Kvíði og ótti vegna óvissunnar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. maí 2020 22:00 Margrét Gauja greindist með kórónuveiruna í mars og segist langt frá því að hafa náð fullum bata. vísir/sigurjón Ekkert nýtt kórónuveirusmit greindist síðasta sólarhringinn, yfir 1800 manns hafa greinst með veiruna en einungis 26 eru skráðir með virk smit í dag. En það eru ekki allir komnir með fulla heilsu þótt þeir séu lausir úr einangrun. Margrét Gauja er ein þeirra. Hún greindist með veiruna í mars og var í einangrun í fjórar vikur. Hún losnaði úr einangrun fyrir tveimur vikum en er ekki orðin fullhraust. „Ef ég hreyfi mig eitthvað, þá er ég ekki að tala um skokk eða heilan jógatíma, heldur bara ef ég tek of mikið til eða er of mikið að stússast, þá vakna ég veik daginn eftir,“ segir Margrét. Hún finnur þá fyrir „almennum covi ömurlegheitum“ eins og hún kemst sjálf að orði. Fær hita, hausverk og flökurleika. „Orkan er líka sveiflukennd. Ég átti frábæran dag í gær og fór þá líklega aðeins fram úr sjálfri mér og er þreytt í dag. Maður er alltaf að reyna að finna milliveginn. Ég er orðin kvíðin fyrir því hvar línan er,“ segir Margrét Gauja og bendir á að ráðið „að taka því rólega“ segi henni lítið enda sé misjafnt eftir fólki hvað það þýði. Eins geti það varla verið hollt að vera í rúminu í fleiri mánuði. „Ég hef fengið covid“ á facebook „Það að hlusta á líkamann virkar heldur ekki vel. Ég fór í göngutúr um daginn og leið svakalega vel í göngutúrnum og fyrst eftir hann en vaknaði daginn eftir mjög veik.“ Lítið er vitað um sjúkdóminn og Margrét segir það eitt það erfiðasta við hann. „Ég er búin að hringja í heimlislækninn minn og fór bara að grenja. Því ég þarf hjálp, eitthvað plan, áætlun og leiðbeiningar um hvernig ég eigi að takast á við þetta og koma mér aftur í gang.“ Margrét Gauja er ekki ein í þessum sporum. Þrjú hundruð Íslendingar eru í facebook-hópnum Við fengum covid. Þar eru þessi mál rædd og sérstaklega óvissan í kringum sjúkdómseinkenni, hversu lengi þau muni finna fyrir þeim og fylgikvilla. „Þetta er rauða línan í samskiptum í hópnum. Þessi kvíði og ótti af því að við vitum ekki neitt - það gerir þetta ástand ekki þægilegra.“ Margrét segist þurfa ráð enda hafi hún aldrei veikst svona. „Ég vil bara gera þetta rétt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Ekkert nýtt kórónuveirusmit greindist síðasta sólarhringinn, yfir 1800 manns hafa greinst með veiruna en einungis 26 eru skráðir með virk smit í dag. En það eru ekki allir komnir með fulla heilsu þótt þeir séu lausir úr einangrun. Margrét Gauja er ein þeirra. Hún greindist með veiruna í mars og var í einangrun í fjórar vikur. Hún losnaði úr einangrun fyrir tveimur vikum en er ekki orðin fullhraust. „Ef ég hreyfi mig eitthvað, þá er ég ekki að tala um skokk eða heilan jógatíma, heldur bara ef ég tek of mikið til eða er of mikið að stússast, þá vakna ég veik daginn eftir,“ segir Margrét. Hún finnur þá fyrir „almennum covi ömurlegheitum“ eins og hún kemst sjálf að orði. Fær hita, hausverk og flökurleika. „Orkan er líka sveiflukennd. Ég átti frábæran dag í gær og fór þá líklega aðeins fram úr sjálfri mér og er þreytt í dag. Maður er alltaf að reyna að finna milliveginn. Ég er orðin kvíðin fyrir því hvar línan er,“ segir Margrét Gauja og bendir á að ráðið „að taka því rólega“ segi henni lítið enda sé misjafnt eftir fólki hvað það þýði. Eins geti það varla verið hollt að vera í rúminu í fleiri mánuði. „Ég hef fengið covid“ á facebook „Það að hlusta á líkamann virkar heldur ekki vel. Ég fór í göngutúr um daginn og leið svakalega vel í göngutúrnum og fyrst eftir hann en vaknaði daginn eftir mjög veik.“ Lítið er vitað um sjúkdóminn og Margrét segir það eitt það erfiðasta við hann. „Ég er búin að hringja í heimlislækninn minn og fór bara að grenja. Því ég þarf hjálp, eitthvað plan, áætlun og leiðbeiningar um hvernig ég eigi að takast á við þetta og koma mér aftur í gang.“ Margrét Gauja er ekki ein í þessum sporum. Þrjú hundruð Íslendingar eru í facebook-hópnum Við fengum covid. Þar eru þessi mál rædd og sérstaklega óvissan í kringum sjúkdómseinkenni, hversu lengi þau muni finna fyrir þeim og fylgikvilla. „Þetta er rauða línan í samskiptum í hópnum. Þessi kvíði og ótti af því að við vitum ekki neitt - það gerir þetta ástand ekki þægilegra.“ Margrét segist þurfa ráð enda hafi hún aldrei veikst svona. „Ég vil bara gera þetta rétt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira