Hættir útgáfu bæjarblaðs og segir enga hjálp að finna í fjölmiðlafrumvarpinu Birgir Olgeirsson skrifar 28. desember 2019 23:00 Guðni Gíslason, útgefandi Fjarðarfrétta. Vísir/ Baldur Útgáfu hafnfirska fréttablaðsins Fjarðarfrétta hefur verið hætt. Eigandinn lýsir miklum vonbrigðum með nýtt fjölmiðlafrumvarp og segir bæjaryfirvöld í harðri samkeppni við einkamiðla. Guðni Gíslason hafði gefið Fjarðarfréttir út í þrjú ár áður en hann tók ákvörðun um að hætta útgáfu þess. Síðasta blaðið barst Hafnfirðingum 18. desember síðastliðinn. „Það voru nokkrar ástæður. Reksturinn hefur verið frekar erfiður. Það er minnkandi auglýsingasala og samkeppnin mikil á þessum markaði. Það sem fyllti mælinn hjá mér er þegar Hafnarfjarðarbær gaf út sitt eigið jólablað og eyddi í það meiri heldur en þau kaupa auglýsingar í mínu blaði á ári,“ segir Guðni. Hann segir þetta vera þróunina, sveitarfélög og fyrirtæki séu farin að senda frá sér eigin fréttir og búa þannig til jákvæðari ímynd en efni standa til. Hann segir það hlutverk bæjarblaða að hafa aðhald með sveitarfélögunum og vera þannig málsvari bæjarbúa. Hann vill þó ekki meina að gagnrýnin umfjöllun hans hafi orðið þess valdandi að Hafnarfjarðarbær fór þessa leið við útgáfu jólablaðs. „Ég hef alltaf verið gagnrýninn frá fyrstu tíð. Það var meira segja þannig að þegar ég byrjaði kom þáverandi meirihluti og dró blað inn í bæinn til að keppa á móti í staðinn fyrir að fara í samstarf við mann. Það hefur verið sama hvaða meirihluti er, það er hlutverk bæjarblaða að vera aðhald og draga upp þá mynd sem er raunsærri en sú glansmynd sem er oft dregin upp.“ Hann segir litla hjálp að finna fyrir blaðið sitt í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Í frumvarpinu er gerð sú krafa að blöð séu gefin út 48 sinnum á árum til að geta hlotið styrki frá ríkinu. „Flest þessi bæjarblöð eru rekin af einyrkjum og þú verður að taka þitt sumarfrí til að hlaða batteríin. Ég tók fjórar vikur í frí í sumar og náði ekki nema 45 blöðum. Ég hef gagnrýnt þetta en engin svör fengið.“ Fjölmiðlar Hafnarfjörður Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Útgáfu hafnfirska fréttablaðsins Fjarðarfrétta hefur verið hætt. Eigandinn lýsir miklum vonbrigðum með nýtt fjölmiðlafrumvarp og segir bæjaryfirvöld í harðri samkeppni við einkamiðla. Guðni Gíslason hafði gefið Fjarðarfréttir út í þrjú ár áður en hann tók ákvörðun um að hætta útgáfu þess. Síðasta blaðið barst Hafnfirðingum 18. desember síðastliðinn. „Það voru nokkrar ástæður. Reksturinn hefur verið frekar erfiður. Það er minnkandi auglýsingasala og samkeppnin mikil á þessum markaði. Það sem fyllti mælinn hjá mér er þegar Hafnarfjarðarbær gaf út sitt eigið jólablað og eyddi í það meiri heldur en þau kaupa auglýsingar í mínu blaði á ári,“ segir Guðni. Hann segir þetta vera þróunina, sveitarfélög og fyrirtæki séu farin að senda frá sér eigin fréttir og búa þannig til jákvæðari ímynd en efni standa til. Hann segir það hlutverk bæjarblaða að hafa aðhald með sveitarfélögunum og vera þannig málsvari bæjarbúa. Hann vill þó ekki meina að gagnrýnin umfjöllun hans hafi orðið þess valdandi að Hafnarfjarðarbær fór þessa leið við útgáfu jólablaðs. „Ég hef alltaf verið gagnrýninn frá fyrstu tíð. Það var meira segja þannig að þegar ég byrjaði kom þáverandi meirihluti og dró blað inn í bæinn til að keppa á móti í staðinn fyrir að fara í samstarf við mann. Það hefur verið sama hvaða meirihluti er, það er hlutverk bæjarblaða að vera aðhald og draga upp þá mynd sem er raunsærri en sú glansmynd sem er oft dregin upp.“ Hann segir litla hjálp að finna fyrir blaðið sitt í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Í frumvarpinu er gerð sú krafa að blöð séu gefin út 48 sinnum á árum til að geta hlotið styrki frá ríkinu. „Flest þessi bæjarblöð eru rekin af einyrkjum og þú verður að taka þitt sumarfrí til að hlaða batteríin. Ég tók fjórar vikur í frí í sumar og náði ekki nema 45 blöðum. Ég hef gagnrýnt þetta en engin svör fengið.“
Fjölmiðlar Hafnarfjörður Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira