til að fá fullar almannatryggingagreiðslur. „En það er fullt af fólki hér sem á kannski hér 5,10,15 ára rétt en getur ekki lifað á restinni,“ segir Þórunn. Margir þurfi því að sækja um fjárhagsaðstoð til sveitarfélaga. „Mig minnir að pólskur maður hafi verið með 80 þúsund til að lifa á, á mánuði,“ segir Þórunn. Á þessum tímum sé enn erfiðara fyrir fólkið að ná endum saman. „Það kostar núna meira að lifa, það eru margir núna sem fá heimsendan mat, sumir hræddir við að fara í búð og fara í leigubíl, verð hefur hækkað og þetta er aðeins erfiður tími fyrir alla eldri borgara“ segir Þórunn. Gríðarlega mikilvægt sé að afgreiða frumvarp um félagslegan viðbótarstuðning við eldri borgara. Því sé ætlað að mæta þeim sem hafa áunnið sér lítil eða engin lífeyrisréttindi. Frumvarp er í meðferð þingsins og samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu verður það líklega afgreitt á vorþinginu. „Ef að þetta fólk fær þessi réttindi þá er verið að rétta hag þeirra að þau geti frekar leyft sér eitthvað og kannski borið höfuðuð aðeins hærra, komið meira út í samfélagið og tekið þátt,“ segir Þórunn. Þá hefur hætta verið talin á aukinni einangrun meðal innflytjenda vegna kórónuveirunnar. Þórunn segir eldra fólk í hópnum í sérstaklega viðkvæmri stöðu. „Samkvæmt síðustu útskrift sem ég hef í höndunum eru þetta 3.200 manns sem eru yfir sextugu. Það kom í ljós samkvæmt könnun borgarinnar að það var enginn þátttakandi í félagsstarfi eldri borgara,“ segir Þórunn. Fólkið hafi mismikla þekkingu á samfélaginu og því sem er í gangi og sumir með lélegt tengslanet og búa einir. Það sé nauðsynlegt að ná til hópsins. Landssambandið vinnur nú að því að þýða ýmsar upplýsingar fyrir hópinn. „Alveg eins og við erum núna að taka utan um okkar eldri íslendinga , við þurfum bara að taka utan um þetta fólk með sama hætti,“ segir Þórunn.
Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Innflytjendamál Eldri borgarar Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira