Þykir fáránlegt að vera skikkaður í sóttkví við heimkomu frá veirufríu Grænlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. maí 2020 10:00 Frá bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi. Stöð 2/Kristján Már Unnarsson. Baldur Bergmann, sem kom heim til Íslands frá Grænlandi í gær, er afar ósáttur við að þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví í ljósi þess að Grænland hafi verið veirulaust í um mánuð. Hann telur að reglur um sóttkví, sem nú gilda um ferðalanga frá öllum löndum, ættu ekki að gilda um þá sem ferðast frá Grænlandi og er ósáttur við svör yfirvalda. Grænlendingum hefur gengið betur en flestum öðrum þjóðum að útrýma kórónuveirunni úr samfélaginu en mánuður er nú liðinn frá því upplýst var að öllum þeim ellefu einstaklingum, sem greinst höfðu með veiruna þar í landi, væri batnað. Síðan hefur ekkert nýtt smit greinst og er þetta næsta nágrannaland Íslands núna búið að vera smitlaust í sex vikur. Ósáttur við meðhöndlunina Baldur Bergmann kom heim til Íslands frá Grænlandi í gær, eftir um þrettán vikna dvöl þar í landi. „Þar tekur tollurinn og lögregla á móti mér og mér sagt að ég eigi að fara í tveggja vikna sóttkví. Ég segi við þá að ég sé ekki alveg tilbúinn að samþykkja það, ég sé að koma frá landi sem er búið að vera laust við virkt covid-smit í fimm vikur. Það sé yfirlýst frá grænlenska landlækninum, landstjórninni og frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. En það á að meðhöndla mig eins og ég komi frá smituðu landi,“ segir Baldur í samtali við Vísi. Baldur Bergmann bjóst ekki við því að þurfa að sæta sóttkví eftir komuna frá Grænlandi.Mynd/Aðsend Hann kveðst þá hafa beðið um að ræða við smitrakningateymið og við heimkomu hafi hann fengið símtal frá konu í teyminu. Hún hafi tjáð honum að eitt verði yfir alla að ganga, að allir sem koma til Íslands frá útlöndum þurfi að fara í sóttkví og ekki fáist undanþága í hans tilviki. Baldur segist þá hafa beðið um að ræða við einhvern sem fái einhverju ráðið í málinu. „Síðan endaði það með því að þá hringir síminn og sá byrjar á svipaðri sögu. Við rökræðum þetta pínulítið en þá kemur í ljós að hann er ekki læknisfræði- eða líffræðimenntaður. Hann er frá lögreglunni og var að hringja til að láta mig vita að þetta væru boð frá lögreglunni sem ég þyrfti að fara eftir. Og benti mér á það að það væri 250 þúsund króna sekt ef ég færi ekki eftir þessu og að þeir gætu sent lögregluna heim til mín til að fylgjast með því hvort ég fari eftir þessu,“ segir Baldur. „Og ég spurði lögregluna líka að því hvort það væri virkilega það þarfasta sem bæði landlæknisembættið og lögreglan hefði að gera, að vakta mann sem kæmi frá Grænlandi? Sem hefði farið þangað áður en covid byrjaði og hefði verið þar í fimm vikur áður en landið var vottað hreint.“ Beið lengi eftir beinu flugi Frá og með 24. apríl síðastliðnum var öllum sem koma til landsins skylt að fara í sóttkví í 14 daga frá komu. Krafa um sóttkví á við um komu fólks frá löndum sem sóttvarnalæknir skilgreinir sem há-áhættusvæði – og það á enn við um öll lönd, líka Grænland. Baldur segir að þrátt fyrir að þetta hafi legið fyrir hafi hann í raun ekki búist við því að þurfa að sæta sóttkví við komuna frá hinu veirufría Grænlandi. „Ég fórnaði því að koma ekki til Íslands strax af því að það var ekkert flug. Ég vildi ekki fara í gegnum Danmörku því þá væri ég að fara í gegnum sýkt land. Ég á hér veika móður og dætur sem hafa ekki séð mig lengi og ég kaus að vera á Grænlandi, þar sem þeir réðu við þetta covid-dæmi, og ég er búinn að bíða þar eftir því að það detti inn flug sem ég kæmist með beint til Íslands,“ segir Baldur. Honum þykir áhættan í raun sín. Hann komi frá veirulausu landi inn í land þar sem sýkingin er enn til staðar. „Það er búið að slaka á tilskipunum hér og samt er enn að mælast hér covid. En ég kem frá landi þar sem er ekki búið að greinast covid í fimm vikur. Og ég á að fara í sóttkví. Á meðan annað fólk, verið er að hleypa því í líkamsrækt og fleira, og þetta er enn í gangi