9% samdráttur á árinu samkvæmt sviðsmyndagreiningu stjórnvalda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2020 19:24 Fjármála- og efnahagsráðuneytið vann sviðsmyndagreiningu um efnahagshorfur í apríl. Forsendur sem slíkar sviðsmyndagreiningar byggja á geta breyst hratt á þeim óvissutímum sem uppi eru. Vísir/Vilhelm Búast má við um 9% samdrætti á þessu ári ef sviðsmyndagreining stjórnvalda rætist um áhrif kórónuveirufaraldursins á íslenskt efnahagslíf. Hagkerfið gæti aftur á móti vaxið um 5% strax á næsta ári. Atvinnuleysi á ársgrundvelli gæti farið yfir 10%. Þann 20. apríl vann fjármála- og efnahagsráðuneytið greiningu til að reyna að varpa ljósi á hversu umfangsmikil áhrif kórónuveirufaraldursins verða á íslenskt efnahagslíf. Greiningin var gerð opinber í dag en hún er sögð byggja á raunhæfum en svartsýnum forsendum um dýpt kreppunnar sem blasir við. Þannig er gert ráð fyrir að samdráttur í einkaneyslu í ár gæti orðið 9% ef forsendur raungerast. Það er ívið minni samdráttur en samanlagt árin 2009 til 2010. Covid-19 hafi í för með sér tvíþætt efnahagsáfall. Annars vegar tímabundin áhrif vegna minnkandi eftirspurnar. Hins vegar liggi ferðaþjónustan í dvala og horfur atvinnugreinarinnar á heimsvísu séu óljósar til næstu tólf til átján mánaða. Þá sé útlit fyrir mesta útflutningssamdrátt frá því mælingar hófust. Hagkerfið gæti þó tekið þónokkurn kipp og vaxið um 5% strax á næsta ári samkvæmt sviðsmyndagreiningunni. Tekið er fram í tilkynningu frá ráðuneytinu að niðurstöður greiningarinnar feli ekki í sér spá um líklegustu framvindu efnahagsmála heldur mögulega framvindu miðað við gefnar forsendur. Þær geti breyst hratt. Til dæmis sé nú útlit fyrir að undið verði ofan af sóttvarnaaðgerðum fyrr en forsendur sviðsmyndarinnar gerðu ráð fyrir. Þá hafi vísbendingar þegar borist um að samdráttur einkaneyslu gæti reynst minni en áætlað var þegar greiningin var unnin. Loks gæti atvinnuleysi yfir árið endað í um 11%. Settur er þó sá fyrirvari að síðan greiningin var unnin hafi hlutastarfaleiðin verið framlengd. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Búast má við um 9% samdrætti á þessu ári ef sviðsmyndagreining stjórnvalda rætist um áhrif kórónuveirufaraldursins á íslenskt efnahagslíf. Hagkerfið gæti aftur á móti vaxið um 5% strax á næsta ári. Atvinnuleysi á ársgrundvelli gæti farið yfir 10%. Þann 20. apríl vann fjármála- og efnahagsráðuneytið greiningu til að reyna að varpa ljósi á hversu umfangsmikil áhrif kórónuveirufaraldursins verða á íslenskt efnahagslíf. Greiningin var gerð opinber í dag en hún er sögð byggja á raunhæfum en svartsýnum forsendum um dýpt kreppunnar sem blasir við. Þannig er gert ráð fyrir að samdráttur í einkaneyslu í ár gæti orðið 9% ef forsendur raungerast. Það er ívið minni samdráttur en samanlagt árin 2009 til 2010. Covid-19 hafi í för með sér tvíþætt efnahagsáfall. Annars vegar tímabundin áhrif vegna minnkandi eftirspurnar. Hins vegar liggi ferðaþjónustan í dvala og horfur atvinnugreinarinnar á heimsvísu séu óljósar til næstu tólf til átján mánaða. Þá sé útlit fyrir mesta útflutningssamdrátt frá því mælingar hófust. Hagkerfið gæti þó tekið þónokkurn kipp og vaxið um 5% strax á næsta ári samkvæmt sviðsmyndagreiningunni. Tekið er fram í tilkynningu frá ráðuneytinu að niðurstöður greiningarinnar feli ekki í sér spá um líklegustu framvindu efnahagsmála heldur mögulega framvindu miðað við gefnar forsendur. Þær geti breyst hratt. Til dæmis sé nú útlit fyrir að undið verði ofan af sóttvarnaaðgerðum fyrr en forsendur sviðsmyndarinnar gerðu ráð fyrir. Þá hafi vísbendingar þegar borist um að samdráttur einkaneyslu gæti reynst minni en áætlað var þegar greiningin var unnin. Loks gæti atvinnuleysi yfir árið endað í um 11%. Settur er þó sá fyrirvari að síðan greiningin var unnin hafi hlutastarfaleiðin verið framlengd.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira