Úrslitakeppni NFL deildarinnar klár og lítur svona út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2019 11:00 Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs fengu óvænta hjálp frá Höfrungunum frá Miami og sitja því hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um næstu helgi. Getty/Jamie Squire Deildarkeppni NFL-deildarinnar kláraðist í nótt og nú er því endanlega ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst um næstu helgi. Philadelphia Eagles varð tólfta og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og gerði það á kostnað Dallas Cowboys sem missir af úrslitakeppninni í ár. Tennessee Titans tryggði sig líka inn í úrslitakeppnina í gær. Philadelphia Eagles gulltryggði sætið með 34-17 sigri á New York Giants en það dugði ekki Dallas Cowboys liðinu að vinna 47-16 sigur á Washington Redskins. Tennessee Titans tryggði sig inn með 35-14 sigri á Houston Texans en Texans liðið hafði áður tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Derrick Henry hljóp alls 211 jarda með boltann og tryggði sér titilinn hlaupakóngur deildarinnar. Wild Card Weekend! #NFLPlayoffs#WeReadypic.twitter.com/P4wySAdxYu— NFL (@NFL) December 30, 2019 Óvæntustu úrslit lokaumferðarinnar voru án ef tap New England Patriots á heimavelli á móti lélegasta liði deildarinnar, Miami Dolphins. Þetta tap er líka slæmt fyrir Patriots-liðið sem hefði tryggt sér frí um næstu helgi með sigri. Kansas City Chiefs fagnaði ekki aðeins sigri á Los Angeles Chargers heldur fékk líka liðið að sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þökk sé tapi New England Patriots. San Francisco 49ers tryggði sér líka frí um næstu helgi með því að vinna 26-21 sigur á Seattle Seahawks í kvöldleiknum en naumur 23-20 sigur Green Bay Packers á Detroit Lions hafði einnig fært Packers liðinu þann lúxus að hvíla sig um næstu helgi. Tvö efstu liðin í báðum deildum sleppa við að spila leik á Wild Card helginni en fá síðan að mæta sigurvegurunum þar viku seinna. Öll úrslitakeppnin verður í beinni á Stöð 2 Sport en dagskrá næstu helgar er eftirfarandi: The NFL Playoff schedule: pic.twitter.com/qe8AuAlAu0— Ian Rapoport (@RapSheet) December 30, 2019 Laugardagur 4. janúar Klukkan 21:35 Houston Texans - Buffalo BillsKlukkan 1:15 New England Patriots - Tennessee TitansSunnudagur 5. janúarKlukkan 18:05 New Orleans Saints - Minnesota VikingsKlukkan 21:40 Philadelphia Eagles - Seattle Seahawks The #NFLPlayoffs are set! pic.twitter.com/JUPNOiDKSA— NFL (@NFL) December 30, 2019 NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Sjá meira
Deildarkeppni NFL-deildarinnar kláraðist í nótt og nú er því endanlega ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst um næstu helgi. Philadelphia Eagles varð tólfta og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og gerði það á kostnað Dallas Cowboys sem missir af úrslitakeppninni í ár. Tennessee Titans tryggði sig líka inn í úrslitakeppnina í gær. Philadelphia Eagles gulltryggði sætið með 34-17 sigri á New York Giants en það dugði ekki Dallas Cowboys liðinu að vinna 47-16 sigur á Washington Redskins. Tennessee Titans tryggði sig inn með 35-14 sigri á Houston Texans en Texans liðið hafði áður tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Derrick Henry hljóp alls 211 jarda með boltann og tryggði sér titilinn hlaupakóngur deildarinnar. Wild Card Weekend! #NFLPlayoffs#WeReadypic.twitter.com/P4wySAdxYu— NFL (@NFL) December 30, 2019 Óvæntustu úrslit lokaumferðarinnar voru án ef tap New England Patriots á heimavelli á móti lélegasta liði deildarinnar, Miami Dolphins. Þetta tap er líka slæmt fyrir Patriots-liðið sem hefði tryggt sér frí um næstu helgi með sigri. Kansas City Chiefs fagnaði ekki aðeins sigri á Los Angeles Chargers heldur fékk líka liðið að sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þökk sé tapi New England Patriots. San Francisco 49ers tryggði sér líka frí um næstu helgi með því að vinna 26-21 sigur á Seattle Seahawks í kvöldleiknum en naumur 23-20 sigur Green Bay Packers á Detroit Lions hafði einnig fært Packers liðinu þann lúxus að hvíla sig um næstu helgi. Tvö efstu liðin í báðum deildum sleppa við að spila leik á Wild Card helginni en fá síðan að mæta sigurvegurunum þar viku seinna. Öll úrslitakeppnin verður í beinni á Stöð 2 Sport en dagskrá næstu helgar er eftirfarandi: The NFL Playoff schedule: pic.twitter.com/qe8AuAlAu0— Ian Rapoport (@RapSheet) December 30, 2019 Laugardagur 4. janúar Klukkan 21:35 Houston Texans - Buffalo BillsKlukkan 1:15 New England Patriots - Tennessee TitansSunnudagur 5. janúarKlukkan 18:05 New Orleans Saints - Minnesota VikingsKlukkan 21:40 Philadelphia Eagles - Seattle Seahawks The #NFLPlayoffs are set! pic.twitter.com/JUPNOiDKSA— NFL (@NFL) December 30, 2019
NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Sjá meira