Engin flugeldasala á Laugarvatni fyrir áramótin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. desember 2019 12:15 Grímur Kristinsson frá Ketilvöllum í Laugardal í Bláskógabyggð er formaður Björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni verður ekki með neina flugeldasölu í ár en félagar hennar ætla þess í stað að ganga í hús og selja Rótarskot. Formaður sveitarinnar segir að flugeldasala hjá lítili sveit standi engan vegin undir sér. Um fjörutíu karlar og konur eru félagar í Björgunarsveitinni Ingunni en aðeins tíu virkir félagar. Nú er komið að tímamótum í sveitinni því í fyrsta skipti í ár verða engir flugeldar seldir á vegum sveitarinnar. „Við erum lítil sveit úti á landi í fámennu sveitarfélagi og það er mikil vinna fyrir lítinn pening sem er í raun og veru, sem spilar aðallega inn í það. Við erum kannski tíu virkir og það er ekki nóg sala til að við getum fengið ágóða af þessu“, segir Grímur Kristinsson, formaður Ingunnar. Grímur segir að nú verði Rótarskot eingöngu seld á vegum Ingunnar fyrir áramótin, gengið verði í hús á Laugarvatni og keyrt á sveitabæi í Laugardalnum til að selja þau. Í leiðinni verði fólki og fyrirtækjum boðið að styrkja flugeldasýningu sveitarinnar, sem verður á Laugarvatni á Gamlársdag klukkan 21:00 um kvöldið. Laugvetningar og íbúar Laugardals verða að fara eitthvað annað ætli þeir að kaupa flugelda fyrir áramótin því engir slíkir verða seldir á Laugarvatni í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En nú er alltaf talað um að flugeldasala sé ein allra mesta tekjulind björgunarsveita, tekur Grímur undir það? „Nei, ekki hjá okkur minni sveitum og sérstaklega sem eru ekki með sjávarútveginn með okkur, það eru ekki kvótakóngar, sem styrkja okkur hér inn í landi, þetta er öðruvísi menning í raun og veru heldur en hjá þessum litlu sveitum, sem eru í þessum sjávarþorpum, það er bara svoleiðis“ Grímur segir að bændur séu ekki spenntir að kaupa flugelda því skepnur séu mjög hræddar við allar sprengingarnar, þeir vilji miklu frekar kaupa Rótarskot. „Bændur eru kannski að hugsa um sinn búfénað, það eru hestar úti í girðingu, sem verða hræddir á áramótunum. Þeir eru kannski ekki alveg eins spenntir fyrir því að hrella búpening sinn, það er nú bara þannig“, segir Grímur Áramót Bláskógabyggð Flugeldar Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni verður ekki með neina flugeldasölu í ár en félagar hennar ætla þess í stað að ganga í hús og selja Rótarskot. Formaður sveitarinnar segir að flugeldasala hjá lítili sveit standi engan vegin undir sér. Um fjörutíu karlar og konur eru félagar í Björgunarsveitinni Ingunni en aðeins tíu virkir félagar. Nú er komið að tímamótum í sveitinni því í fyrsta skipti í ár verða engir flugeldar seldir á vegum sveitarinnar. „Við erum lítil sveit úti á landi í fámennu sveitarfélagi og það er mikil vinna fyrir lítinn pening sem er í raun og veru, sem spilar aðallega inn í það. Við erum kannski tíu virkir og það er ekki nóg sala til að við getum fengið ágóða af þessu“, segir Grímur Kristinsson, formaður Ingunnar. Grímur segir að nú verði Rótarskot eingöngu seld á vegum Ingunnar fyrir áramótin, gengið verði í hús á Laugarvatni og keyrt á sveitabæi í Laugardalnum til að selja þau. Í leiðinni verði fólki og fyrirtækjum boðið að styrkja flugeldasýningu sveitarinnar, sem verður á Laugarvatni á Gamlársdag klukkan 21:00 um kvöldið. Laugvetningar og íbúar Laugardals verða að fara eitthvað annað ætli þeir að kaupa flugelda fyrir áramótin því engir slíkir verða seldir á Laugarvatni í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En nú er alltaf talað um að flugeldasala sé ein allra mesta tekjulind björgunarsveita, tekur Grímur undir það? „Nei, ekki hjá okkur minni sveitum og sérstaklega sem eru ekki með sjávarútveginn með okkur, það eru ekki kvótakóngar, sem styrkja okkur hér inn í landi, þetta er öðruvísi menning í raun og veru heldur en hjá þessum litlu sveitum, sem eru í þessum sjávarþorpum, það er bara svoleiðis“ Grímur segir að bændur séu ekki spenntir að kaupa flugelda því skepnur séu mjög hræddar við allar sprengingarnar, þeir vilji miklu frekar kaupa Rótarskot. „Bændur eru kannski að hugsa um sinn búfénað, það eru hestar úti í girðingu, sem verða hræddir á áramótunum. Þeir eru kannski ekki alveg eins spenntir fyrir því að hrella búpening sinn, það er nú bara þannig“, segir Grímur
Áramót Bláskógabyggð Flugeldar Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira