Hátíðarhöld í Hong Kong raskast vegna mótmæla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2019 10:58 Mótmælandi kastar táragasi aftur á lögreglu. getty/Billy H.C. Kwok Mótmæli í Hong Kong héldu áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Lögreglan beitti mótmælendur piparspreyi og táragasi þegar þeir söfnuðust saman í nokkrum verslunarhverfum í Hong Kong. Mótmælendur söfnuðust saman á aðfangadagskvöld og köstuðu þeir meðal annars bensínsprengjum þegar til átaka kom við lögreglu. Carrie Lam, leiðtogi sjálfstjórnarhéraðsins, sagði að hátíðarhöld margra íbúa og ferðamanna hafi verið eyðilögð vegna eigingjarnra og kærulausra óeirðarmanna. „Þetta ólöglega athæfi hefur ekki aðeins svert hátíðarhöldin heldur hefur það einnig haft áhrif á fyrirtæki á svæðinu,“ sagði hún í Facebook færslu á miðvikudag. Mótmælin í Hong Kong hófust í Júní þegar lögð var fram lagabreytingatillaga sem hefði heimilað stjórnvöldum í Hong Kong að framselja grunaða til meginlands Kína. Tillagan var síðar dregin til baka en áherslur mótmælahreyfingarinnar hafa síðan breyst og krefjast mótmælendur nú að aðgerðir lögreglu verði rannsakaðar og lýðræði verði aukið. Mótmælin höfðu verið friðsæl að mestu leiti síðustu vikur en átök brutust út að nýju í aðdraganda jólanna. Á miðvikudag gengu mótmælendur í gegn um verslunarhverfi í Hong Kong og kölluðu ýmis slagorð, þar á meðal „Frelsið Hong Kong! Bylting á okkar tímum!“ Lögreglan hefur handtekið hóp fólks eftir að það var beitt piparspreyi. Átök voru ekki eins mikil á miðvikudag og á þriðjudag þegar mótmælendur settu upp vegatálma og köstuðu bensínsprengjum víða um borgina á meðan lögreglan beitti táragasi og kylfum. Hong Kong var bresk nýlenda þar til 1997 en þá var héraðinu skilað aftur til meginlands Kína en þá tók gildi svokallaður „eitt land, tvö kerfi“ samningur. Samkvæmt samkomulaginu hefur Hong Kong töluvert sjálfstæði frá meginlandi Kína og njóta íbúar meiri réttinda en þeir á meginlandinu. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Undirritar lög til stuðnings lýðræðissinnum í Hong Kong Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem veita lýðræðissinnum og mótmælendum í Hong Kong ákveðinn stuðning. 28. nóvember 2019 07:15 Mótmælendur streyma niður götur Hong Kong Tugir þúsunda hafa safnast saman til að taka þátt í kröfugöngu á götum Hong Kong. 8. desember 2019 09:31 Segir kostnaðarsamara fyrir Kínverja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna "Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“ 25. nóvember 2019 23:30 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Mótmæli í Hong Kong héldu áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Lögreglan beitti mótmælendur piparspreyi og táragasi þegar þeir söfnuðust saman í nokkrum verslunarhverfum í Hong Kong. Mótmælendur söfnuðust saman á aðfangadagskvöld og köstuðu þeir meðal annars bensínsprengjum þegar til átaka kom við lögreglu. Carrie Lam, leiðtogi sjálfstjórnarhéraðsins, sagði að hátíðarhöld margra íbúa og ferðamanna hafi verið eyðilögð vegna eigingjarnra og kærulausra óeirðarmanna. „Þetta ólöglega athæfi hefur ekki aðeins svert hátíðarhöldin heldur hefur það einnig haft áhrif á fyrirtæki á svæðinu,“ sagði hún í Facebook færslu á miðvikudag. Mótmælin í Hong Kong hófust í Júní þegar lögð var fram lagabreytingatillaga sem hefði heimilað stjórnvöldum í Hong Kong að framselja grunaða til meginlands Kína. Tillagan var síðar dregin til baka en áherslur mótmælahreyfingarinnar hafa síðan breyst og krefjast mótmælendur nú að aðgerðir lögreglu verði rannsakaðar og lýðræði verði aukið. Mótmælin höfðu verið friðsæl að mestu leiti síðustu vikur en átök brutust út að nýju í aðdraganda jólanna. Á miðvikudag gengu mótmælendur í gegn um verslunarhverfi í Hong Kong og kölluðu ýmis slagorð, þar á meðal „Frelsið Hong Kong! Bylting á okkar tímum!“ Lögreglan hefur handtekið hóp fólks eftir að það var beitt piparspreyi. Átök voru ekki eins mikil á miðvikudag og á þriðjudag þegar mótmælendur settu upp vegatálma og köstuðu bensínsprengjum víða um borgina á meðan lögreglan beitti táragasi og kylfum. Hong Kong var bresk nýlenda þar til 1997 en þá var héraðinu skilað aftur til meginlands Kína en þá tók gildi svokallaður „eitt land, tvö kerfi“ samningur. Samkvæmt samkomulaginu hefur Hong Kong töluvert sjálfstæði frá meginlandi Kína og njóta íbúar meiri réttinda en þeir á meginlandinu.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Undirritar lög til stuðnings lýðræðissinnum í Hong Kong Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem veita lýðræðissinnum og mótmælendum í Hong Kong ákveðinn stuðning. 28. nóvember 2019 07:15 Mótmælendur streyma niður götur Hong Kong Tugir þúsunda hafa safnast saman til að taka þátt í kröfugöngu á götum Hong Kong. 8. desember 2019 09:31 Segir kostnaðarsamara fyrir Kínverja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna "Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“ 25. nóvember 2019 23:30 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Undirritar lög til stuðnings lýðræðissinnum í Hong Kong Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem veita lýðræðissinnum og mótmælendum í Hong Kong ákveðinn stuðning. 28. nóvember 2019 07:15
Mótmælendur streyma niður götur Hong Kong Tugir þúsunda hafa safnast saman til að taka þátt í kröfugöngu á götum Hong Kong. 8. desember 2019 09:31
Segir kostnaðarsamara fyrir Kínverja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna "Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“ 25. nóvember 2019 23:30