Evrópa þá og nú Stefanía Reynisdóttir skrifar 9. maí 2020 08:00 Í dag er Evrópudagurinn haldinn hátíðlegur um alla Evrópu, þó líklegast með breyttu sniði í ár sökum aðstæðna. Evrópudagurinn er hátíð friðar og samstöðu innan Evrópu og tækifæri til að velta fyrir sér þeim ævintýralegu framförum sem hafa orðið innan álfunnar síðan endir var bundinn á hrylling seinna stríðs. Friður og samvinna í 75 ár Fimm árum eftir að síðari heimstyrjöld lauk fyrir 75 árum, þann 9. maí 1950, setti Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, fram Schuman yfirlýsinguna sem markaði fyrsta skrefið í samrunaþróun Evrópu og fæðingarstund Evrópsks samstarfs. 70 ár af evrópskum samruna, samvinnu og samningaviðræðum byrjuðu með stofnun Kola- og stálbandalagsins þar sem sex ríki sameinuðu kola og stál framleiðslu sína. Í dag samanstendur Evrópusambandið af 27 ríkjum sem vinna saman að sameiginlegum markmiðum. 27 ríki sem setjast niður og rökræða við sama borðið frekar en að sitja hvert í sínu horni og há jafnvel stríð sín á milli. Hugsýn Schuman skín enn í gegn í Evrópusambandinu, en hann vildi ekki að samstarfið græfi undan þjóðríkjum sem einingum, heldur vildi hann breyta hugsun okkar og beina sjónum að því sem tengir okkur saman frekar en skilur okkur að. Stofnun Evrópusambandsins er þannig byggð á þeim skilningi að þegar ríki eru aðskilin og fullvalda reynist stutt í ágreininga. Þá reisa ríki viðskiptamúra til að verja hvoru tveggja raunverulega og ímyndaða hagsmuni sína sem stundum tilheyra aðeins litlum valdahópum innann þeirra. Reynsla seinustu áratuga sýnir okkur að evrópsk samvinna stuðlar að friði og velsæld allra sem í henni taka þátt. Sæti við borðið Evrópusambandið í dag byggir á grunngildum frjálslyndis um lýðræði, mannréttindi, og frelsi. Þetta eru allt gildi sem Ísland styður við, bæði hér heima og út í heimi. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki viljað gerast aðilar að sambandinu og standa þess í stað aðeins með annann fótinn inni. Með aðild að Evrópska Efnahagssvæðinu (EES) hefur Ísland fengið að taka þátt í innri markaði sambandsins og því sem oft er kallað fjórfrelsið. Það er Evrópusambandinu að þakka að við getum ferðast auðveldlega í Evrópu, búið þar, stundað nám, og átt frjáls viðskipti. Þjóðkjörnir fulltrúar Íslands koma hinsvegar ekki að ákvörðunartöku um lagaramma og regluverk innri markaðarins, en sökum aðildar Íslands að EES þurfum við að innleiða megnið af þeim lögum og reglum. Með aðild að Evrópusambandinu gætum við Íslendingar fengið sæti við borðið og orðið virkir þátttakendur í evrópskri samvinnu. Við fengjum þannig íslenskan framkvæmdastjóra í Framkvæmdastjórn ESB, íslenska þingmenn á Evrópuþingið og ráðherrar okkar sætu fundi leiðtogaráðsins. Á degi þessum tileinkuðum friði og samvinnu er vert að velta fyrir sér hvort að Ísland eigi ekki einmitt heima í sambandi ríkja sem virða lýðræði, mannréttindi og frjálslyndi. Ísland ætti að eiga sæti við borðið þar sem ákvarðanir er okkur varða eru teknar. Meðan Ísland er í EES vill bara einmitt svo til að borðið er í Brussel. Höfundur er alþjóðafulltrúi Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í dag er Evrópudagurinn haldinn hátíðlegur um alla Evrópu, þó líklegast með breyttu sniði í ár sökum aðstæðna. Evrópudagurinn er hátíð friðar og samstöðu innan Evrópu og tækifæri til að velta fyrir sér þeim ævintýralegu framförum sem hafa orðið innan álfunnar síðan endir var bundinn á hrylling seinna stríðs. Friður og samvinna í 75 ár Fimm árum eftir að síðari heimstyrjöld lauk fyrir 75 árum, þann 9. maí 1950, setti Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, fram Schuman yfirlýsinguna sem markaði fyrsta skrefið í samrunaþróun Evrópu og fæðingarstund Evrópsks samstarfs. 70 ár af evrópskum samruna, samvinnu og samningaviðræðum byrjuðu með stofnun Kola- og stálbandalagsins þar sem sex ríki sameinuðu kola og stál framleiðslu sína. Í dag samanstendur Evrópusambandið af 27 ríkjum sem vinna saman að sameiginlegum markmiðum. 27 ríki sem setjast niður og rökræða við sama borðið frekar en að sitja hvert í sínu horni og há jafnvel stríð sín á milli. Hugsýn Schuman skín enn í gegn í Evrópusambandinu, en hann vildi ekki að samstarfið græfi undan þjóðríkjum sem einingum, heldur vildi hann breyta hugsun okkar og beina sjónum að því sem tengir okkur saman frekar en skilur okkur að. Stofnun Evrópusambandsins er þannig byggð á þeim skilningi að þegar ríki eru aðskilin og fullvalda reynist stutt í ágreininga. Þá reisa ríki viðskiptamúra til að verja hvoru tveggja raunverulega og ímyndaða hagsmuni sína sem stundum tilheyra aðeins litlum valdahópum innann þeirra. Reynsla seinustu áratuga sýnir okkur að evrópsk samvinna stuðlar að friði og velsæld allra sem í henni taka þátt. Sæti við borðið Evrópusambandið í dag byggir á grunngildum frjálslyndis um lýðræði, mannréttindi, og frelsi. Þetta eru allt gildi sem Ísland styður við, bæði hér heima og út í heimi. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki viljað gerast aðilar að sambandinu og standa þess í stað aðeins með annann fótinn inni. Með aðild að Evrópska Efnahagssvæðinu (EES) hefur Ísland fengið að taka þátt í innri markaði sambandsins og því sem oft er kallað fjórfrelsið. Það er Evrópusambandinu að þakka að við getum ferðast auðveldlega í Evrópu, búið þar, stundað nám, og átt frjáls viðskipti. Þjóðkjörnir fulltrúar Íslands koma hinsvegar ekki að ákvörðunartöku um lagaramma og regluverk innri markaðarins, en sökum aðildar Íslands að EES þurfum við að innleiða megnið af þeim lögum og reglum. Með aðild að Evrópusambandinu gætum við Íslendingar fengið sæti við borðið og orðið virkir þátttakendur í evrópskri samvinnu. Við fengjum þannig íslenskan framkvæmdastjóra í Framkvæmdastjórn ESB, íslenska þingmenn á Evrópuþingið og ráðherrar okkar sætu fundi leiðtogaráðsins. Á degi þessum tileinkuðum friði og samvinnu er vert að velta fyrir sér hvort að Ísland eigi ekki einmitt heima í sambandi ríkja sem virða lýðræði, mannréttindi og frjálslyndi. Ísland ætti að eiga sæti við borðið þar sem ákvarðanir er okkur varða eru teknar. Meðan Ísland er í EES vill bara einmitt svo til að borðið er í Brussel. Höfundur er alþjóðafulltrúi Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun