Gerir ráð fyrir 7,3 milljarða rekstrarhagnaði en ætlar ekki að hætta við hlutabótaleiðina Kristín Ólafsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 7. maí 2020 20:21 Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar. Skjáskot/Stöð 2 Forstjóri Festar ehf. gerir ekki ráð fyrir að félagið hætti við að nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda. Hann áætlar að hlutabótagreiðslur til starfsfólks nemi 40 milljónum á tímabilinu en Festi sér fram á 7,3 milljarða rekstrarhagnað á árinu 2020. Ríkistjórnin kynnti hlutabótaleiðina svokölluðu vegna kórónuveirufaraldurs í mars. 6.700 fyrirtæki nýttu sér úrræðið og 35-36 þúsund manns fengu greitt samkvæmt því síðustu mánaðarmót. Fyrirtækið Össur er á meðal þeirra sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina, að því er fram kemur í nýlegum ársfjórðungsuppgjörum fyrirtækja. Fyrirtækið skilaði sem samsvarar ríflega einum milljarði í rekstrarhagnað á tímabilinu og greiddi eigendum sínum 1,2 milljarða í arð fyrir árið 2019 en í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að starfshlutfall 165 starfsmanna hafi minnkað um 50%. Skeljungur skilaði um 900 milljónum í rekstrarhagnað og greiddi hluthöfum 600 milljónir í arð. Um 50% starfsmanna hafði farið á hlutabótaúrræði stjórnvalda en forstjórinn tilkynnti svo á sjötta tímanum í dag að ákveðið hefði verið að bjóða öllum starfsmönnum fullt starf og endurgreiða Vinnumálastofnun. Ekki er búið að birta ársfjórðungsuppgjör Haga en fyrirtækið hefur ellefu sinnum nýtt heimild af síðasta aðalfundi um kaup á eigin hlutabréfum, samtals að upphæð um hálfum milljarði. Fyrirtækið hefur nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda. Samkvæmt upplýsingum frá eignarhaldsfélaginu Festi, sem rekur Krónuna, N1, Elko og Bakkann, er gert ráð fyrir að rekstrarhagnaður félagsins á árinu verði 7,3 milljarðar króna. Hjá Festi var ákveðið að fresta arðgreiðslum upp á 600 milljónir þangað til í september og stjórnendur fá ekki umsamda kaupauka. Um 5,5 prósent starfsfólks var sett á hlutabótaúrræði ríkisstjórnarinnar. Nýta leiðina aðeins þar sem þurfti að loka Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festar var inntur eftir því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld hvort ekki væri óþarfi að fyrirtæki, sem gerði ráð fyrir 7,3 milljarða rekstrarhagnaði á árinu, nýti sér umrædda hlutabótaleið. Hann kvað svo ekki vera. „Nei, vegna þess að þegar hlutabótaleiðin kemur upp sem úrræði hjá ríkinu nýtum við þetta bara þar sem við þurfum að loka eða þrengja starfsemi út af ákvörðun sóttvarnalæknis eða heilbrigðisráðherra, eins og í Leifsstöð með Elko-búðina okkar,“ sagði Eggert. „Við viljum tryggja ráðningasambandið við þetta frábæra fólk og þess vegna nýtum við okkur þessa leið.“ Hversu mikið hefur starfsfólk fengið greitt úr ríkissjóði? „Við gerum ráð fyrir að á þessu tímabili séu þetta um 40 milljónir. Og þetta eru um 5,5 prósent af heildarstöðufjölda.“ Þá gerði Eggert ekki ráð fyrir að fyrirtækið færi að fordæmi Skeljungs og hætti við að nýta sér hlutabótaleiðina. „Ég geri ekki ráð fyrir því vegna þess að þetta er algjörlega gert þar sem við höfum þurft að loka út af ákvörðun sóttvarnalæknis. Þannig að við erum ekki að nota þetta á skrifstofunni eða svoleiðis, þar sem gengur vel. Þannig að, nei, við gerum ekki ráð fyrir því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Bjarni segir ríkissjóð ekki standa undir velferðarkerfinu Fjármálaráðherra segir stjórnvöld leggja áherslu á björgun starfa meðal annars vegna þess að án þeirra hafi ríkissjóður ekki efni á að reka velferðarkerfið. 7. maí 2020 20:00 Ætlast til þess að fyrirtæki misnoti ekki „björgunarhringi“ stjórnvalda Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að auðvitað sé ætlast til þess að fyrirtæki misnoti sér ekki leiðir á borð við hlutabótaleiðina. 7. maí 2020 19:24 Skeljungur býður starfsmönnum fullt starf á ný og endurgreiðir Vinnumálastofnun Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skeljungi. 7. maí 2020 17:33 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Forstjóri Festar ehf. gerir ekki ráð fyrir að félagið hætti við að nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda. Hann áætlar að hlutabótagreiðslur til starfsfólks nemi 40 milljónum á tímabilinu en Festi sér fram á 7,3 milljarða rekstrarhagnað á árinu 2020. Ríkistjórnin kynnti hlutabótaleiðina svokölluðu vegna kórónuveirufaraldurs í mars. 6.700 fyrirtæki nýttu sér úrræðið og 35-36 þúsund manns fengu greitt samkvæmt því síðustu mánaðarmót. Fyrirtækið Össur er á meðal þeirra sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina, að því er fram kemur í nýlegum ársfjórðungsuppgjörum fyrirtækja. Fyrirtækið skilaði sem samsvarar ríflega einum milljarði í rekstrarhagnað á tímabilinu og greiddi eigendum sínum 1,2 milljarða í arð fyrir árið 2019 en í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að starfshlutfall 165 starfsmanna hafi minnkað um 50%. Skeljungur skilaði um 900 milljónum í rekstrarhagnað og greiddi hluthöfum 600 milljónir í arð. Um 50% starfsmanna hafði farið á hlutabótaúrræði stjórnvalda en forstjórinn tilkynnti svo á sjötta tímanum í dag að ákveðið hefði verið að bjóða öllum starfsmönnum fullt starf og endurgreiða Vinnumálastofnun. Ekki er búið að birta ársfjórðungsuppgjör Haga en fyrirtækið hefur ellefu sinnum nýtt heimild af síðasta aðalfundi um kaup á eigin hlutabréfum, samtals að upphæð um hálfum milljarði. Fyrirtækið hefur nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda. Samkvæmt upplýsingum frá eignarhaldsfélaginu Festi, sem rekur Krónuna, N1, Elko og Bakkann, er gert ráð fyrir að rekstrarhagnaður félagsins á árinu verði 7,3 milljarðar króna. Hjá Festi var ákveðið að fresta arðgreiðslum upp á 600 milljónir þangað til í september og stjórnendur fá ekki umsamda kaupauka. Um 5,5 prósent starfsfólks var sett á hlutabótaúrræði ríkisstjórnarinnar. Nýta leiðina aðeins þar sem þurfti að loka Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festar var inntur eftir því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld hvort ekki væri óþarfi að fyrirtæki, sem gerði ráð fyrir 7,3 milljarða rekstrarhagnaði á árinu, nýti sér umrædda hlutabótaleið. Hann kvað svo ekki vera. „Nei, vegna þess að þegar hlutabótaleiðin kemur upp sem úrræði hjá ríkinu nýtum við þetta bara þar sem við þurfum að loka eða þrengja starfsemi út af ákvörðun sóttvarnalæknis eða heilbrigðisráðherra, eins og í Leifsstöð með Elko-búðina okkar,“ sagði Eggert. „Við viljum tryggja ráðningasambandið við þetta frábæra fólk og þess vegna nýtum við okkur þessa leið.“ Hversu mikið hefur starfsfólk fengið greitt úr ríkissjóði? „Við gerum ráð fyrir að á þessu tímabili séu þetta um 40 milljónir. Og þetta eru um 5,5 prósent af heildarstöðufjölda.“ Þá gerði Eggert ekki ráð fyrir að fyrirtækið færi að fordæmi Skeljungs og hætti við að nýta sér hlutabótaleiðina. „Ég geri ekki ráð fyrir því vegna þess að þetta er algjörlega gert þar sem við höfum þurft að loka út af ákvörðun sóttvarnalæknis. Þannig að við erum ekki að nota þetta á skrifstofunni eða svoleiðis, þar sem gengur vel. Þannig að, nei, við gerum ekki ráð fyrir því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Bjarni segir ríkissjóð ekki standa undir velferðarkerfinu Fjármálaráðherra segir stjórnvöld leggja áherslu á björgun starfa meðal annars vegna þess að án þeirra hafi ríkissjóður ekki efni á að reka velferðarkerfið. 7. maí 2020 20:00 Ætlast til þess að fyrirtæki misnoti ekki „björgunarhringi“ stjórnvalda Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að auðvitað sé ætlast til þess að fyrirtæki misnoti sér ekki leiðir á borð við hlutabótaleiðina. 7. maí 2020 19:24 Skeljungur býður starfsmönnum fullt starf á ný og endurgreiðir Vinnumálastofnun Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skeljungi. 7. maí 2020 17:33 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Bjarni segir ríkissjóð ekki standa undir velferðarkerfinu Fjármálaráðherra segir stjórnvöld leggja áherslu á björgun starfa meðal annars vegna þess að án þeirra hafi ríkissjóður ekki efni á að reka velferðarkerfið. 7. maí 2020 20:00
Ætlast til þess að fyrirtæki misnoti ekki „björgunarhringi“ stjórnvalda Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að auðvitað sé ætlast til þess að fyrirtæki misnoti sér ekki leiðir á borð við hlutabótaleiðina. 7. maí 2020 19:24
Skeljungur býður starfsmönnum fullt starf á ný og endurgreiðir Vinnumálastofnun Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skeljungi. 7. maí 2020 17:33
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent