Yfir 600 börn bíða eftir sérfræðiþjónustu skóla Kolbrún Baldursdóttir skrifar 31. desember 2019 11:30 Á fundi velferðarráðs í desember voru lagðar fram biðlistatölur barna sem bíða eftir sérfræðiþjónustu skóla. Það eru 489 börn sem bíða eftir fyrstu þjónustu og 340 börn sem bíða eftir frekari þjónustu. Alls eru því 641 barn að bíða. Með sérfræðiþjónustu skóla er átt við sálfræðiviðtöl, kennslufræðilegt mat, talkennslu og sértækar greiningar á vanda barnanna sem foreldrar, kennarar og fleiri telja að barnið þurfi nauðsynlega á að halda. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram formlega fyrirspurn um stöðu barnanna sem bíða eftir þessari þjónustu og sundurliðun á ástæðu tilvísunar. Grípa verður til aðgerða Ráðast verður til atlögu með markvissum og kerfisbundnum hætti til að stytta biðlista. Það verður einungis gert með því að fjölga fagfólki skólanna og skipuleggja störfin þannig að meiri skilvirkni náist. Við síðari umræðu um fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar lagði Flokkur fólksins fram fimm breytingartillögur. Ein þeirra var tillaga um að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar til að stytta biðlista. Lagt var til að ráðið yrði fagfólk tímabundið, tveir sálfræðingar og einn talmeinafræðingur til eins árs. Gert er ráð fyrir að kostnaður við þessi þrjú stöðugildi nemi 40,5 m.kr. Tillagan var felld. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lengi talað fyrir að aðsetur skólasálfræðinga sé í skólunum þar sem sálfræðingarnir eru nálægt börnunum og til stuðnings og ráðgjafar við kennara og starfsfólk. Það myndi bæta skipulag og auka skilvirkni. Bið eftir þjónustu skapar óvissu og veldur börnum og foreldrum þeirra oft miklu álagi. Það hafa ekki allir foreldrar ráð á að leita sér aðstoðar með börn sín hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum. Við eigum að geta gert kröfu um að börn hafi gott aðgengi að allri þjónustu borgarinnar þar með talið sérfræðiþjónustu skólanna. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á fundi velferðarráðs í desember voru lagðar fram biðlistatölur barna sem bíða eftir sérfræðiþjónustu skóla. Það eru 489 börn sem bíða eftir fyrstu þjónustu og 340 börn sem bíða eftir frekari þjónustu. Alls eru því 641 barn að bíða. Með sérfræðiþjónustu skóla er átt við sálfræðiviðtöl, kennslufræðilegt mat, talkennslu og sértækar greiningar á vanda barnanna sem foreldrar, kennarar og fleiri telja að barnið þurfi nauðsynlega á að halda. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram formlega fyrirspurn um stöðu barnanna sem bíða eftir þessari þjónustu og sundurliðun á ástæðu tilvísunar. Grípa verður til aðgerða Ráðast verður til atlögu með markvissum og kerfisbundnum hætti til að stytta biðlista. Það verður einungis gert með því að fjölga fagfólki skólanna og skipuleggja störfin þannig að meiri skilvirkni náist. Við síðari umræðu um fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar lagði Flokkur fólksins fram fimm breytingartillögur. Ein þeirra var tillaga um að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar til að stytta biðlista. Lagt var til að ráðið yrði fagfólk tímabundið, tveir sálfræðingar og einn talmeinafræðingur til eins árs. Gert er ráð fyrir að kostnaður við þessi þrjú stöðugildi nemi 40,5 m.kr. Tillagan var felld. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lengi talað fyrir að aðsetur skólasálfræðinga sé í skólunum þar sem sálfræðingarnir eru nálægt börnunum og til stuðnings og ráðgjafar við kennara og starfsfólk. Það myndi bæta skipulag og auka skilvirkni. Bið eftir þjónustu skapar óvissu og veldur börnum og foreldrum þeirra oft miklu álagi. Það hafa ekki allir foreldrar ráð á að leita sér aðstoðar með börn sín hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum. Við eigum að geta gert kröfu um að börn hafi gott aðgengi að allri þjónustu borgarinnar þar með talið sérfræðiþjónustu skólanna. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun