Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2019 13:49 Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. Hún lýsir því að hún, ásamt þremur öðrum í íbúðinni, hafi þurft að loka sig saman inni í einu herbergi á meðan slökkviliðsmenn börðust við eldinn.Sjá einnig: Eldtungurnar stóðu út um glugga Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tíunda tímanum í morgun vegna eldsins. Hann kviknaði í geymslurými á neðstu hæð hússins og fljótlega fylltist stigagangurinn allur af reyk. Varaslökkviliðsstjóri lýsti því í samtali við fréttastofu í morgun að íbúum hefði verið hætta búin en þeim var gert að halda sig í íbúðum sínum eða úti á svölum á meðan slökkvilið barðist við eldinn. Anna Kristbjörg Jónsdóttir er ein þeirra íbúa sem var inni í íbúð sinni þegar eldsins varð vart. „Ég var bara inni í stofu þegar ég heyri í konunni fyrir neðan mig úti á plani að hringja í 112 og ég fór út á svalir og hún benti mér á að það væri kviknað í. Ég var ekki viss um hvort þetta væri í íbúðinni hjá henni eða stigaganginum en fljótlega fylltist allt af reyk,“ sagði Anna í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans í morgun. Hundur Önnu Kristbjargar komst heilu og höldnu út.Vísir/vilhelm „Ég gat ekki verið úti á svölum og við þurftum að loka okkur af inni í einu herbergi og vorum fjögur inni í íbúðinni. Við komumst ekki niður, ekkert.“ Anna á nokkur gæludýr og náði að bjarga hundi sínum út úr íbúðinni. Þegar fréttastofa ræddi við hana var hins vegar óvíst um kettina hennar. „Ég veit ekki neitt meira, hvað verður um þá.“ Varaslökkviliðsstjóri sagði í samtali við fréttastofu í morgun að enn ætti eftir að meta tjónið á húsinu en ef marka má myndir af vettvangi var það töluvert. Anna vissi ekki hvort fjölskyldan sæi fram á að geta haldið jól í íbúðinni. „Ég veit það ekki. Ég veit það ekki. Það verður bara að koma í ljós.“ Rannsókn á eldsvoðanum stendur enn yfir. Þá eru eldsupptök ókunn og verða ekki ljós í dag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.Hér að neðan má sjá myndskeið frá vinnu á vettvangi brunans í Vesturbergi í morgun. Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. Hún lýsir því að hún, ásamt þremur öðrum í íbúðinni, hafi þurft að loka sig saman inni í einu herbergi á meðan slökkviliðsmenn börðust við eldinn.Sjá einnig: Eldtungurnar stóðu út um glugga Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tíunda tímanum í morgun vegna eldsins. Hann kviknaði í geymslurými á neðstu hæð hússins og fljótlega fylltist stigagangurinn allur af reyk. Varaslökkviliðsstjóri lýsti því í samtali við fréttastofu í morgun að íbúum hefði verið hætta búin en þeim var gert að halda sig í íbúðum sínum eða úti á svölum á meðan slökkvilið barðist við eldinn. Anna Kristbjörg Jónsdóttir er ein þeirra íbúa sem var inni í íbúð sinni þegar eldsins varð vart. „Ég var bara inni í stofu þegar ég heyri í konunni fyrir neðan mig úti á plani að hringja í 112 og ég fór út á svalir og hún benti mér á að það væri kviknað í. Ég var ekki viss um hvort þetta væri í íbúðinni hjá henni eða stigaganginum en fljótlega fylltist allt af reyk,“ sagði Anna í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans í morgun. Hundur Önnu Kristbjargar komst heilu og höldnu út.Vísir/vilhelm „Ég gat ekki verið úti á svölum og við þurftum að loka okkur af inni í einu herbergi og vorum fjögur inni í íbúðinni. Við komumst ekki niður, ekkert.“ Anna á nokkur gæludýr og náði að bjarga hundi sínum út úr íbúðinni. Þegar fréttastofa ræddi við hana var hins vegar óvíst um kettina hennar. „Ég veit ekki neitt meira, hvað verður um þá.“ Varaslökkviliðsstjóri sagði í samtali við fréttastofu í morgun að enn ætti eftir að meta tjónið á húsinu en ef marka má myndir af vettvangi var það töluvert. Anna vissi ekki hvort fjölskyldan sæi fram á að geta haldið jól í íbúðinni. „Ég veit það ekki. Ég veit það ekki. Það verður bara að koma í ljós.“ Rannsókn á eldsvoðanum stendur enn yfir. Þá eru eldsupptök ókunn og verða ekki ljós í dag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.Hér að neðan má sjá myndskeið frá vinnu á vettvangi brunans í Vesturbergi í morgun.
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38
Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45