Niðurstaða fékkst í deilu sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Eiður Þór Árnason skrifar 20. desember 2019 18:58 Félag sjúkraþjálfara hefur verið ósátt við útboðsstefnu Sjúkratrygginga Íslands. Vísir/Vilhelm Sjúkraþjálfurum var óheimilt að hætta að starfa fyrirvaralaust eftir samningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) þann 12. nóvember síðastliðinn samkvæmt niðurstöðu gerðardóms í deilumáli Sjúkratrygginga og Félags sjúkraþjálfara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Í dómsorðum gerðardóms sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að báðir aðilar eigi að starfa samkvæmt samningnum til 12. janúar. Er þar vísað til þess að félaginu hafi verið skylt að viðhafa hæfilegan uppsagnarfrest á uppsögn sinni sem SÍ var tilkynnt um þann 5. nóvember síðastliðinn. Því hafi félaginu verið óheimilt að segja upp samningnum án nokkurs fyrirvara. Sjúkraþjálfarar ánægðir með dóminn Þrátt fyrir þetta segist Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, vera ánægð með dóminn og segir að fallist hafi verið á meginsjónarmið félagsins. „Þetta var algjörlega það sem við bjuggumst við og við erum náttúrulega afar ánægð með að gerðardómari samþykkir okkar sýn á það að það var ekki þörf á því að segja þessum samningi upp með sex mánaða fyrirvara eins og sjúkratryggingar gerðu kröfu um.“Sjá einnig: Vísa deilu sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands til gerðardómsÍ nóvember síðastliðnum sögðu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sig frá rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands þar sem þeim þótti ekki ákjósanlegt að starfa eftir útrunnum samningi. SÍ tilkynnti Félag sjúkraþjálfara í kjölfarið til Samkeppniseftirlitsins vegna gruns um ólöglegt verðsamráð. Formaður félagsins sagði ásakanir forstjóra SÍ alvarlegar og ekki vera á rökum reistar. Unnur segir að sú ráðstöfun gerðardómara að miða endalok samstarfs um samninginn við 12. janúar sé eingöngu ætlað til hagræðis fyrir alla aðila í ljósi hátíðanna. “Svo þeir geti gert þær ráðstafanir að nýtt fyrirkomulag utan samnings geti tekið gildi þannig að sem minnst rask verði fyrir skjólstæðinga þjónustunnar.” Ósammála um túlkun dómsins Í tilkynningu frá SÍ sem barst í kvöld segir stofnunin að samkvæmt úrskurði gerðardóms í dag hafi sjúkraþjálfurum verið „óheimilt að innheimta önnur gjöld af sjúklingum en þau sem kveðið er á um í samningi SÍ.” Félag sjúkraþjálfara er ósammála þessari túlkun stofnunarinnar. „Við höfnum því algjörlega, vegna þess að dómurinn segir að sú krafa um það að segja samningunum upp með sex mánaða fyrirvara var ekki rétt og að málinu hafi verið staðið á réttan hátt af okkar hálfu.“ Hún segir að félagið hafi á sínum tíma tekið þá ákvörðun í umboði félagsmanna að „stíga til hliðar hreinlega á meðan Sjúkratryggingar Íslands og yfirvöld myndu setja það í eitthvað vitrænt form hvernig þau vilji haga innkaupum á þjónustu sjúkraþjálfara.“ „Ég les úrskurð gerðardóms algjörlega þannig að hann fellur að okkar meginröksemd að því leitinu til að samningurinn var útrunninn og að þeirra einhliða ákvörðun um það að gefa sjúkraþjálfurum kost á að vinna enn um stund samkvæmt samningnum fól engan veginn í sér þá viðurkenningu á því að það væri gagnkvæmur sex mánaða uppsagnarfrestur,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara í samtali við Vísi. Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. 12. nóvember 2019 12:19 Vísa deilu sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands til gerðardóms Félag sjúkraþjálfara og Sjúkratryggingar Íslands hafa náð samkomulagi um að vísa deilumáli um gildistíma rammasamnings þeirra til gerðardóms. 13. nóvember 2019 20:16 „Okkur hefði þótt frábært að fá að taka þátt í samtalinu“ Verulegir annmarkar eru á kerfinu við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir afleiðingarnar geta verið alvarlegar og nauðsynlegt sé að bregðast við. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, gagnrýnir að hafa ekki fengið að vera með í ráðum. 12. nóvember 2019 23:34 Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Sjúkraþjálfurum var óheimilt að hætta að starfa fyrirvaralaust eftir samningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) þann 12. nóvember síðastliðinn samkvæmt niðurstöðu gerðardóms í deilumáli Sjúkratrygginga og Félags sjúkraþjálfara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Í dómsorðum gerðardóms sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að báðir aðilar eigi að starfa samkvæmt samningnum til 12. janúar. Er þar vísað til þess að félaginu hafi verið skylt að viðhafa hæfilegan uppsagnarfrest á uppsögn sinni sem SÍ var tilkynnt um þann 5. nóvember síðastliðinn. Því hafi félaginu verið óheimilt að segja upp samningnum án nokkurs fyrirvara. Sjúkraþjálfarar ánægðir með dóminn Þrátt fyrir þetta segist Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, vera ánægð með dóminn og segir að fallist hafi verið á meginsjónarmið félagsins. „Þetta var algjörlega það sem við bjuggumst við og við erum náttúrulega afar ánægð með að gerðardómari samþykkir okkar sýn á það að það var ekki þörf á því að segja þessum samningi upp með sex mánaða fyrirvara eins og sjúkratryggingar gerðu kröfu um.“Sjá einnig: Vísa deilu sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands til gerðardómsÍ nóvember síðastliðnum sögðu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sig frá rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands þar sem þeim þótti ekki ákjósanlegt að starfa eftir útrunnum samningi. SÍ tilkynnti Félag sjúkraþjálfara í kjölfarið til Samkeppniseftirlitsins vegna gruns um ólöglegt verðsamráð. Formaður félagsins sagði ásakanir forstjóra SÍ alvarlegar og ekki vera á rökum reistar. Unnur segir að sú ráðstöfun gerðardómara að miða endalok samstarfs um samninginn við 12. janúar sé eingöngu ætlað til hagræðis fyrir alla aðila í ljósi hátíðanna. “Svo þeir geti gert þær ráðstafanir að nýtt fyrirkomulag utan samnings geti tekið gildi þannig að sem minnst rask verði fyrir skjólstæðinga þjónustunnar.” Ósammála um túlkun dómsins Í tilkynningu frá SÍ sem barst í kvöld segir stofnunin að samkvæmt úrskurði gerðardóms í dag hafi sjúkraþjálfurum verið „óheimilt að innheimta önnur gjöld af sjúklingum en þau sem kveðið er á um í samningi SÍ.” Félag sjúkraþjálfara er ósammála þessari túlkun stofnunarinnar. „Við höfnum því algjörlega, vegna þess að dómurinn segir að sú krafa um það að segja samningunum upp með sex mánaða fyrirvara var ekki rétt og að málinu hafi verið staðið á réttan hátt af okkar hálfu.“ Hún segir að félagið hafi á sínum tíma tekið þá ákvörðun í umboði félagsmanna að „stíga til hliðar hreinlega á meðan Sjúkratryggingar Íslands og yfirvöld myndu setja það í eitthvað vitrænt form hvernig þau vilji haga innkaupum á þjónustu sjúkraþjálfara.“ „Ég les úrskurð gerðardóms algjörlega þannig að hann fellur að okkar meginröksemd að því leitinu til að samningurinn var útrunninn og að þeirra einhliða ákvörðun um það að gefa sjúkraþjálfurum kost á að vinna enn um stund samkvæmt samningnum fól engan veginn í sér þá viðurkenningu á því að það væri gagnkvæmur sex mánaða uppsagnarfrestur,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara í samtali við Vísi.
Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. 12. nóvember 2019 12:19 Vísa deilu sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands til gerðardóms Félag sjúkraþjálfara og Sjúkratryggingar Íslands hafa náð samkomulagi um að vísa deilumáli um gildistíma rammasamnings þeirra til gerðardóms. 13. nóvember 2019 20:16 „Okkur hefði þótt frábært að fá að taka þátt í samtalinu“ Verulegir annmarkar eru á kerfinu við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir afleiðingarnar geta verið alvarlegar og nauðsynlegt sé að bregðast við. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, gagnrýnir að hafa ekki fengið að vera með í ráðum. 12. nóvember 2019 23:34 Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. 12. nóvember 2019 12:19
Vísa deilu sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands til gerðardóms Félag sjúkraþjálfara og Sjúkratryggingar Íslands hafa náð samkomulagi um að vísa deilumáli um gildistíma rammasamnings þeirra til gerðardóms. 13. nóvember 2019 20:16
„Okkur hefði þótt frábært að fá að taka þátt í samtalinu“ Verulegir annmarkar eru á kerfinu við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir afleiðingarnar geta verið alvarlegar og nauðsynlegt sé að bregðast við. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, gagnrýnir að hafa ekki fengið að vera með í ráðum. 12. nóvember 2019 23:34
Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40