hér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grænland Samkomubann á Íslandi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Baldur Bergmann, sem kom heim til Íslands frá Grænlandi í gær, er afar ósáttur við að þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví í ljósi þess að Grænland hafi verið veirulaust í um mánuð. Hann telur að reglur um sóttkví, sem nú gilda um ferðalanga frá öllum löndum, ættu ekki að gilda um þá sem ferðast frá Grænlandi og er ósáttur við svör yfirvalda. Grænlendingum hefur gengið betur en flestum öðrum þjóðum að útrýma kórónuveirunni úr samfélaginu en mánuður er nú liðinn frá því upplýst var að öllum þeim ellefu einstaklingum, sem greinst höfðu með veiruna þar í landi, væri batnað. Síðan hefur ekkert nýtt smit greinst og er þetta næsta nágrannaland Íslands núna búið að vera smitlaust í sex vikur. Ósáttur við meðhöndlunina Baldur Bergmann kom heim til Íslands frá Grænlandi í gær, eftir um þrettán vikna dvöl þar í landi. „Þar tekur tollurinn og lögregla á móti mér og mér sagt að ég eigi að fara í tveggja vikna sóttkví. Ég segi við þá að ég sé ekki alveg tilbúinn að samþykkja það, ég sé að koma frá landi sem er búið að vera laust við virkt covid-smit í fimm vikur. Það sé yfirlýst frá grænlenska landlækninum, landstjórninni og frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. En það á að meðhöndla mig eins og ég komi frá smituðu landi,“ segir Baldur í samtali við Vísi. Baldur Bergmann bjóst ekki við því að þurfa að sæta sóttkví eftir komuna frá Grænlandi.Mynd/Aðsend Hann kveðst þá hafa beðið um að ræða við smitrakningateymið og við heimkomu hafi hann fengið símtal frá konu í teyminu. Hún hafi tjáð honum að eitt verði yfir alla að ganga, að allir sem koma til Íslands frá útlöndum þurfi að fara í sóttkví og ekki fáist undanþága í hans tilviki. Baldur segist þá hafa beðið um að ræða við einhvern sem fái einhverju ráðið í málinu. „Síðan endaði það með því að þá hringir síminn og sá byrjar á svipaðri sögu. Við rökræðum þetta pínulítið en þá kemur í ljós að hann er ekki læknisfræði- eða líffræðimenntaður. Hann er frá lögreglunni og var að hringja til að láta mig vita að þetta væru boð frá lögreglunni sem ég þyrfti að fara eftir. Og benti mér á það að það væri 250 þúsund króna sekt ef ég færi ekki eftir þessu og að þeir gætu sent lögregluna heim til mín til að fylgjast með því hvort ég fari eftir þessu,“ segir Baldur. „Og ég spurði lögregluna líka að því hvort það væri virkilega það þarfasta sem bæði landlæknisembættið og lögreglan hefði að gera, að vakta mann sem kæmi frá Grænlandi? Sem hefði farið þangað áður en covid byrjaði og hefði verið þar í fimm vikur áður en landið var vottað hreint.“ Beið lengi eftir beinu flugi Frá og með 24. apríl síðastliðnum var öllum sem koma til landsins skylt að fara í sóttkví í 14 daga frá komu. Krafa um sóttkví á við um komu fólks frá löndum sem sóttvarnalæknir skilgreinir sem há-áhættusvæði – og það á enn við um öll lönd, líka Grænland. Baldur segir að þrátt fyrir að þetta hafi legið fyrir hafi hann í raun ekki búist við því að þurfa að sæta sóttkví við komuna frá hinu veirufría Grænlandi. „Ég fórnaði því að koma ekki til Íslands strax af því að það var ekkert flug. Ég vildi ekki fara í gegnum Danmörku því þá væri ég að fara í gegnum sýkt land. Ég á hér veika móður og dætur sem hafa ekki séð mig lengi og ég kaus að vera á Grænlandi, þar sem þeir réðu við þetta covid-dæmi, og ég er búinn að bíða þar eftir því að það detti inn flug sem ég kæmist með beint til Íslands,“ segir Baldur. Honum þykir áhættan í raun sín. Hann komi frá veirulausu landi inn í land þar sem sýkingin er enn til staðar. „Það er búið að slaka á tilskipunum hér og samt er enn að mælast hér covid. En ég kem frá landi þar sem er ekki búið að greinast covid í fimm vikur. Og ég á að fara í sóttkví. Á meðan annað fólk, verið er að hleypa því í líkamsrækt og fleira, og þetta er enn í gangi hér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grænland Samkomubann á Íslandi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira