Hveragerði hótar að hætta viðskiptum við Arion loki bankinn útibúinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. maí 2020 11:10 Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sat fjarfund bæjarráðsins í gær. Bæjarráð Hveragerðisbæjar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Arion banka að loka útibúi bankans í bænum. Hætti bankinn ekki við lokunina muni Hveragerði endurskoða viðskipti sín. Arion laumaði því að í tilkynningu sinni um breytta fyrirtækjaþjónustu, sem send var út á miðvikudag og Vísir greindi frá, að bankinn hyggðist sameina útibú sitt í Hveragerði við útibúið á Selfossi. Samkvæmt upplýsingum frá Arion mun þessu ekki fylgja uppsagnir eða aðrar breytingar á starfsemi bankans á Suðurlandi. Sjá einnig: Arion lokar útibúinu í Hveragerði Bæjarráð Hveragerðisbæjar sá tilefni til að bóka sérstaklega um útibúslokunina á fundi sínum í gær. Í bókuninni segir að „fjölmargir“ hafi reitt sig á þjónustu útibúsins í bæjarfélaginu. „Hveragerðisbær er ört vaxandi bæjarfélag þar sem gríðarlegur fjöldi ferðamanna á viðdvöl. Hér er einnig fjölmennt dvalarheimili og mikill fjöldi eldra fólks býr í bænum en þessi hópur hefur sérstaklega treyst á þjónustu bankans og á ekki hægt um vik með að sækja þjónustu í önnur bæjarfélög,“ segir í bókuninni. Hveragerðisbær hafi átt viðskipti við bankann frá stofnun hans og sérstaklega tekið fram að höfuðsstöðvar Búnaðarbankans á Suðurlandi hafi verið í Hveragerði. „Dragi Arion banki ekki til baka áætlanir sínar um lokun hér í Hveragerði mun bæjarstjórn endurskoða viðskipti sín við bankann,“ segir í lok bókunarinnar sem má nálgast hér. Íslenskir bankar Hveragerði Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Bæjarráð Hveragerðisbæjar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Arion banka að loka útibúi bankans í bænum. Hætti bankinn ekki við lokunina muni Hveragerði endurskoða viðskipti sín. Arion laumaði því að í tilkynningu sinni um breytta fyrirtækjaþjónustu, sem send var út á miðvikudag og Vísir greindi frá, að bankinn hyggðist sameina útibú sitt í Hveragerði við útibúið á Selfossi. Samkvæmt upplýsingum frá Arion mun þessu ekki fylgja uppsagnir eða aðrar breytingar á starfsemi bankans á Suðurlandi. Sjá einnig: Arion lokar útibúinu í Hveragerði Bæjarráð Hveragerðisbæjar sá tilefni til að bóka sérstaklega um útibúslokunina á fundi sínum í gær. Í bókuninni segir að „fjölmargir“ hafi reitt sig á þjónustu útibúsins í bæjarfélaginu. „Hveragerðisbær er ört vaxandi bæjarfélag þar sem gríðarlegur fjöldi ferðamanna á viðdvöl. Hér er einnig fjölmennt dvalarheimili og mikill fjöldi eldra fólks býr í bænum en þessi hópur hefur sérstaklega treyst á þjónustu bankans og á ekki hægt um vik með að sækja þjónustu í önnur bæjarfélög,“ segir í bókuninni. Hveragerðisbær hafi átt viðskipti við bankann frá stofnun hans og sérstaklega tekið fram að höfuðsstöðvar Búnaðarbankans á Suðurlandi hafi verið í Hveragerði. „Dragi Arion banki ekki til baka áætlanir sínar um lokun hér í Hveragerði mun bæjarstjórn endurskoða viðskipti sín við bankann,“ segir í lok bókunarinnar sem má nálgast hér.
Íslenskir bankar Hveragerði Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira