Tvær frægar körfuboltakonur úr WNBA deildinni létu frysta eggin sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 12:15 Breanna Stewart og Sue Bird fagna hér Ólympíugulli í Ríó árið 2016 með þjálfaranum Geno Auriemma og liðsfélögunum Mayu Moore, Tinu Charles og Diönu Taurasi. Allir komu þær úr UConn háskólanum. Getty/Tom Pennington Körfuboltakonurnar Sue Bird og Breanna Stewart vildu báðar ræða opinberlega þá ákvörðun sína að frysta eggin sín til að eiga möguleika á því að eignast börn eftir að körfuboltaferli þeirra líkur. Umræða um íþróttakonur og barneignir hefur opnast mikið á síðustu misserum og Washington Post fjallaði um þetta útspil tveggja af betri körfuboltakonum heims. Sue Bird og Breanna Stewart eru samherjar hjá bæði Seattle Storm liðinu og bandaríska körfuboltalandsliðinu. Þær unnu Ólympíugull saman í Ríó 2016 og urðu WNBA-meistarar saman með Seattle Storm haustið 2018. Það varð hins vegar ekkert úr síðasta ári þar sem þær duttu báðar út vegna erfiðra meiðsla. Þær Sue Bird og Breanna Stewart nýttu aftur á móti tækifærið og plönuðu barneignir í framtíðinni. Reyndar aðeins öðruvísi plön en hjá flestum. “As an athlete, this is a big thing,” Sue Bird said. “Straight, gay, doesn’t matter. Your career is your body, and you need to keep your options open, in terms of starting a family." https://t.co/buEhPrYoST— Post Sports (@PostSports) December 26, 2019 Sue Bird er kærasta Megan Rapinoe sem átti magnað ár með bandaríska landsliðinu í fótbolta og vann öll verðlaun á árinu 2019 sem nánast hægt var að vinna. Rapinoe vakti einnig heimsathygli fyrir að standa upp í hárinu á Trump Bandaríkjaforseta og að berjast af fullum krafti fyrir jafnrætti í sinni íþrótt. Sue Bird meiddist illa á hné og þurfti að fara í aðgerð í maí. Þar með var ljóst að hún gæti ekki spilað með Seattle Storm á 2019 tímabilinu. Allt árið myndi fara í endurhæfingu með það markmið að koma sterkari til baka árið 2020. Bird er orðinn 39 ára gömul og ákvað því að nýta þetta tækifæri og láta fyrsta eggin sín. „Það að vera komin í samband breytir hugsunarhætti þínum. Það er erfitt að sjá fyrir sér líf með börnum þegar við erum báðar atvinnuíþróttakonur en þá fór ég að hugsa: Ætti ég ekki að sjá til þess að ég hafi þennan möguleika opinn ef við viljum síðan eignast börn í framtíðinni? Það er nefnilega erfitt að sjá barn fyrir sér í okkar lífi núna því við gætum ekki einu sinni átt gullfisk saman núna,“ sagði Sue Bird. Sue Bird hefur sett stefnuna á að vinna sitt fimmta Ólympíugull í Tókýó næsta sumar og þar verður líklega liðsfélagi hennar Breanna Stewart líka. Breanna Stewart, sem er fjórtán árum yngri, missti af 2019 tímabilinu eftir að hafa slitið hásin. Breanna Stewart fór í aðgerð í apríl en ákvað í framhaldinu að láta fyrsta eggin sín eins og Sue. Þær ákváðu síðan báðar að tala um þetta opinberlega. Bird segir vilja hjálpa til að slíkt verði eðlilegur valkostur fyrir konur á framabraut sem hafa ekki tíma til að eignast börn akkúrat núna en vilja halda því opnu í framtíðinni. Bird segist samt sjá eftir því að hafa ekki gert þetta fyrr á ævinni eins og Breanna Stewart er að gera. „Ég var að ræða við lækninn og hann sagði mér að ég væri með fullkomin egg núna af því að ég væri svo ung. Fólk gerir þetta ekki vanalega á mínum aldri. Núna á ég þessi egg fyrir framtíðina og ég ætla ekki að missa úr mikinn tíma á mínum ferli. Núna get ég einbeitt mér að ferlinum án þess að hafa áhyggjur af þessu,“ sagði Breanna Stewart. Það má lesa meira um þetta hér. Körfubolti Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Körfuboltakonurnar Sue Bird og Breanna Stewart vildu báðar ræða opinberlega þá ákvörðun sína að frysta eggin sín til að eiga möguleika á því að eignast börn eftir að körfuboltaferli þeirra líkur. Umræða um íþróttakonur og barneignir hefur opnast mikið á síðustu misserum og Washington Post fjallaði um þetta útspil tveggja af betri körfuboltakonum heims. Sue Bird og Breanna Stewart eru samherjar hjá bæði Seattle Storm liðinu og bandaríska körfuboltalandsliðinu. Þær unnu Ólympíugull saman í Ríó 2016 og urðu WNBA-meistarar saman með Seattle Storm haustið 2018. Það varð hins vegar ekkert úr síðasta ári þar sem þær duttu báðar út vegna erfiðra meiðsla. Þær Sue Bird og Breanna Stewart nýttu aftur á móti tækifærið og plönuðu barneignir í framtíðinni. Reyndar aðeins öðruvísi plön en hjá flestum. “As an athlete, this is a big thing,” Sue Bird said. “Straight, gay, doesn’t matter. Your career is your body, and you need to keep your options open, in terms of starting a family." https://t.co/buEhPrYoST— Post Sports (@PostSports) December 26, 2019 Sue Bird er kærasta Megan Rapinoe sem átti magnað ár með bandaríska landsliðinu í fótbolta og vann öll verðlaun á árinu 2019 sem nánast hægt var að vinna. Rapinoe vakti einnig heimsathygli fyrir að standa upp í hárinu á Trump Bandaríkjaforseta og að berjast af fullum krafti fyrir jafnrætti í sinni íþrótt. Sue Bird meiddist illa á hné og þurfti að fara í aðgerð í maí. Þar með var ljóst að hún gæti ekki spilað með Seattle Storm á 2019 tímabilinu. Allt árið myndi fara í endurhæfingu með það markmið að koma sterkari til baka árið 2020. Bird er orðinn 39 ára gömul og ákvað því að nýta þetta tækifæri og láta fyrsta eggin sín. „Það að vera komin í samband breytir hugsunarhætti þínum. Það er erfitt að sjá fyrir sér líf með börnum þegar við erum báðar atvinnuíþróttakonur en þá fór ég að hugsa: Ætti ég ekki að sjá til þess að ég hafi þennan möguleika opinn ef við viljum síðan eignast börn í framtíðinni? Það er nefnilega erfitt að sjá barn fyrir sér í okkar lífi núna því við gætum ekki einu sinni átt gullfisk saman núna,“ sagði Sue Bird. Sue Bird hefur sett stefnuna á að vinna sitt fimmta Ólympíugull í Tókýó næsta sumar og þar verður líklega liðsfélagi hennar Breanna Stewart líka. Breanna Stewart, sem er fjórtán árum yngri, missti af 2019 tímabilinu eftir að hafa slitið hásin. Breanna Stewart fór í aðgerð í apríl en ákvað í framhaldinu að láta fyrsta eggin sín eins og Sue. Þær ákváðu síðan báðar að tala um þetta opinberlega. Bird segir vilja hjálpa til að slíkt verði eðlilegur valkostur fyrir konur á framabraut sem hafa ekki tíma til að eignast börn akkúrat núna en vilja halda því opnu í framtíðinni. Bird segist samt sjá eftir því að hafa ekki gert þetta fyrr á ævinni eins og Breanna Stewart er að gera. „Ég var að ræða við lækninn og hann sagði mér að ég væri með fullkomin egg núna af því að ég væri svo ung. Fólk gerir þetta ekki vanalega á mínum aldri. Núna á ég þessi egg fyrir framtíðina og ég ætla ekki að missa úr mikinn tíma á mínum ferli. Núna get ég einbeitt mér að ferlinum án þess að hafa áhyggjur af þessu,“ sagði Breanna Stewart. Það má lesa meira um þetta hér.
Körfubolti Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins