Eldtungurnar stóðu út um glugga Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 20. desember 2019 10:45 Slökkviliðsmenn hlúa að íbúa í Vesturbergi í morgun. Vísir/vilhelm Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. Íbúum hússins hafi verið hætta búin en þeir hafa verið fluttir í skóla í nágrenninu nú í morgun, þar sem teymi frá Rauða krossinum hlúir að þeim. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út vegna eldsins á tíunda tímanum í morgun. Eldurinn hefur verið slökktur og unnið er að því að reykræsta. Slökkviliðsmenn við störf í morgun.vísir/vilhelm Stigagangurinn lokaðist af reyk Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri segir í samtali við fréttastofu að strax hafi legið fyrir í tilkynningunni að mikill eldur hefði komið upp, sem og að fólk væri inni í íbúðum hússins og mikill reykur í stigagangi. Íbúar hafi verið beðnir um að halda sig inni. Þegar komið var á staðinn varð ljóst að eldurinn kviknaði á fyrstu hæð hússins, þar sem eru hjólageymslur, þvottahús og annað slíkt. „Það var bara mjög mikill eldur. Stigagangurinn lokaðist af reyk. Fólkið gerði alveg hárrétt í stöðunni, það var inni í íbúðunum og fór ekki inn á stigaganginn og fór svo bara út á svalir ef það fór að finna mikla lykt. Við slökktum síðan eldinn og erum að vinna að því að taka fólkið úr íbúðunum, aðstoða það,“ segir Birgir. Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri, á vettvangi í Vesturbergi í morgun.Vísir/þorsteinn Hann hefur ekki nákvæmar upplýsingar um það hversu margar íbúðir eru í stigaganginum eða hversu margir búa í þeim. Svo virðist sem engan hafi sakað en Birgir segir að ljóst hafi verið að fólkinu var hætta búin. „Þegar eldurinn er orðinn svona mikill þá já, þetta hefði getað farið mun verr. En við sendum allar okkar stöðvar, við vorum fljótir að ná að slá niður þennan mesta eld. Það stóðu bara eldtungurnar út um glugga. Það gekk nokkuð fljótt fyrir sig og þá var staðan undir kontról,“ segir Birgir. „En svo þurfti að vinna eftirvinnuna, vera í sambandi við fólkið, segja því að halda kyrru fyrir á meðan við værum að ná að hreinsa upp reykinn svo það væri öruggara að ná því út.“ Bæði mönnum og dýrum var bjargað úr húsinu.Vísir/vilhelm Mikill mannskapur og góð tæki Inntur eftir því hvort aðstæður til slökkvistarfs hafi verið erfiðar segir Birgir að öflugt lið viðbragðsaðila hafi leyst verkið vel úr hendi. „Auðvitað er það þannig að þarna eru geymslur og annað slíkt þar sem eru einhverjir timburveggir, byggðir eftir þeim tímareglum, þannig að það var meiri eldur sjálfsagt út af því. En ekkert erfiðara fyrir okkur þannig séð. Mikill mannskapur, góð tæki og ráðist á þetta í hvelli.“ Birgir segir að ekki sé byrjað að kanna umfang tjóns vegna eldsins. Nú sé lögð áhersla á að huga að íbúum en farið hefur verið með fólkið í nærliggjandi skóla, þar sem teymi frá Rauða krossinum tekur á móti þeim. Þá verður einnig reynt að ná í þá íbúa sem ekki voru á staðnum þegar eldurinn kom upp. Inngangurinn að neðstu hæðinni er töluvert skemmdur.Vísir/vilhelm Slökkvistarf gekk vel, að sögn varaslökkviliðsstjóra.Vísir/vilhelm Slökkviliðsmenn aðstoða íbúa út úr húsinu.Vísir/vilhelm Íbúum hússins var hætta búin í morgun að sögn varaslökkviliðsstjóra.vísir/vilhelm Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. Íbúum hússins hafi verið hætta búin en þeir hafa verið fluttir í skóla í nágrenninu nú í morgun, þar sem teymi frá Rauða krossinum hlúir að þeim. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út vegna eldsins á tíunda tímanum í morgun. Eldurinn hefur verið slökktur og unnið er að því að reykræsta. Slökkviliðsmenn við störf í morgun.vísir/vilhelm Stigagangurinn lokaðist af reyk Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri segir í samtali við fréttastofu að strax hafi legið fyrir í tilkynningunni að mikill eldur hefði komið upp, sem og að fólk væri inni í íbúðum hússins og mikill reykur í stigagangi. Íbúar hafi verið beðnir um að halda sig inni. Þegar komið var á staðinn varð ljóst að eldurinn kviknaði á fyrstu hæð hússins, þar sem eru hjólageymslur, þvottahús og annað slíkt. „Það var bara mjög mikill eldur. Stigagangurinn lokaðist af reyk. Fólkið gerði alveg hárrétt í stöðunni, það var inni í íbúðunum og fór ekki inn á stigaganginn og fór svo bara út á svalir ef það fór að finna mikla lykt. Við slökktum síðan eldinn og erum að vinna að því að taka fólkið úr íbúðunum, aðstoða það,“ segir Birgir. Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri, á vettvangi í Vesturbergi í morgun.Vísir/þorsteinn Hann hefur ekki nákvæmar upplýsingar um það hversu margar íbúðir eru í stigaganginum eða hversu margir búa í þeim. Svo virðist sem engan hafi sakað en Birgir segir að ljóst hafi verið að fólkinu var hætta búin. „Þegar eldurinn er orðinn svona mikill þá já, þetta hefði getað farið mun verr. En við sendum allar okkar stöðvar, við vorum fljótir að ná að slá niður þennan mesta eld. Það stóðu bara eldtungurnar út um glugga. Það gekk nokkuð fljótt fyrir sig og þá var staðan undir kontról,“ segir Birgir. „En svo þurfti að vinna eftirvinnuna, vera í sambandi við fólkið, segja því að halda kyrru fyrir á meðan við værum að ná að hreinsa upp reykinn svo það væri öruggara að ná því út.“ Bæði mönnum og dýrum var bjargað úr húsinu.Vísir/vilhelm Mikill mannskapur og góð tæki Inntur eftir því hvort aðstæður til slökkvistarfs hafi verið erfiðar segir Birgir að öflugt lið viðbragðsaðila hafi leyst verkið vel úr hendi. „Auðvitað er það þannig að þarna eru geymslur og annað slíkt þar sem eru einhverjir timburveggir, byggðir eftir þeim tímareglum, þannig að það var meiri eldur sjálfsagt út af því. En ekkert erfiðara fyrir okkur þannig séð. Mikill mannskapur, góð tæki og ráðist á þetta í hvelli.“ Birgir segir að ekki sé byrjað að kanna umfang tjóns vegna eldsins. Nú sé lögð áhersla á að huga að íbúum en farið hefur verið með fólkið í nærliggjandi skóla, þar sem teymi frá Rauða krossinum tekur á móti þeim. Þá verður einnig reynt að ná í þá íbúa sem ekki voru á staðnum þegar eldurinn kom upp. Inngangurinn að neðstu hæðinni er töluvert skemmdur.Vísir/vilhelm Slökkvistarf gekk vel, að sögn varaslökkviliðsstjóra.Vísir/vilhelm Slökkviliðsmenn aðstoða íbúa út úr húsinu.Vísir/vilhelm Íbúum hússins var hætta búin í morgun að sögn varaslökkviliðsstjóra.vísir/vilhelm
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent