Fjórða konan tilkynnti meint kynferðisbrot Kristjáns Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. desember 2019 19:00 Fjórða konan hefur tilkynnt lögreglu um meint kynferðisbrot Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands. Kristjáni var sleppt úr haldi lögreglu í dag eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir honum. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar sem tekur hann að öllum líkindum ekki fyrir fyrr en á nýju ári. Kristján Gunnar var látinn laus eftir hádegi í dag eftir að héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. Hann hefur verið í haldi síðan á jólanótt grunaður um kynferðisbrot, líkamsáras og um að hafa svipt þrjár konur frelsi sínu. Niðurstaða héraðsdóms um að aflétta gæsluvarðhaldi var samstundis kærð til Landsréttar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki vilja veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag en ætla má að niðurstaða héraðsdóms hafi komið lögreglu á óvart. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að málið væri litið mjög alvarlegum augum. Farið hefði verið fram á varðhald til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Þá var krafan einnig lögð fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna, en yfirheyrslum er til að mynda enn ólokið og málið enn á viðkvæmu stigi. Málið hefur vakið mikla athygli en Kristján er lektor við Háskóla Íslands og einn helsti skattasérfræðingur landsins. Kristján var fyrst handtekinn á heimili sínu á aðfangadag vegna gruns um frelsissviptingu og fíkniefnabrot. Honum var sleppt samdægurs að lokinni yfirheyrslu. Hann var síðan handtekinn aftur að morgni jóladags, þá vegna gruns um að hafa brotið gegn tveimur öðrum konum á jólanótt. Landsréttur mun að öllum líkindum ekki ná að fjalla um kæru á úrskurði héraðsdóms fyrr en á nýju ári. Kæra á úrskurði héraðsdóms hafði ekki borist Landsrétti síðdegis í dag samkvæmt upplýsingum frá réttinum en það er héraðsdómur sem sendir kæruna áfram. Eftir að kæran berist hefst sólarhringsfrestur málsaðila til að skila inn greinargerð og að þeim fresti liðnum sé málið tekið til úrskurðar. Venja sé sú að ekki sé úrskurðað á gamlárs- og nýársdag og líklegt megi telja að niðurstaða liggi því ekki fyrir fyrr en 2 janúar. Eins og fram hefur komið hafa þrjár konur kært Kristján. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögreglan fengið tilkynningu frá fjórðu konunni vegna meints kynferðisbrots sem á að hafa átt sér stað á heimili Kristjáns. Konan er erlendis en hefur óskað eftir því að gefa skýrslu í málinu. Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglan Tengdar fréttir Kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektornum hafnað Kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor vi HÍ, verði áfram í gæsluvarðhaldi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt fyrir hádegi. 30. desember 2019 11:57 Lektorinn að öllum líkindum laus yfir áramótin Landsréttur tekur líklega kæru lögreglu fyrir í upphafi nýs árs. 30. desember 2019 14:29 Ákvörðun um áframhaldandi varðhald tekin í dag Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur mun í dag taka ákvörðun um það hvort Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, muni áfram sæta gæsluvarðhaldi. 30. desember 2019 07:03 Var vikið úr kennslu við Háskóla Íslands í haust Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar sem hefur gegnt 30% stöðu sem lektor við Háskóla Íslands hefur verið til umfjöllunar þar í nokkra mánuði og var honum honum vikið úr kennslu í haust samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 30. desember 2019 15:06 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Sjá meira
Fjórða konan hefur tilkynnt lögreglu um meint kynferðisbrot Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands. Kristjáni var sleppt úr haldi lögreglu í dag eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir honum. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar sem tekur hann að öllum líkindum ekki fyrir fyrr en á nýju ári. Kristján Gunnar var látinn laus eftir hádegi í dag eftir að héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. Hann hefur verið í haldi síðan á jólanótt grunaður um kynferðisbrot, líkamsáras og um að hafa svipt þrjár konur frelsi sínu. Niðurstaða héraðsdóms um að aflétta gæsluvarðhaldi var samstundis kærð til Landsréttar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki vilja veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag en ætla má að niðurstaða héraðsdóms hafi komið lögreglu á óvart. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að málið væri litið mjög alvarlegum augum. Farið hefði verið fram á varðhald til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Þá var krafan einnig lögð fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna, en yfirheyrslum er til að mynda enn ólokið og málið enn á viðkvæmu stigi. Málið hefur vakið mikla athygli en Kristján er lektor við Háskóla Íslands og einn helsti skattasérfræðingur landsins. Kristján var fyrst handtekinn á heimili sínu á aðfangadag vegna gruns um frelsissviptingu og fíkniefnabrot. Honum var sleppt samdægurs að lokinni yfirheyrslu. Hann var síðan handtekinn aftur að morgni jóladags, þá vegna gruns um að hafa brotið gegn tveimur öðrum konum á jólanótt. Landsréttur mun að öllum líkindum ekki ná að fjalla um kæru á úrskurði héraðsdóms fyrr en á nýju ári. Kæra á úrskurði héraðsdóms hafði ekki borist Landsrétti síðdegis í dag samkvæmt upplýsingum frá réttinum en það er héraðsdómur sem sendir kæruna áfram. Eftir að kæran berist hefst sólarhringsfrestur málsaðila til að skila inn greinargerð og að þeim fresti liðnum sé málið tekið til úrskurðar. Venja sé sú að ekki sé úrskurðað á gamlárs- og nýársdag og líklegt megi telja að niðurstaða liggi því ekki fyrir fyrr en 2 janúar. Eins og fram hefur komið hafa þrjár konur kært Kristján. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögreglan fengið tilkynningu frá fjórðu konunni vegna meints kynferðisbrots sem á að hafa átt sér stað á heimili Kristjáns. Konan er erlendis en hefur óskað eftir því að gefa skýrslu í málinu.
Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglan Tengdar fréttir Kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektornum hafnað Kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor vi HÍ, verði áfram í gæsluvarðhaldi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt fyrir hádegi. 30. desember 2019 11:57 Lektorinn að öllum líkindum laus yfir áramótin Landsréttur tekur líklega kæru lögreglu fyrir í upphafi nýs árs. 30. desember 2019 14:29 Ákvörðun um áframhaldandi varðhald tekin í dag Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur mun í dag taka ákvörðun um það hvort Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, muni áfram sæta gæsluvarðhaldi. 30. desember 2019 07:03 Var vikið úr kennslu við Háskóla Íslands í haust Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar sem hefur gegnt 30% stöðu sem lektor við Háskóla Íslands hefur verið til umfjöllunar þar í nokkra mánuði og var honum honum vikið úr kennslu í haust samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 30. desember 2019 15:06 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Sjá meira
Kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektornum hafnað Kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor vi HÍ, verði áfram í gæsluvarðhaldi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt fyrir hádegi. 30. desember 2019 11:57
Lektorinn að öllum líkindum laus yfir áramótin Landsréttur tekur líklega kæru lögreglu fyrir í upphafi nýs árs. 30. desember 2019 14:29
Ákvörðun um áframhaldandi varðhald tekin í dag Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur mun í dag taka ákvörðun um það hvort Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, muni áfram sæta gæsluvarðhaldi. 30. desember 2019 07:03
Var vikið úr kennslu við Háskóla Íslands í haust Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar sem hefur gegnt 30% stöðu sem lektor við Háskóla Íslands hefur verið til umfjöllunar þar í nokkra mánuði og var honum honum vikið úr kennslu í haust samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 30. desember 2019 15:06